Fræðaþing landbúnaðarins - 06.02.2004, Page 278
276
Áhrif sinubruna, sláttar og samkeppni á endurvöxt klófífu í
láglendismýri.
Bjöm Þorsteinsson og Anna Guðrún Þórhallsdóttir
Landbúnaðarháskólanum á Hvanneyri
Útdráttur:
Endurvöxtur einstakra klófífusprota (Eriophorum angustifolium) var rannsakaður með
klippingu sömu sprota á tveggja vikna fresti þar sem aðrir sprotar í kring vom slegnir
burtu við hverja klippingu, brenndir burt að vori eða sinan látin halda sér.
Endurvöxtur var marktækt minnstur í slegnu reitunum, en marktækt mestur í
sinureitunum þrátt fyrir að dánartíðni sprota væri lang hæst í síðar nefndu reitunum.
Niðurstöðumar benda til þess að sláttur gróðurs umhverfis sprota, hafi neikvæðari
áhrif á endurvöxt klófífusprota heldur en samkeppni af hálfu nágrannaplantna. Þessi
áhrif má skýra með tengingu sprota með jarðrenglum þar sem óklipptir sprotar geta
miðlað næringu til klipptra sprota.
Inngangur
í fyrri rannsóknum á endurvexti úthagaplantna í láglendismýri á Hvanneyri (Bjöm
Þorsteinsson og Anna Guðrún Þórhallsdóttir 2002) hefur komið fram að nærvera
óskerts gróðurs í kring um klippta sprota mýrarstarar (Carex nigrá) verki hamlandi á
endurvöxt nema í upphafi sumars. Þannig má gera ráð fyrir að mýrastörin sé tegund
sem þoli vel slátt eða beit. Þetta er í samræmi við ályktanir Steindórs Steindórssonar
(1964), að þar sem brokflói sé sleginn að staðaldri eða ákaft beittur þá hörfi klófífan
en t.d. starir sæki á. Viðbrögð klófífu við klippingu og/eða samkeppni af hálfu
nágrannaplantna hefur hins vegar ekki áður verið könnuð sérstaklega.
Klippitilraunir em oft notaðar til þess að skoða hvemig einstakar plöntur bregðast við
tíðni og þéttleika beitar og tímasetningu beitar. Áhrif klippinga er þó ekki afmarkaður
við klippimeðferðina eingöngu heldur koma aðrir þættir við sögu eins og
samkeppnisaðstæður í nánasta umhverfi frá einstaklingum sömu tegundar eða
einstaklingum annarra tegunda. Áhrif samkeppnisþáttarins hefur að öllu jöfnu verið
talinn mikill. I klassískri tilraun Muegglers (1972) með Agropyron spicatum, N-
Amerískri grastegund sem þolir illa beit, komu fram mun meiri áhrif samkeppni en
klippingar. Em niðurstöður undirritaðra á áhrifum samkeppni og klippinga á
mýrarstör í samræmi við þær niðurstöður (Bjöm Þorsteinsson og Anna Guðrún
Þórhallsdóttir 2002). Þegar beitardýr bíta gróður í léttri beit velja þau gjaman sprota
einstakra tiltekinna tegunda á meðan aðrar tegundir em frekar látnar óáreittar.
Endurvöxtur beittra (klipptra) sprota getur orðið fyrir áhrifum óbitinna nágrannasprota
með tvennu móti. í fyrsta lagi, ef nágrannasprotamir em hlutar sömu plöntu og hinni
klippti sproti (ramet tengdar með jarðstönglum), er líklegt að næringu sé þá miðlað frá
óbeittum sprotum til þess beitta (þ.e. innan genetu). í öðm lagi, séu óbitnir
nágrannasprotar annarra tegunda, er líklegt að samkeppnisstaða þeirra tegunda hafi
batnað í samanburði við þá bitnu, og nái þar með til sín hærri hlutdeild næringar í
jarðvegi , lífsrými osfrv. Þekkt er að samkeppni milli tegunda kemur niður á vexti,
blómgunartíðni og endurvaxtargetu samanborið við plöntur sem vaxa við takmarkaða
samkeppni (Belsky 1986).