Fræðaþing landbúnaðarins - 06.02.2004, Side 279
277
Markmið þessarar rannsóknar var að kanna áhrif minnkaðrar samkeppni á endurvöxt
klófífu, þar sem sinan í næsta umhverfi mældra sprota hafði verið brennd burt eða
allur gróður sleginn og borinn saman við ómeðhöndlaða reiti.
Efniviður og aðferðir
Rannsóknin fór fram á afgirtu mýrlendi 2,5 km suður af Hvanneyrarstað. Klófífa
(Eriophorum angustifolium) og mýrastör (Carex nigra) eru meðal ríkjandi tegunda
svæðisins.
Friðaðir voru 24 eins fermeters reitir með netbúri og klipptir sprotar merktir með
galvaníseruðum vírbút búinn lykkju sem umlukti viðkomandi sprota, auk þess að bera
númer. Fyrir hveija meðferð, sina, bruni eða sláttur, voru valin af handahófi 8 búr og
í hveiju búri voru merktir 10 sprotar. Aðferðin sem notuð var er svo nefnd “multible
defoliation” aðferð, þar sem sömu sprotar eru klipptir með jöfnu millibili allt sumarið
og endurvöxtur mældur fyrir viðkomandi tímabil. (Archer and Dietling 1984).
Sina var brennd, eða gróðurþekja slegin af viðkomandi reitum áður en merkjanlegur
vöxtur hófst í mýrinni. Klipping sprota til endurvaxtarmælinga hófst 2. júní 2003 og
var endurtekin 16. júní, 30. júní, 14. júlí, 29. júlí, 11. ágúst, 25. ágúst og 8.
september. í viðkomandi liðum tilraunarinnar voru reitimir slegnir með
rafmagnsklippum samtímis uppskeru til endurvaxtarmælingar þ.e. öll uppskera var
fjarlægð af viðkomandi reit.
Endurvöxtur einstakra merkta sprota var klipptur af með skæmm, settur í merkta
smápoka fyrir hvem sprota og veginn á rannsóknastofu með nákvæmnisvog (mg).
Auk þess að vega hvem sprota var blaðafjöldi hvers sprota talinn og lengsta blað
hvers sprota lengdarmælt (cm). Marktækni gagnanna var reiknuð í tölfræðiforritinu
Minitab og notað ANOVA general linear model.
Niðurstöður og umræður
l.mynd sýnir endurvöxt klófífu sumarið 2003 á Hvanneyri. Marktækur munur
(P=0,000) er milli meðferða fyrstu þrjár uppskerutímana, en er horfinn á seinni
uppskemtímum. Munur á heildamppskemmagni mismunandi meðferða var einnig
marktækur (P=0.000), þar sem mest heildamppskera fékkst af sprotum í sinureitum,
og minnst uppskera fékkst af sprotum í þeim reitum sem vom slegnir. Munur klófífu
og mýrarstarar í viðbragði við klippingu styður þá almennu sýn sem Steindór
Steindórsson (1964) hefur á samkeppni þessara tegunda þar sem slegið er eða mjög
mikið beitt að staðaldri, þá hopi klófífan. Klófífa er mjög lítið eftirsótt af sauðfé til
beitar (Thorhallsdottir og Thorsteinsson 1993), og hross virðast einnig sneiða hjá
klófífu (óbirt gögn AGÞ).
Þar sem létt er í högum er því klófífan almennt mjög lítið bitin, en mýrarstörin mun
fremur. Klófífan nýtur því góðs af léttri beit en þar sem hún virðist þola illa
klippingar lætur hún undan síga þegar þéttar er í högum. Niðurstöðumar benda þannig
til þess að klippitilraun sem þessi geti gefið mælikvarða á frammistöðu tegundar við
beitar eða uppskemálag.