Fræðaþing landbúnaðarins - 06.02.2004, Page 282
280
Fóðrun til hámarksafurða.
Áhrif fóðrunar í geldstöðu og byrjun mjaltaskeiðs á afurðir, heilsufar og
frjósemi - rannsóknarverkefni á Stóra Ármóti 2002-2004.
Eiríkur Þórkelsson og Grétar Hrafn Harðarson
Rannsóknastofnun landbúnaðarins
í þessu verkefni, sem er aðalverkefni áranna 2002-2004, er rannsakað hvaða áhrif
mismikil kjamfóðurgjöf í geldstöðu og mismunandi stígandi í kjamfóðurgjöf í byrjun
mjaltaskeiðs hefur á afurðir, heilsufar og frjósemi mjólkurkúa. í hnotskum má segja
að markmiðið með verkefninu sé að rannsaka orkuefnaskipti kýrinnar kringum burð
og finna leiðir til að draga úr hættunni á myndun fitulifrar og súrdoða.
Kýr em teknar inn í tilraun 6-8 vikum fyrir burð. Allar kýr fá viðhaldsfóðrun + þarfir
til fósturmyndunar tímabilið 8-3 vikum fyrir burð. Þremur vikum fyrir burð skiptast
kýmar niður í tvo sambærilega hópa með mismikilli kjamfóðurgjöf (1,5 og 3,5 kg).
Um burð skiptist síðan hvor hópur í tvær meðferðir með mismunandi stíganda í
kjamfóðurgjöf, annars vegar 0,3 kg/dag og hins vegar 0,5 kg/dag.
Hámarkskjamfóðurgjöf er 11 kg og gott gróffóður er gefið að vild.
Áhrif meðferða, sem em ijórar, em greind með því að fylgjast með holdafari,
líkamsþyngd, áti, nyt, efnasamsetningu mjólkur, blóðefnum, ástandi lifrar með
lífsýnum og frjósemi.
Kýmar em vigtaðar og holdastigaðar vikulega. Át er mælt fimm daga vikunnar. Nyt er
skráð sjálfvirkt alla daga og efnasamsetning greind vikulega. Blóðsýni era tekin
vikulega, alls 14 sýni úr hverri kú, en mæling ýmissa efna í blóði gefur góða mynd af
efnaskiptaástandi líkamans.
Góð leið til að meta ástand lifrarinnar er að taka lífsýni með nál og stiga fituinnihald
fmmanna undir smásjá. Þrjú sýni era tekin úr hverri kú; þremur vikum fyrir burð, um
burð og þremur vikum eftir burð.
Virkni eggjastokka og þar með fijósemi er hægt að meta með styrk kynhormónsins
prógesterón í mjólk. Styrkur prógesterón er mældur tvisvar í viku þar til fang hefur
verið staðfest.
Gert er ráð fyrir að a.m.k. 48 kýr taki þátt í verkefninu. Miðað við stærð búsins leyfir
umfang tilraunarinnar ekki að henni sé lokið á einum vetri og em áætluð verklok
vorið 2004.