Fræðaþing landbúnaðarins - 06.02.2004, Page 284
282
Efniviður og aðferðir
í markhópi rannsóknarinnar voru allir stóðhestar sem komu til einstaklingsdóms á
Landsmóti hestamanna árið 2002, alls 63 hestar. Eistun voru skoðuð á 59 þeirra og
þvermál pungs mælt á 54 hestum. Einnig var tilsvarandi mæling gerð á einum
stóðhesti sem mættur var til keppni á Landsmótinu og byggir rannsóknin því á
mælingum á 55 hestum og skoðun á 60 hestum. Af mældum hestum voru 11 hestar
fjögurra vetra, 25 fimm vetra og 19 hestar sex vetra eða eldri. Meðalaldur allra 60
hestanna var 5,3 vetur. Hestamir voru skoðaðir strax að lokinni hæfileikasýningu og
voru þeir alla jafna mjög rólegir og auðvelt að skoða þá. Þó voru níu stóðhestar sem
ekki var hægt að mæla vegna óróleika (3) eða tímaskorts hjá knapa (3) og hjá þremur
hestum var aðeins eitt eista í pungnum við skoðunina.
Pungurinn var þreifaður og lega eistnanna, stærð þeirra og þéttleiki metinn. Öll
frávik frá eðlilegum eistum vom skráð. Þvermál pungs var mælt frá hlið til hliðar með
þar til gerðu bogmáli. Það mælir þvermál pungs þar sem það er mest á meðan
eistunum er haldið þétt niðri í pungnum. Mælingin var endurtekin þrisvar sinnum fyrir
hvem hest og meðaltal reiknað. Aðrar upplýsingar um hestana, svo sem hæð á
herðakamb, hæfileikaeinkunn og ummál hnjáliðar vom fengnar úr gagnasafni
Bændasamtaka íslands.
Niðurstöður og umræður
Úrtakið í þessari rannsókn er valinn hluti úr íslenska hrossastofninum og ekki er hægt
að fullyrða að niðurstöður rannsóknarinnar gildi fyrir hrossastofninn í heild. Gera
verður ráð fyrir að hestar með augljósa galla á eistum séu geltir ungir og hafi því ekki
komið fram sem stóðhestar á mótinu. Einnig verður að hafa í huga að hestamir vom á
nokkuð þröngu aldursbili og tiltölulega ungir.
Rannsóknin var unnin við staðlaðar aðstæður. Allir hestamir vom mældir og
metnir á sama tíma og við sömu aðstæður. Gera má ráð fyrir að allir hestamir hafi
verið í góðri þjálfun og allir vom í reiðhestaholdum. Nokkur galli er að ekki er vitað
hversu mikið hestamir sinntu hryssum fyrir mótið.
Engar athugasemdir vora gerðar við stærð, þéttleika eða legu eistnanna hjá 54
af þeim 60 hestum sem skoðaðir vora. í flestum tilfellum mátti þó merkja sjónarmun á
stærð eistnanna þar sem hægra eistað virtist aðeins minna og liggja aðeins aftar í
pungnum en það vinstra.
Þvermál pungsins mældist frá 8,1 sm og upp í 11,6 sm. Meðaltalið var 9,9 sm og
staðalfrávik 0,9 sm. Gögnin reyndust normaldreifð. Staðalfrávik endurtekinna
mælinga á hverjum hesti var að meðaltali 0,09 sm sem sýnir að mæliaðferðin er
áreiðanleg.
Niðurstöðumar benda til að þvermál pungsins hjá íslenska hestinum sé
sambærilegt við það sem mælst hefur hjá mörgum öðmm hestakynjum. Meðaltalið
var þó í lægri kantinum eða 9,9 sm miðað við 10 - 12 sm sem er algengast (6’ 8).
Athyglisvert var að í engu tilfelli var pungurinn 8 sm eða minni í þvermál en almennt
er miðað við þá stærð erlendis sem neðri mörk þess sem talist getur eðhlegt (6, 20).
Enginn hestur var heldur með áberandi stór eistu, sem aftur gæti haft hamlandi áhrif á
kynhvöt og þannig orsakað lélega fyljun (6).
Ekki kom fram marktækur munur á þvermáli pungsins milli þeirra þriggja
aldurshópa sem skoðaðir vom. Það bendir til að íslenskir stóðhestar hafi náð fullum
kynþroska við fjögurra vetra aldurinn.
Ekki varð séð að þvermál pungsins væri háð hæð hestanna á herðakamb.