Fræðaþing landbúnaðarins - 06.02.2004, Page 285
283
Ummál hnjáliðar var notað til að kanna samband grófleika í byggingu við þvermál
pungsins. Sú mæling reyndist ekki heppileg þar sem hún er ónákvæm (hleypur á 5
mm) og lítill breytileiki var í þessari mælingu milli hesta. Engin tengsl reyndust vera
milli ummáls hnjáliðar og þvermáls pungs.
Einnig var skoðað hvort samband væri milli hæfileikaeinkunnar og þvermáls
pungsins með það í huga að uppbyggjandi (anabólísk) áhrif testósterons bættu afköst
hestanna. Engin slík áhrif komu fram.
Hjá þremur hestum (tveir 6 vetra og einn 11 vetra) var að finna snúning á
hægra eista um 180°. Þar sem ekki er vitað um áhrif þessa á ftjósemi eða samband við
aðra þætti sem geta komið niður á fijóseminni, er ástæða til að fylgjast vel með
snúningum á eistum í kynbótastarfinu. Athygli vekur að allir hestamir vom í
aldursflokknum 6 vetra og eldri.
í þremur tilfellum var aðeins eitt eista í pungnum við skoðunina. í einum hesti
(5 vetra) sáust tvö eistu sem virtust jöfn að stærð, sem hesturinn dró upp í náragöngin
við upphaf þreifingar. Annað eistað kom fljótlega niður aftur og reyndist það hafa
eðlilegan þéttleika og mældist 5 sm í þvermál. Hjá öðmm hesti (6 vetra) var vinstra
eistað eðlilegt (5 sm) en hægra eistað í náragöngunum og virtist vanþroskað. Ekki var
hægt að mæla stærð þess. Hjá þriðja hestinum (5 vetra) fannst aðeins eitt eista sem
mældist 5,2 sm. Eigandinn upplýsti að hesturinn hefði orðið fyrir áverka og hitt eistað
rýmað.
Lokaorð
Mælingamar á þvermáli pungsins benda til að eistnaþroskinn sé almennt góður og
ekki steðji bráð hætta að íslenskri hrossarækt hvað þann mikilvæga þátt varðar. Hins
vegar bendir reynsla af ræktun annarra hrossakynja, þar sem ræktunin á sér lengri
sögu og er einhæfari en hér, til að fijósemi geti minnkað ef ekki er hugað sérstaklega
að því að varðveita þennan eiginleika. Því er eðlilegt að haldið verði áfram að afla
upplýsinga um þvermál pungs hjá íslenskum stóðhestum. Eistnastærðin er eiginleiki
með hátt arfgengi og ekki mælt með að nota stóðhesta sem hafa minni eistu en sem
nemur tveimur staðalfrávikum frá meðaltalinu ef viðhalda á hámarks frjósemi innan
stofnsins <21). Miðað við þessi gögn væm neðri mörkin fyrir þvermál pungsins 8,1 sm.
Þessi athugun sýnir að full ástæða er til sérstakrar heilbrigðisskoðunar á eistum
í tengslum við kynbótasýningar. Meginmarkmið slíkrar skoðunar er að hindra að
hestar með launeistni eða skylda galla séu notaðir til ræktunar. Einnig þarf að hafa
vakandi auga með snúningum og öðmm göllum, s.s. pungsliti, eistnarýmun og
óeðlilegu atferli stóðhesta. Það þarf að fylgjast skipulega með fijósemi hrossastofnsins
og ýmsum þáttum sem geta haft áhrif á hana. Þegar borið er saman fanghlutfall
stóðhesta er afar mikilvægt að ytri aðstæður séu sambærilegar og þá fyrst og fremst
árstími, fjöldi hryssna í hólfi og hversu lengi hryssumar em hjá hestinum. Best væri
að safna gögnum frá hryssum með ómskoðun eftir gangmál af staðlaðri lengd. Þó svo
algengt sé að ómskoðanir séu framkvæmdar hér á landi fara þær fram á mismunandi
tíma og oft er aðeins hluti hryssanna skoðaður þannig að ekki er tryggt að
niðurstöðumar séu sambærilegar. Upplýsingar um fædd folöld samkvæmt
folaldaskýrslum em ekki nógu góður mælikvarði á fijósemina. Þar kemur ekki fram
hversu oft hryssunum var haldið, á hvaða tímabili, eða hversu lengi þær vom hjá
stóðhesti. Þessar upplýsingar em einnig háðar áhuga ræktendanna á að senda þær inn
og þær liggja ekki fyrir fyrr en ári síðar.
Við ræktun flestra hestakynja em gerðar kröfur um ítarlega dýralæknisskoðun á
stóðhestum, meðal annars með tilliti til kynheilbrigðis, þegar þeir em valdir til