Fræðaþing landbúnaðarins - 06.02.2004, Blaðsíða 287
285
Þróun asparryðs á nokkrum asparklónum við mismunandi hitastig
Elín Bergsdóttir
Halldór Sverrisson
Landbúnaðarháskólanum á Hvanneyri
Rannsóknastöð Skógræktar á Mógilsá
Inngangur
Ryðsveppir eru alþekktir sníkjusveppir á plöntum. Ryðsveppurinn Melampsora
larici-populina er sú tegund ryðsvepps sem leggst á ösp hér á landi.
Lífsferill sveppsins er þannig, að yfir sumarið lifir hann á ösp og myndar þar ryðbletti,
en ryðið er í rauninni aragrúi gróa (ryðgró) sem berast með vindi á aðrar aspir og
mynda þar enn meira ryð sem síðan dreifir sjúkdómnum enn frekar. Þegar líður að
hausti myndast í blöðunum dvalargró sem lifa yfír veturinn í föllnum blöðum. Um
vorið spíra dvalagróin og mynda örsmá gró sem einungis geta smitað lerki. Barmálar
lerkisins smitast strax við laufgun á vorin og á þeim myndast stig þar sem byrjun á
kynæxlun á sér stað (tvíkynja stig) og síðan myndast svonefnd skálargró sem berast
yfir á ösp og smita hana. Þræðir sveppsins vaxa síðan í nokkrar vikur inni í blöðum
asparinnar og mynda síðan gróflekki eða ryð sem brýst út í gegnum yfirhúðina á neðra
borði blaðsins. Þar með er hringnum lokað.
Vitað er að ryðsveppurinn smitar allar tegundir asparklóna hér á landi, en þeir eru
misnæmir fyrir smiti. Hafa staðið yfir klónatilraunir sem sýna fram á það. Það sem
hinsvegar ekki er vitað og vantar í þessar upplýsingar, er hver áhrif hitastigs eru á
þróunarhraða ryðsins. Erlendar heimildir miða við hærra hitastig en er hér á landi.
Tilgangur þessarar tilraunar var að skoða áhrif mismunandi hitastigs á þróun
asparryðs.
Framkvæmd
Teknir voru tíu klónar, er voru á svæði sem er ósmitað í Belgsholti Borgarfirði. Vom
það klónamir Haukur, Rein, Jóra, Salka, Iðunn, Keisari, Gmnd, Rein, Sæland og Súla.
Haft var viðmið sem var ósmitað. Tekin vom fjögur sýni af hveijum klón og þau
smituð með asparryðsblöndu. Asparryðsblandan var þannig útbúin, að safnað var ryði
af smituðum laufblöðum, því blandað saman við vatn og blöndunni síðan sprautað á
hvert og eitt laufblað. Vora sýnin látin fljóta í petriskál með loki. Sýnin vom síðan
geymd við þrjú mismunandi hitastig; í kæliklefa við 10 - 13°C, úti við 10 - 19°C og í
gróðurhúsi við 19 - 27°C. Sýnin vom smimð 29. júlí og var síðan fylgst með öllum
sýnunum daglega í tæpan mánuð og allar breytingar skráðar. Hitastigsbreytingar
vom einnig skráðar, þ.e. hæsta og lægsta hitastig sólarhringsins skráð.
Það vakti athygli okkar er við vomm að safna asparryðinu, að á laufblöðunum var
mikið af lirfum og virtust þær nærast á ryðinu.
Niðurstöður
Ryð kom fyrst fram þann 7. ágúst og þá í gróðurhúsinu á klónunum Pinna, Hauk og
Iðunni. Síðan fylgdu Sæland og Súla í kjölfarið þann 9. ágúst.Ryð sást á Gmnd og
Rein 11. ágúst. Jóra, Salka og Keisari vom seinni til, en ryð kom út á þeim 12. ágúst.
Útihitastigið var á bilinu 10 - 19 °C og þar var það á Rein sem ryðið kom fyrst út
þann 12. ágúst og síðan á Jóm, þann 13.ágúst. Önnur sýni voru mun seinni til og
fengu mörg hvíta bletti, en ryð náði aldrei að bijótast út.