Fræðaþing landbúnaðarins - 06.02.2004, Page 291
289
áætluð landgræðslusvæði, til ársins 2005 eru 24 talsins. Beinn kostnaður við
framkvæmd landgræðsluverkefna á landgræðslusvæðum er um 10 milljón kr. á ári.
Landeigendur hafa í mörgum tilfellum frumkvæði að landgræðsluaðgerðum og byggir
landgræðslustarfið á samvinnu Landgræðslunnar og landeigenda. Einnig taka skólar,
félagasamtök o.fl. þátt í framkvæmd verkefnanna. Áframhaldandi uppgræðsla og
stöðvun sandfoks á Mýrdalssandi er unnin í samstarfi við Vegagerðina með það að
meginmarkmiði að koma í veg fyrir sandfok yfir veginn og bæta þar með
umferðaröryggi. Við þær aðstæður sem eru ríkjandi á landgræðslusvæðum í
Skaftárhreppi, þ.e. næringarsnauður sendinn jarðvegur, er brýnt að grípa til aðgerða
sem hraða náttúrulegri gróðurframvindu og stuðla að sjálfbæru gróðursamfélagi á
uppgræðslusvæðunum. Stefnt er að því að auka plöntun á birki í eyjar til að mynda
frægjafa á komandi árum og styrkja víðigróður með lítilli áburðargjöf og örva þar með
fræsetu.
Rannsóknir og þróun
Nauðsynlegt er að afla enn ítarlegri upplýsinga um landgæði og meta árangur
uppgræðslu í Skaftárhreppi. Setja þarf niður og skrá fasta samanburðarreiti við upphaf
aðgerða, þannig að meta megi árangur af landgræðslustarfinu. Jafnframt er brýnt að
auka rannsóknir og fylgjast með að gróðurþróun svæða til þess að geta beitt þeim
aðferðum sem bestan árangur gefa við tilteknar aðstæður.
Framtíðarsýn
Landgræðslan leggur ríka áherslu á að verkefni verði unnin sem mest af
heimamönnum í hveiju héraði. Grunnur hefur verið lagður að slíku starfi með
samstarfsverkefninu „Bændur græða landið”.
Aukin áhersla verður lögð á að skrá og kortleggja landgræðsluaðgerðir en slík vinna
er nauðsynleg til þess að upplýsingamar verði öllum aðgengilegar. Nauðsynlegt er að
halda ítarlegt bókhald um bindingu kolefnis í gróðri og jarðvegi, m.a. vegna
skuldbindinga íslands um að minnka magn koltvísýrings í andrúmsloftinu.
í framtíðinni verður lögð enn meiri áhersla á bætta og skipulagða landnýtingu. Gerð
landnýtingar- og uppgræðsluáætlana fyrir bújarðir og heiðarlönd verða sjálfsagður
þáttur í búrekstrinum en gerð slíkra áætlana er forsenda fyrir hagkvæmari nýtingu
auðlinda. í framtíðinni verða upplýsingar um stærðir og gróðurfar jarða mun
aðgengilegri fyrir ábúendur en hafa verið til þessa. Mikilvægt er að nýta þessar
upplýsingar til að skipuleggja landnýtingu og auka verðmæti jarða.
Heimildir
Alþingi, 2003. Þingsályktun um landgræðsluáætlun 2003-2014, Efling byggða og landgæða. 15 s.
Elín Heiða Valsdóttir, 2001. Landbrot af völdum vatnsfalla í Skaftárhreppi í Vestur-Skaftafellssýslu.
Landgræðsla ríkisins. 13 s.
Elín Heiða Valsdóttir, 2002. Landgræðsluáætlun fyrir Skaftárhrepp 2002-2005. Landgræðsla ríkisins.
18 s.
Fanney Ólöf Lárusdóttir, 1996. Landgræðsluáætlun fyrir Skaftárhrepp 1996-2000. Landgræðsla
ríkisins. 19 s.
Ólafur Amalds, Elín Fjóla Þórarinsdóttir, Sigmar Metúsalemsson, Ásgeir Jónsson, Einar Grétarsson og
Amór Ámason, 1997. Jarðvegsrof á íslandi. Landgræðsla ríkisins og Rannsóknastofnun
landbúnaðarins. 157 s.