Fræðaþing landbúnaðarins - 06.02.2004, Page 295
293
Notagildi Nytjalands í landbúnaði
Fanney Ósk Gísladóttir og Sigmar Metúsalemsson
Rannsóknastofnun landbúnaðarins
Yfirlit
„Nytjaland-Jarðabók íslands ” er gagnagrunnur um bújarðir landsins sem brátt verður
gerður aðgengilegur á netinu. Bændur og aðrir landnotendur geta þar með nálgast
ýmis kortagögn af jörðum sínum og upplýsingar um gróðurfar. Aðgangur að slíkum
gögnum er m.a. mikilvægur til þess að bændur geti mótað landnýtingu. Á síðari árum
hafa komið fram kröfur um að landnotendur sýni fram á að þeir nýti landið á
sjálfbæran hátt, m.a. vegna gæðastýringar í sauðtjárrækt og hrossarækt. Með
gagnagrunni Nytjalands fá bændur tæki til að skipuleggja sína landnotkun og til að
svara kröfum um aukna upplýsingamiðlun.
Inngangur
Undanfarin fjögur ár hefur verið unnið að verkefninu Nytjaland - Jarðabók íslands á
Rannsóknastofnun landbúnaðarins (Rala). Að verkefninu standa, auk Rala,
Landgræðsla ríkisins, Bændasamtök íslands og landbúnaðarráðuneytið. Tilgangur
verkefnisins er margþættur en segja má að heildarmarkmiðið sé að afla gagna og um
landkosti í dreifbýli og miðla þeim upplýsingum til þeirra sem á einn eða annan hátt
móta landnýtingu í dreifbýli.
Til Nytjalands var stofnað árið 1999. Frá upphafi var stefnt að því að ljúka
verkefninu á skömmum tíma, án mikils tilkostnaðar og að notkun gagnanna yrði
öllum heimil. Ákvæði um gæðastýringu, í samningi ríkisins og sauðfjárbænda frá því
í mars 2000, varð til þess að verkinu var flýtt enn frekar og stefnt að fyrstu útgáfu árið
2003. Ekki er þó um að ræða hefðbundna útgáfu, heldur eru gögnin geymd í
gagnagrunni og er þeim aðallega miðlað á stafrænu formi. Það má því segja að útgáfa
hafi hafist um leið og verkefnið fór af stað, því frá upphafi hefur það verið viðamikill
þáttur í vinnunni að afgreiða gögn til ýmissa aðila, jafnhraðan og þau hafa orðið til.
Til dæmis hefur Landgræðsla ríkisins aðgang að öllum gögnum Nytjalands og hefur
stofnunin m.a. nýtt þau við gerð vinnureglna og við vottun lands. Sveitarfélög hafa
fengið upplýsingar, bæði gróðurflokkun og landamerkjagögn, til notkunar við
skipulagsgerð. Óbyggðanefnd hefur nýtt sér landamerkjagögnin við sína vinnu. Og
síðast en ekki síst þá hafa fjölmargir bændur og einstaklingar fengið upplýsingar um
legu landamerkja, stærð jarða og gróðurflokkun á tilteknum landsvæðum.
Nú í byrjun árs 2004 hillir undir það að gögnin verði gerð aðgengileg á netinu og þar
með getur hver sem er sótt upplýsingar og gert fyrirspumir um einstakar bújarðir eða
tiltekin landsvæði.
Vinnsla verkefnisins
Nytjaland er viðamikið verkefni og víða hefur verið leitað fanga eftir upplýsingum og
góð samvinna er með öðmm aðilum sem safna landupplýsingum. Gerðir hafa verið
samstarfssamningar við aðrar stofnanir sem hafa yfir að ráða landupplýsingum. Til
dæmis fær Nytjaland aðgang að öllum helstu staðfræðiupplýsingum hjá Landmælingum
Islands og landnúmerakerfi Fasteignamats ríkisins er notað við skráningu eignarhalds á
landi og til að tengja saman staðfræðiupplýsingar og tölfræðigögn.