Fræðaþing landbúnaðarins - 06.02.2004, Page 296
294
Viðamestu verkefnisþættimir, em flokkun yfirborðsgerðar, uppdráttur landamerkja allra
bújarða og hönnun gagnaveitu.
Yfirborðsgerð lands er flokkuð í 11 flokka og þar af er vatn einn flokkur (Sigmar
Metúsalemsson og Einar Grétarsson, 2003). Hinir flokkamir em: ræktað land,
graslendi, kjarr- og skóglendi, iíkt mólendi, rýrt mólendi, mosi, hálfdeigja, votlendi,
hálfgróið land og lítt gróið land. Lýsingu á einstökum flokkum er að finna í grein
Olafs Amalds o.fl. (2003) og á vefslóðinni www.nytjaland.is.
Landamerkjaskráningin hefur, annars vegar falist í því að safna saman gögnum um
landamerki sem lágu fyrir hjá ýmsum aðilum og koma þeim á hnitsettan gmnn, en hins
vegar hefur verið leitað til ábúenda um aðstoð við að færa inn landamerkin (Fanney
Gísladóttir og Bjöm Traustason, 2003).
Hönnun gagnaveitunnar miðar við að hver sem er geti á einum stað sótt upplýsingar um
landshætti dreifbýlisins, án tilkostnaðar og flókins tölvubúnaðar.
Framsetning Nytjalandsgagnanna
Gögnunum verður miðlað á netinu, eins og fyrr segir. LFnnt verður að gera fyrirspum
um tiltekna jörð eða sveitarfélag og fá upplýsingar um stærð jarðar og flatamál
einstakra yfirborðsflokka. A 1. mynd má sjá dæmi um viðmót gagnagmnnsins og
upplýsingar sem þar verður að finna. A vefnum verður hægt að teikna upp reiti til að fá
flatarmál á þeim og mæla fjarlægðir. Fyrirhugað er að í kortagmnninum verði einnig
ýmis önnur gögn sem hægt er að skoða sérstaklega eða í tengslum við gögn Nytjalands.
Af slíkum stoðgögnum má fyrst nefna hæðarlínur, vegi, vatnafar og ömefni, sem fengin
em hjá Landmælingum íslands. Þá er einnig fyrirhugað að í gagnagmnninum verði
hægt að nálgast upplýsingar um landgræðslusvæði, friðlönd, malamámur og annað það
sem á einn eða annan hátt lýtur að landnýtingu.
1. mynd. Dæmi um framsetningu Nytjalandsgagnanna á netinu.