Fræðaþing landbúnaðarins - 06.02.2004, Síða 297
295
Notagildi
Nytjalandsgögnin eiga án efa efir að koma að notum við rannsóknir, úttektir, og
skipulagsvinnu á fjölþættum sviðum s.s. er varða umhverfismál og búnaðarhætti. Unnt
verður að vinna, hvort heldur, á breiðum grunni t.d. fyrir landið í heild eða við gerð
sértækrar áætlunargerðar á einstökum bújörðum.
Samkvæmt lögum er allt land nú skipulagsskylt og á síðari árum hefur aukist krafa á
upplýsingar um umhverfi og landnotkun. Bændur nytja stærsta hluta landsins og ber
þeim í auknu mæli að gera grein fyrir því hvemig þeir nýta land og fyrirhuguðum
breytingum á landnotkun. Verður hér lögð megin áhersla á að kynna með hvaða hætti
Nytjalandsgögnin geta nýst bændum og komið á móts við kröfuna um aukið
upplýsingaflæði.
Nytjalandsgögnin em nú þegar aðgengileg þeim sem eiga að votta landnýtingu
samkvæmt samningi um gæðastýringu í sauðfjárrækt. Reglugerðin um gæðastýrða
sauðfjárframleiðslu kveður á um að þeir bændur sem óska eftir því að vera aðilar að
gæðastýringunni geri ítarlega grein fyrir sinni landnotkun (Landbúnaðarráðuneytið
2003). Ýmsir sauðfjárbændur þurfa að bæta beitarstýringu á jörðum sínum og/eða
vinna að landbótaáætlun, til að bú þeirra fái gæðavottun og um leið álagsgreiðslur
vegna gæðastýringarinnar. Nytjalandsgögnunum er ætlað að vera gmnnur fyrir þessa
vinnu sem og við aðra áætlanagerð á bújörðum, t.d. varðandi ræktunaráætlun,
áburðargjöf, beitarstýringu, skógræktar- og landgræðsluáætlanir, friðun, vatnsvemd
og annað það sem bændur þurfa að huga að á jörðum sínum.
Nytjalandsgögnin hafa nú þegar talsvert verið notuð í tengslum við jarðaumsýslu.
Bæði seljendur og kaupendur hafa falast eftir upplýsingum um legu landamerkja,
stærð jarða og gróðurfar. Fram til þessa hefur það verið erfitt að verða sér úti um
slíkar gmnnupplýsingar og margur bóndinn eflaust keypt sér jarðnæði án þess að hafa
nokkrar haldbærar upplýsingar um stærð né landkosti.
Ef hugað er að framtíðarmöguleikum landbúnaðarins og umræðu síðustu missera, þá
er það einkum tvennt sem augljósleg sé háð því að upplýsingagmnnur eins og
Nytjaland sé fyrir hendi. Annarsvegar er það binding á kolefni, en sá möguleiki kann
að vera fyrir hendi . íslenskir bændur fái greiðslur fyrir ræktun sem felur í sér
kolefnisbindingu (Andrés Amalds og Úlfur Óskarsson, 2000). Hins vegar hafa
komið fram hugmyndir um að dregið verði úr framleiðslutengdum beingreiðslum til
bænda, en þeim verði þess í stað greitt fyrir það að vera vörslumenn landsins. Hvom
tveggja mun krefjast ítarlegrar skráningar með samræmdum hætti, bæði að hálfu
bóndans og af hálfu þeirra sem framfylgja til þess gerðum samningum.
Auk margþættra notkunarmöguleika þá felur vinna Nytjalands í sér mikilvæga
heimildaröflun. Þar er m.a. átt við, að með þessari vinnu verður til á aðgengilegu formi
upplýsingar um hvemig gróðurfari í landinu er háttað um aldarmótin 2000. Verður
þessi heimild eflaust notuð um ókomin ár, þegar fjallað verður um breytingar á
gróðurfari og umhverfisbreytingar almennt. Landamerkjaskráningin er einnig
mikilsverð heimild, þar sem fólki sem þekkir landamerki og/eða þau kennileiti sem
vísað er til í landamerkjalýsingum fækkar óðum í sveitum landsins.