Fræðaþing landbúnaðarins - 06.02.2004, Page 298
296
Næstu skref
Til að gögn Nytjalands komi sem fyrst að sem mestum notkun, þá verður gagnaveitan
opnuð nú á vordögum þó svo að öllum verkþáttum sé ekki lokið. Unnið verður áfram
að því að ljúka yfirborðsflokkuninni og skráningu landamerkja, auk þróunarvinnu í
tengslum við gagnamiðlunina og tengingu við aðra gagnagrunna.
Mörgum kann að þykja að mælikvarði Nytjalands gagnanna sé of grófur, þ.e að þau sé
ekki nógu nákvæm til að hægt sé að nota þau við greiningu og/eða skipulagningu
einstakra jarða eða jarðarhluta. Það er rétt ef um er að ræða litlar einingar. En það er
von okkar sem að verkefninu höfum unnið að þetta sé aðeins fyrsta útgáfa og að
tækifæri gefist á næstu árum til að bæta nákvæmnina og þar með upplýsingagildi
Nytjalands. Sá möguleiki er nú þegar fyrir hendi, með tilkomu nýrri og nákvæmari
gervitunglamynda.
Jarðamarkauppdrátturinn hefur sem stendur ekki lagalega tilvísun. Ef svo hefði átt að
vera hefði verkefnið verið óvinnandi sökum kröfu um nákvæmni og hugsanlegra
deilna. Hinsvegar er sá möguleiki fyrir hendi að landeigendur og aðrir lögaðilar geti
notað landamerkjauppdrátt Nytjalands og gert hann að lögformlegu skjali.
Við vinnslu Nytjalands hefur verið beitt nútímalegum aðferðum þar sem
gervihnattamyndir og tölvutækni eru notuð til að flokka land og því hefur fylgt
uppbygging á tækjabúnaði fyrir landupplýsingar, fjarkönnun og landgreiningu, auk
faglegrar þekkingar er lýtur að flokkun og mati á landi. Þessi faglegi grunnur felur í
sér tækifæri til margvíslegra rannsókna á sviði náttúrufræði og landbúnaðar. Þó svo
að hér hafi áherslan verið á að kynna nýtingarmöguleika Nytjalandsgagnanna fyrir
bændur þá munu gögnin verða kjörin til kortlagningar og upplýsingaöflunar af öðru
tagi, t.d. við skráningu ömefna, fomleifa, jarðfræðiminja og búnaðarminja.
Heimildir
Andrés Amalds og Úlfur Óskarsson, 2000. Kolefnisbinding með landgræðslu og skógrækt - nýtt
sóknarfæri fyrir íslenskan landbúnað. Ráðunautafundur. Bændasamtök íslands, Landbúnaðarháskólinn
á Hvanneyri og Rannsóknastofnun landbúnaðarins. Reykjavík. Bls. 104-110.
Fanney Gísladóttir og Bjöm Traustason, 2003. Nytjaland - Jarðamörk. Ráðunautafundur.
Bændasamtök Islands, Landbúnaðarháskólinn á Hvanneyri og Rannsóknastofnun landbúnaðarins.
Reykjavík. Bls. 264-266.
Landbúnaðarráðuneytið, 2003. Reglugerð um gæðastýrða sauðfjárframleiðslu. Reglugerð nr. 175/2003
Ólafur Amalds, Jóhann Þórsson, Elín Fjóla Þórarinsdóttir, 2003. Landnýting og vistvæn framleiðsla
sauðfjárafurða. Fjölrit Rala nr. 211. Rannsóknastofnun landbúnaðarins. Reykjavík. 38 bls.
Sigmar Metúsalemsson og Einar Grétarsson 2003. Nytjaland - Gróðurflokkun. Ráðunautajundur.
Bændasamtök Islands, Landbúnaðarháskólinn á Hvanneyri og Rannsóknastofnun landbúnaðarins.
Reykjavík. Bls. 260-263.