Fræðaþing landbúnaðarins - 06.02.2004, Side 308
306
Niturþörf kartaflna
Hólmgeir Bjömsson
Rannsóknastojhun landbúnaðaríns
Útdráttur
Uppskeruauki kartaflna við N-áburði er nokkuð breytilegur milli ára. Hámarki er oftast náð á bilinu
120-180 kg N/ha, en einstaka sinnum við minni eða meiri áburð. í tilraun á Korpu 2003 gaf aukning
áburðar úr 120 í 180 kg N/ha 1,0±0,62 t/ha, sem er með minna móti, öll aukningin var í kartöflum >55
mm. Með auknum N-áburði eykst hráprótein í kartöflum og sterkja minnkar að sama skapi. Þurrefni í
kartöflum minnkaði og uppskera af sterkju í kartöflum jókst ekki með N-áburði. Fylgjast má með
áburðarástandi um sumarið með því að mæla nítrat í blaðvökva. N-skort má einnig finna með því að
meta eða mæla styrk græna litsins á kartöflugrasinu. Til þess að hámarka nýtingu áburðar til uppskeru
en komast samt hjá mengun er rétt að bera að vori á allan P- og K-áburð og nitur til að fullnægja
lágmarksþörfum. Þörfin á að bæta við nitri er metin þegar kemur fram á sumar. Þörf er á rannsóknar-
og þróunarstarfi.
Inngangur
Æskilegt er að borið sé á kartöflur sem næst þörfum. Auk kostnaðar hefur áburður
umfram þarfir neikvæð áhrif á gæði kartaflna, og nítrat, sem verður eftir í jarðvegi að
hausti, getur skilað mengandi efnum bæði í loft og vatn. Að jafnaði er notaður
blandaður áburður í kartöflurækt. Þegar dregið er úr áburði, t.d. vegna þess að
nituráburður hefur verið umfram þarfir, er einnig dregið úr bæði fosfór- og kalíáburði.
Þörfin fyrir P-áburð er hins vegar nokkum veginn óháð þörfinni fyrir N-áburð og lítið
samband er við þörfina fyrir K-áburð. Líkur em á að bæði þessi efni hafi verið notuð
umfram þarfir þegar mest var borið á og því komi ekki að sök þótt sennilega hafí
dregið úr áburðamotkun í seinni tíð. Nauðsynlegt að gefa hlutföllum áburðarefna í
blönduðum áburði gaum og ræktendur geta stundum þurft að bera á eingildar tegundir
til viðbótar blönduðum áburði til þess að bera á í samræmi við þarfír.
Helstu tilraunir með N-áburð á kartöflur voru á tilraunastöðvunum 1953-61, í
Þykkvabæ 1988-90 og í kartöflugörðum bænda, aðallega á Suðurlandi, 1995 (Bjami
Helgason 1979, Friðrik Pálmason 1991, Hólmgeir Bjömsson 1997). Sjaldnast er um
að ræða uppskeruauka fyrir áburð umfram 140-180 kg N/ha, en niðurstöður em þó
töluvert breytilegar milli ára. Uppskemauki umfram 120 kg N/ha (1000 kg/ha af
Græði 1) er oft lítill og dæmi er um að ekki hafi fengist uppskemauki fyrir áburð
umfram 60 kg N/ha. í tilraunum í Þykkvabæ sumarið 2003 fékkst ekki aukin uppskera
af því að bæta 40 kg N/ha við gmnnáburð sem var 130-145 kg N/ha. Mestur
uppskeraauki fyrir háa skammta fékkst í tilraununum 1995, einkum í sandgörðum. I
þeim var tilraunatækni önnur en annars hefur verið notuð. I tilraununum í Þykkvabæ
1988-90 var mælt nítrat í jarðvegi haust og vor. Uppskemauki fékkst ekki fyrir áburð
umfram 140 kg N/ha og mældist mikið magn nítrats, 87-98 kg N/ha, í jarðvegi haustin
1988 og 1989 þar sem borin vom á 210 kg N/ha. Litlu munaði á áburðarskömmtum
frá 0-140 kg N/ha og fengust gildi á bilinu 6-27 kg/ha þessi þijú haust. Umframmagn
af nítrati eftir 210 kg N/ha var horfið vorið eftir, sennilega vegna útskolunar. Magnið
var svipað og eftir minni skammtana, 6-10 kg/ha mældust vorið 1989 og 19-27 kg/ha
vorið 1990 (Friðrik Pálmason 1991).
Til þess að fá bæði mikla og góða uppskem þarf að vera nægilegt nitur í jarðvegi allan
vaxtartímann, en umframmagn seinkar vexti og þroska kartaflnanna og grasvöxtur
heldur lengur áfram en æskilegt er (MacKerron o.fl. 1994). Kartaflan tekur upp nítrat