Fræðaþing landbúnaðarins - 06.02.2004, Síða 309
307
úr jarðvegi og flytur í blöðin þar sem það afoxast áður en það getur gengið sem amín í
lífræn sambönd eins og amínósýrur og önnur nauðsynleg nitursambönd. Nítrat er því í
töluverðu magni í blöðum þegar næringarástand er fullnægjandi. Meðan blaðvöxtur
og tillífun varir er nitur mest bundið í tillífunarvefnum, oft er talað um 70%. Þegar
nitur er gengið til þurrðar í jarðvegi hættir nítrat að finnast í blöðum. Til þess að við-
halda tillífun losar plantan nitur úr gömlum blöðum, sem fölna, og flytur í blöð í vexti.
Að frumkvæði Norsk Hydro og SS, umboðsaðila þess hér á landi, hófust á ný tilraunir
með áburð á kartöflur vorið 2002. Helsta markmið þessara tilrauna var að bera
sérstakan áburð, OPTI START™ (NP 12-23, mónóammóníumfosfat með heppilegri
komastærð), í rásina með kartöflunum, en annar áburður var settur um 10 sm til
hliðar. Þessum áburði, sem hér er nefndur flýtiáburður, er ætlað að gefa kartöflunni
auðleystan fosfór í upphafí sprettu. Þess er væntanlega einkum þörf á vorin meðan
jörð er köld ef jarðvegur er fosfórsnauður eða bindur fosfór fast. Gerðar vom 3
tilraunir í Villingaholtshreppi 2002 og var þeim fylgt eftir með 3 sambærilegum
tilraunum í Þykkvabæ 2003. Á Korpu var gerð umfangsmeiri tilraun sumarið 2003,
sem hér verður sagt frá að hluta, en einnig vom þar tilraunareitir með flýtiáburði o.fl.
Af niðurstöðum tilrauna með flýtiáburð er skemmst frá því að segja að í 2 tilraunum á
móajarðvegi hefur hann aukið uppskem, munurinn er þó ekki marktækur á Korpu
enda endurtekning á þessum þætti lítil. í 5 tilraunum á sandjarðvegi hefur hins vegar
ekki fengist marktækur uppskemauki. Móajarðvegur er þekktur að því að binda fosfór
fast. Á Korpu hefur landið verið stutt í ræktun og því ekki mikill fosfór safnast. Á
kartöflulandið hefur áburður verið ríflegur og auðleystur fosfór safnast. Fosfórgildi
var þó ekki hátt í þeim görðum sem tilraunir vom í. Fremur hlýtt var þessi vor og ekki
var sett niður fyrr en 27. maí 2003. Þessi notkun áburðar getur því ekki talist fullreynd
í sandjarðvegi.
Efniviður og aðferðir
1. tafla. NxPxK-
áburður, kg/ha, í
þáttatilraun
Sumarið 2003 var gerð tilraun á Korpu með áburð á kartöflur.
Uppistaða tilraunarinnar er 3x3x3 þáttatilraun með NPK-
áburð, sjá 1. töflu, aðrir tilraunaliðir em ekki til umfjöllunar
hér. Samreitir vom 2. Áburðartegundir em Kjami, þrífosfat og
brennisteinssúrt kalí. Hlutföll áburðarefna í hverri línu í töfl-
unni era eins og í Græði 1. Tilraunin var gerð á um 15-20 sm
djúpum móajarðvegi á malargmnni sem var plægður niður í
möl 1995. Landið hefur þó sennilega eitthvað verið notað áður.
Frá 1996 hefur það verið notað árlega undir tilraunir með einærar tegundir, oftast
kom, tvisvar einærar belgjurtir, og árið 2002 var þama tilraun með yrki af olíunepju.
P- og K-tala í AL-lausn var 0,65 og 0,71, pH 6,2 og kolefni 3,2%.
N P K
60 32,5 70
120 65 140
180 97,5 210
Gullauga var sett niður í nýunnið land 19. maí. Bil milli raða var um 70 sm og 30 sm
milli kartaflna. Reitir vom 3 m á lengd. Töluvert bar á stöngulsýki og var sneitt hjá
sýktum grösum þegar upp var tekið 10.-11. september. Uppskera var reiknuð eftir
fjölda grasa, sem tekin voru upp, þ.e. reiknað með að upptekin grös hefðu haft sama
vaxtarrými og þau sem skilin vom eftir. Uppskeran var flokkuð í 4 stærðarflokka,
þurrefni mælt í 33-45 mm kartöflum og sterkja með flotvog í 45-55 mm kartöflum.
Sýni vom tekin úr sama stærðarflokki til efnamælinga, þó aðeins úr annarri endur-
tekningunni. Þegar þetta er tekið saman er aðeins mælingum á nitri lokið. Á 9 reitum
var uppskera kartöflugrass mæld og sýni efnagreind.