Fræðaþing landbúnaðarins - 06.02.2004, Page 310
308
Á vaxtartímanum voru gerðar tvenns konar mælingar sem eiga að geta sýnt hvenær
nitur fer að skorta. Annars vegar var tekinn safi úr blaðstilkum til að mæla nítrat og
hins vegar var blaðlitur mældur með sérstöku tæki, Hydro N-tester, sem fengið var að
láni frá Norsk Hydro. Til beggja mælinga er valið endasmáblað á nýjasta útbreidda
blaðinu, oftast 5. blað að ofan á sprota (Haverkort og MacKerron 2000). Til að mæla
nítrat var endasmáblaðið tekið af 8-10 blöðum, blöðkur numdar brott, safinn pressaður
úr og frystur þar til nítrat var mælt. Ef geyma þarf blöðin verður að kæla þau og þeim
skal haldið í skugga. Aðgerðin tók skamman tíma svo að lítið þurfti að kæla. Sýnin
voru tekin upp úr hádegi 30. júní, 5. ágúst og 25. ágúst. Þann 30. júní hafði verið bjart
sólskin í nokkum tíma á undan sýnatöku. Sýni vom tekin úr liðum með vaxandi N og
P og 210K, þ.e. 3x3 NxP. Tekin vom smáblöð úr báðum endurtekningunum og steypt
saman í eitt sýni. Alls var því um 9x3=27 sýni að ræða.
Til mælingar á blaðlit með Hydro N-tester vom smáblöð valin með svipuðum hætti og
mælt nálægt miðju á endaflipanum milli æða. Sneitt er hjá skemmdum í blaði. Teknar
em 30 mælingar áður en mælirinn gefur aflestur. Fyrst hafnar mælirinn einni eða fleiri
mælingum sem víkja mikið frá meðaltali samkvæmt innbyggðu forriti og þarf að
mæla að nýju í þeirra stað. Einstaka sinnum er viðbótarmælingum líka hafnað, en
þegar 30 mælingar hafa verið staðfestar er aflestur skráður. Mælt var 10. júlí, 5. ágúst
og 5. september. Aðaltilgangurinn var að mæla blaðlit við mismunandi N-áburð.
Stefnt var að því að mæla á öllum reitum með 65-97,5 kg P/ha í annarri endurtekn-
ingunni, þ.e. 18 reitum. Það var þó aðeins 5. ágúst sem nákvæmlega þessir reitir voru
valdir. Þann 10. júlí var einnig mælt á nokkrum reitum með 32,5 kg P/ha, mælt á 24
reitum alls, og val reita var einnig að öðm leyti nokkuð óreglulegt þann dag, en 5.
september varð að hætta mælingum vegna rigningar eftir 12 reiti.
Niðurstöður
N-áburður hafði marktæk áhrif á næstum öll atriði sem mæld voru. Helstu meðaltöl
eru í 2. töflu. Mælingar á nítrati í blaðvökva eru sýndar á 1. mynd. P-áburður hafði
einnig marktæk áhrif á marga eiginleika, en þeirra er ekki getið hér nema í samhengi
við N-áhrif. Mismunandi K-áburður hafði ýmist lítil eða engin áhrif í þessari tilraun.
2. tafla. Meðaltöl uppskeru og efnamælinga við mismunandi N-áburð ásamt staðalskekkju
mismunarins. Sterkja og þurrefni í kartöflum > 33 mm er reiknuð í t/ha og N í kartöflum alls og
grösum í kg/ha.
Áb.N Kartöflur t/ha Sterkja Þe. N Blaðgræna
kg/ha alls >55mm % % % 10.7. 5.8. 5.9.
60 17,8 2,7 18,8 24,8 1,14 565 529 387
120 19,8 4,7 17,5 23,6 1,52 597 594 449
180 20,8 5,3 16,4 23,0 1,87 595 612 529
$mm 0,62 0,36 0,23 0,38 0,029 8,8 9,5 17,4
Áb.N Kartöflugrös Efni í kartöflum á ha N í grösum
kg/ha Þe. t/ha N % Sterkja Þe. N kg/ha
60 0,78 1,16 3,35 4,42 55 9,0
120 1,08 1,50 3,48 4,67 77 16,2
180 1,32 1,90 3,43 4,80 98 26,5
$mm 0,07 0,10 0,11 0,17 3,0 2,3
Áhrif N-áburðar á magn uppskeru voru tæplega í meðallagi. Áhrifin koma öll fram í
stærsta flokknum, >55 mm. N-áburður hefur áhrif á þurrefni í kartöflum og
samsetningu þess. Hráprótein fæst með því að margfalda með 6,25. Samfara aukningu
þess með áburði lækkar sterkja sem hlutfall af þurrefni.