Fræðaþing landbúnaðarins - 06.02.2004, Side 311
309
Fyrirvara verður að gera á umreikningi efna í magn á hektara í 2. töflu. T.d. eru mæl-
ingamar aðeins gerðar á einum stærðarflokki og ekki allar á þeim sama. Niðurstöður
frá 1995 benda þó til að oftast muni litlu eftir stærð kartaflna (Hólmgeir Bjömsson
1997). Samkvæmt niðurstöðum þessara útreikninga fæst ekki umtalsverð aukning á
sterkju þótt kartöfluuppskeran aukist með N-áburði. Magn niturs í kartöflum eykst
sem nemur 36% af ábomu nitri, svipað eftir báða skammtana, og framlenging línu í 0
kg N/ha gefur 34 kg N/ha í kartöflum. Er það mat á því magni niturs sem kartöflumar
hafa fengið úr jarðvegi umfram það sem þær fengu úr áburði. í grösum komu auk þess
fram um 15% af áburði. Viss tilhneiging er til lækkunar niturs í kartöflum með
auknum fosfóráburði, 1,55, 1,53 og 1,46% N við 32,5, 65 og 97,5 kg P/ha, staðal-
skekkja mismunarins 0,029 eins og í 2. töflu. Þessi áhrif koma ekki fram við 180 kg
N/ha. E.t.v. má líta á þau sem vísbendingu um að nitur nýtist betur ef fosfór er nægur.
Nítrat-N 30.6. Nítrat-N 5.8. Nítrat-N 25.8.
1. mynd. Nítrat-N í blaðvökva við mismunandi N- og P-áburð (32,5, 65 og 97,5 kg P/ha).
Niðurstöður á 1. mynd sýna að 30. júní, 6 vikum eftir að sett var niður, var nítrat í
blaðvökva enn óháð áburðarmeðferð. Þann 5. ágúst var nítrat orðið mjög lágt við 60
kg N/ha og miðlungi hátt við 120 kg N/ha, nema ef fosfór skorti. Þann 25. ágúst var
nítrat ekki mælanlegt við 60 kg N/ha og nær ekkert við 120 kg N/ha, nema ef fosfór
skorti, og jafnvel við 180 kg N/ha var það farið að lækka. Þessar niðurstöður benda til
að ávinningur geti verið að P-áburði umfram 65 kg P/ha, en aðrar niðurstöður benda
ekki til þess. Fosfóráhrifin má e.t.v. skýra með því að afoxun nítrats gangi hægar fyrir
sig þegar fosfór skortir, en einnig getur verið að kartaflan taki nítratið örar upp og það
gangi fyrr til þurrðar í jarðvegi ef fosfór er nægur. Nítrat hefur ekki verið mælt í
kartöflum, en í ráði er að mæla það í nokkrum sýnum. Nítrat og nítrít var mælt í 18
sýnum frá framleiðendum 1987. Ekkert nítrít mældist, en nítrat var að meðaltali 196
mg/kg. Þurrefni var að meðaltali 20,3% og umreiknað í nítrat-N er meðaltalið 0,02%
af þurrefni (Ólafur Reykdal og Grímur Ólafsson 1988).
Niðurstöður mælinga á nítrati má bera saman við mælingar á grænum lit með Hydro
N-tester í 2. töflu. Þær sýna fölnandi lit við 60 kg N/ha þegar 10. júlí og áhrifin eru
orðin greinileg 5. ágúst. Seinasta mælingin var ekki gerð fyrr en 5. september og er
það helst til seint. Þá var orðinn mælanlegur munur á öllum áburðarskömmtum og
litur líka farinn að fölna við hæsta skammtinn. Þegar mæligildin taka að lækka eykst
auk þess breytileikinn. Ekki er ótvírætt hvort það er vegna víxlverkunar við önnur
næringarefni eða að litarmælingin verði breytileg við sama áburð, en það má telja
líklegra. Að baki meðaltölum í 2. töflu eru 8, 6 og 4 mælingar. Einstök mæling í
kartöflugarði er sennilega óvissari en meðaltölin í 2. töflu og æskilegt er að geta borið
hana saman við blett með ríflegum N-áburði. Eining blaðgrænumælinganna er ekki
gefin. Haverkort og MacKerron (2000) segja að aflestur af kunnasta blaðgrænu-