Fræðaþing landbúnaðarins - 06.02.2004, Page 312
310
mælinum, SPAD frá Minolta, skuli vera stærri en 40-41 7-8 vikum eftir að kartöflur
koma upp. Ef gert er ráð fyrir að aflesturinn af Hydro N-tester sé summa 30 mælinga
er meðaltalið um 20 þegar N skortir ekki (2. tafla). Kvarðinn virðist því annar.
Umræður
Athyglisverðar niðurstöður fengust í þessari tilraun um þróun nítrats í blaðvökva
þegar líður á sumarið þótt æskilegt hefði verið að mæla oftar. Til eru tæki til að mæla
nítrat í blöðunum sjálfum og ber mælingum vel saman við sýni sem eru send í efna-
greiningu (MacKerron o.fl. 1994). Blaðgrænumælingin veldur nokkrum vonbrigðum
og óvíst að hún gefi öruggari niðurstöðu en sjónmat. Þó getur verið að vinnubrögð
megi bæta.
Mælingar á nítrati gefa mun eindregnari vísbendingu um að N sé farið að skorta þegar
kemur fram í ágúst en ráða má af áhrifum áburðar á uppskeru. Því er augljóst að túlka
ber nítratmælinguna með varúð. N-áburður umfram þarfir er óæskilegur, bæði m.t.t.
hagkvæmni, gæða og umhverfis. Til þess að nýta vaxtargetu sumarsins má þó ekki
spara áburð um of, en þörfin er breytileg milli ára. Tvær leiðir koma til greina til að
færa N-áburð nær árlegum þörfum. Önnur byggist á því að meta N-losun úr jarðvegi
og mæla laust nitur að vori (Friðrik Pálmason og Unnsteinn Snorri Snorrason 2001).
Hin felst í því að bera fosfór og kalí á á vorin til að fullnægja þörfinni fyrir þessi efni,
en miða N-áburð við lágmarksþörf og bæta við þegar líður á sumarið ef nitur skortir.
Þetta er hægt að læra af nágrannaþjóðum, en áburðartilraunir til aðlögunar að
íslenskum aðstæðum eru nauðsynlegar. Hér á landi er sumarið stutt og svigrúm til að
leiðrétta áburðargjöf því takmarkað.
Heimildir
Bjami Helgason, 1979. Áburðartilraunir. í: Sigurgeir Ólafsson (ritstjóri). Kartaflan. Tilraunir og
ræktun. Fjölrit Rala nr. 39: 55-62.
Friðrik Pálmason, 1991. Áburðartilraunir á íslandi. Ráðunautafundur 1991: 1-7.
Friðrik Pálmason & Unnsteinn Snorri Snorrason, 2001. Níturlosun í jarðvegi og áburðarleiðbeiningar í
komrækt. Ráðunautafundur 2001, 296-297.
Haverkort, A.J. og D.K.L. MacKerron, 2000. Management of nitrogen and water in potato production
(ritstj.).Wageningen Pers, Wageningen The Netherlands, 353 bls.
Hólmgeir Bjömsson, 1997. Tilraunir með vaxandi áburð á kartöflur 1995. Ráðunautafundur 1997: 165-
176.
MacKerron, D.K.L., M.W. Young og H.V. Davies, 1994. A critical assessment of the value of petiole
sap analysis in optimizing the nitrogen nutrition of the potato crop. Plant and Soil 172: 247-260.
Ólafur Reykdal og Grímur Ólafsson, 1988. Efnainnihald íslenskra garðávaxta. Næringarefni og nítrat.
Fjölrit Rala rtr. 131, 33 bls.
Þakkarorð
Tilraunin á Korpu var gerð með styrk frá Þróunar- og rannsóknasjóði grænmetis og Framleiðnisjóði
landbúnaðarins og með þátttöku starfsmanna á jarðræktarsviði Rala. Efnagreiningar á jarðvegi, aðrar en
mæling á kolefni, vom gerðar á LBH og aðrar efnagreiningar hjá EGK. Kartöfluverkefnið hefur einnig
verið unnið í samvinnu við ráðunauta, Magnús Á. Ágústsson hjá Bændasamtökum fslands og Kristján
B. Jónsson og Jóhannes Símonarson hjá Búnaðarsambandi Suðurlands, og með styrk frá Norsk Hydro
2002. Sérstaklega ber að þakka fyrirgreiðslu þeirra fjögurra bænda sem tilraunir vom gerðar hjá.