Fræðaþing landbúnaðarins - 06.02.2004, Page 313
311
Nýting grænfóðurs á kúabeit
Ingibjörg Bjömsdóttir og Ríkharð Brynjólfsson
Landbúnaðarháskólinn á Hvanneyri
Inngangur
Úrval grænfóðurtegunda er mikið og í raun miklu fjölbreyttara en túngrasa. Margir
bændur sá snemmsprottnum tegundum til að hafa beit um mitt sumar, en þeim
tegundum fylgir sá böggull að þær þroskast hratt og reynsla hefur kennt mönnum að
nýtingin breytist á skommum tíma til hins verra. Engar rannsóknir hafa verið gerðar á
því hvemig þessi ferill er en það er afgerandi fyrir beitarskipulagið.
Markmið þessarar rannsóknar er að leita vitneskju um:
1. Hver er nýting tegundanna, þ.e mismunur uppskem við slátt og uppskeru við
beit.
2. Hverja hinna framboðnu tegunda velja kýmar helst.
3. Breytist þetta val með þroskastigi.
Lýsing athugunar
Athugunin skiptist í tvær beitarlotur. í hinni fyrri höfðu kýmar aðgang að
sumarrýgresi, sumarrepju, sumarhöfrum , byggi og blöndu sumarrepju og -rýgresis. I
seinni beitarlotunni var valið milli vetrarrýgresis, vetrarrepju, vetrarhafra, blöndu
vetrarrýgresis og -repju og vetrarhöfrum og -repju. Hverri tegund/blöndu var sáð í 10
metra breiða spildu.
Sáð var í athugunina samkvæmt áætlun 20. maí. Sáning reyndist nokkuð misjöfn þar
sem op á sáðvélinni skiluðu mismiklu en þó fjarri því svo að spillti athuguninni.
Landið var arfalaust og ekki varð vart við kálmaðk. Eins og annar jarðargróður fór
grænfóðrinu vel fram og upphaf beitartímans, 16. júlí var frekar of seint en snemma.
Sumarrýgresi og bygg var hvorttveggja byrjað að skríða, en fyrstu blóm á sumarrepju
sáust 22. júlí.
í byijun var farið eftir áætlun með uppskemmælingu, þ.e. klippingu meðfram stiku, en
brátt sýndi sig að sú mæling var allt of ónákvæm, sérstaklega í repju þar sem tilviljun
réði miklu um hvort mikið klipptist eða lítið. Frá og með 22. júlí var uppskera mæld
með slætti, þannig að sleginn var kári þvert yfir hveija tegund, annars vegar úr óbitnu
og hinsvegar úr þeirri rönd sem bitin var deginum fyrr. Yfirleitt náðist sú síðamefnda
óbæld og var jafnbreið sláttuvélinni, 1,35 m. Líklega er þó einhver kerfisbundin
skekkja í því að ofmeta magnið eftir beit, en ekki veruleg. Mismunur gefur því góða
mynd af því sem fjarlægt var með beit í fyrstu atrennu en ekki hve mikið var nartað
síðar sem mest var um í rýgresinu. Það var mælt með því að klippa feminga úr
landinu u. þ.b. 3 dögum eftir fyrstu beit.
Dagleg framkvæmd var þannig að eftir morgunmjaltir vom kýmar (um 35 talsins)
reknar að tilraunalandinu og hleypt inn á það þegar allar vom mættar og lokaðar af.
Aður hafði rafstrengurinn verið fluttur um u.þ.b. 2 metra. Fylgst var með ferðum og
hegðun kúnna eftir að þeim var hleypt inn. Á fimm mínútna fresti var skráð hve
margar kýr væra að bíta hverja tegund og hve margar stæðu á hverri. í stómm dráttum
fylgdust kýmar að í fyrstu atrennu en vom mjög mikið á ferðinni þannig að þær átu
hverja tegund mjög stutt. Eftir um hálftíma var ákefðin farin að daprast vemlega og
eftir klukkutíma vom fáar á beit og oft voru nokkrar lagstar. Þegar svo var komið var
þeim hleypt á stykki með vetrarrýgresi sem þær sýndu einbeittan beitarvilja til. Af