Fræðaþing landbúnaðarins - 06.02.2004, Page 314
312
þessu er óhætt að fullyrða að þær hættu ekki beit vegna fylli, eða nýttu grænfóðrið illa
vegna tímaskorts.
Það sem eftir lifði dags höfðu þær aðgang að tilraunalandinu, rýgresisstykkinu,
áborinni há af gömlu túni og óslegnu valllendi auk heyrúllu. Eftir nokkum tíma á
rýgresinu fluttu kýmar sig á hána og úthagann, Seinni hluta dags komu þær aftur í
grænfóðrið og virtust þá ganga svipað að mat sínum og fyrir hádegi. Þó hópurinn
fylgdist mikið að var það ekki algjört og oft mátti sjá fáeinar kýr í grænfóðrinu.
Niðurstöður
Almennt gengu kýmar illa að mat sínum. Af káli vom það nær eingöngu blöðkumar
sem étnar vom og af byggi og höfmm blöðkur og efri hluti stönguls. Káltegundimar,
hafrar og bygg urðu fljótt svo hávaxnar að gróðurinn náði upp að streng og vegna þess
hvemig kýmar bám sig að var nánast ekkert étið undir streng af þessum tegundum.
Rýgresið var lágvaxnara og kýmar gengu mun betur að því og átu undir strengnum.
Fyrri beitarlota stóð til 30 júlí en þá var það sem eftir var af snemmsprottnu
tegundunum girt af en hleypt á hinar síðsprottnu. Vetrarhafrar og vetrarrepja vora þá
ekki farin að blómstra/skríða en þegar á leið fór að bera nokkuð á hvorttveggja.
Vetrarrýgresið var skriðið og komið lengra en æskilegt gæti talist, en það var eitt af
einkennum liðins sumars á Hvanneyri að vetrarrýgresi skreið snemma.
Segja má að hegðunin hafi verið svipuð og fyrri lotu. I byrjun var farið mest á eina
eða tvær tegundir en mikið farið á milli.
Uppskera og nýting hennar
Þar sem uppskemmælingar með klippingu reyndust mjög óreglulegar em þær ekki
birtar hér en nýting í fyrri beitarlotu er sýnd í 1. töflu.
1. tafla. Nýting tegunda/blöndu í fyrri beitarlotu og uppskera, hkg þe/ha við lok
hennar
Tegund 22. júlí 24. júlí 28. júlí Uppskera 28. júlí
Sumarrepja/sumarrýgresi 52 33 39 47,1
Bygg 60 56 58 48,3
Sumarrepja 63 48 45 40,5
Sumarrýgresi 72 72 67 43,8
Sumarhafrar 68 59 57 35,3
í seinni lotu var nýtingin mæld tvisvar, 1. og 8. ágúst. Nýtingin er sýnd í 2. töflu
2. tafla. Nýting tegunda/blöndu í seinni beitarlotu og uppskera hkg þe/ha við lok
hennar
Tegund 1. ágúst 8. ágúst Uppskera 8. ágúst
Vetrarrýgresi 65 69 56,8
Vetrarrepja/vetrarrýgresi 31 26 59,8
Vetrarhafrar 20 41 54,5
V etrarrepja/vetrarhafrar 34 38 61,9
Vetrarrepja 46 36 59,0