Fræðaþing landbúnaðarins - 06.02.2004, Page 316
314
Hvernig þróast gróðurfar í gömlum uppgræðslum ?
Jámgerður Grétarsdóttir *
Landgræðsla ríkisins - * nú Rannsóknastofnun landbúnaðarins
Yfirlit
Langtímaáhrif (20-45 ár) grassáninga og áburðargjafar á þróun gróðurfars voru rannsökuð á tveimur
stöðum á landinu. Uppgræðslan hafði aukið landnám innlends gróðurs í samanburði við
viðmiðunarsvæði. Sáðgrösin höfðu litla þekju (<10%) eða voru horfm. Líklega hafa þau virkað sem
„hjálpartegundir” til að ýta gróðurframvindu yfir landnámsþröskulda á örfoka landi. Rannsóknin sýnir
mikilvægi þess að skoða langtímaáhrif uppgræðsluaðgerða.
Inngangur
Frá upphafi landgræðslu hafa tugþúsundir hektarar verið græddir upp með grasfræi og
áburði eða áburði án fræs. Rannsóknir á gróðurframvindu á þessum svæðum hafa
verið nokkrar en flestar hafa verið gerðar innan fárra ára (<10-15 ára) frá því að
aðgerðum var hætt og meta því skammtímaáhrif uppgræðslunnar á framvindu.
Langtímaáhrif uppgræðsluaðgerða á gróðurframvindu eru minna þekkt. Elstu svæði
sem hafa verið mæld, að því er höfundur best veit, voru 20 og 25 ára (Gunnlaugsdóttir
1982; Greipsson og El-Mayas 1999). Það sama gildir um erlendar rannsóknir á
grassáningum við svipaðar umhverfisaðstæður og er erfitt að finna upplýsingar um
svæði eldri en 25 ára.
Skammtímarannsóknimar lýsa svipuðu ferli; í fyrstu er mikil þekja sáðgrasa og
sinu sem síðan dvínar innan fimm til tíu ára, nema sáningum sé viðhaldið með
áburðargjöf. Sumar þessara rannsókna greina frá auknu landnámi innlends gróðurs í
kjölfar sáninga samanborið við óuppgrædd svæði, en aðrar greina frá mjög
takmörkuðu landnámi (t.d. Gunnlaugsdóttir 1982; Forbes & Jefferies 1999).
Þar sem gróðurfarsaðstæður eru erfiðar, eins og í mörgum tilvikum hér á landi,
eru taldar meiri líkur á jákvæðri víxlverkun milli plöntutegunda (Cargill & Chapin
1987). Tegundir, sem mynda fljótt þekju en eru skammlífar eða gefa eftir í
samkeppni við annan gróður, em notaðar meðvitað í uppgræðslu erlendis með góðum
árangri („nurse” eða „preparatory species”) (Whisenant 1999, Davy 2002).
Tilgangurinn með notkun þeirra er að búa í haginn fyrir þann gróður sem kemur í
kjölfarið. Þessar „hjálpartegundir” hafa margvíslega jákvæða verkun á gróðurlausu
landi; þær auka stöðugleika yfirborðsins vegna aukins gróðurs og sinu, minnka vind-
og vatnsrof, bæta rakaskilyrði, auka framboð á ömggu fræseti og safna í sig fræi (t.d.
Whisenant 1999).
Hér verður gerð grein fyrir rannsókn á langtímaáhrifum grassáninga á framvindu
gróðurs. Hér er einungis sýndur hluti af niðurstöðunum, en grein um þetta efni mun
birtast í tímaritinu „Restoration Ecology” í júní 2004 (Gretarsdottir et al 2004).
Rannsóknin var gerð á 20-45 ára gömlum grassáningum í nágrenni Gunnarsholts á
Rangárvöllum og á Ássandi í Kelduhverfi. Helstu rannsóknarspumingar vom þessar:
Er gróðurþekjan heilleg? Hversu ráðandi er sáðgresið í gróðurfarinu að svo löngum
tíma liðnum? Hvemig er gróðurfarið? Auka eða letja grassáningar landnám
innlendra plantna?
Rannsóknarsvæði
Á Helluvaðssandi við Gunnarsholt vom rannsökuð fimm uppgræðslusvæði auk
viðmiðunarsvæðis, á Ássandi vom rannsökuð 3 svæði með áburðar- og sáningarrákum