Fræðaþing landbúnaðarins - 06.02.2004, Page 317
315
eftir flugvélar, auk viðmiðunarsvæða (l.tafla).
1. tafla. Yfirlit yfir uppgræðsluaðferðir í Gunnarsholti og á Ássandi.
Svæði Merkt Sáðtegund Áburður Artal1
Gunnarsholt
1 A20 Hafrar (Avena sativá) NP + NPK 1977-1979
2 A23 Hafrar (Avena sativa) NP 1976
3 A37 Bygg (Hordeum vulgare) NPK 1961-1962
4 5 P16 Túnvingull (Festuca rubra), vallarfoxgras (Phleum pratense), NP + NPKS og rýgresi (Lolium multiflorum) P44 Túnvingull (Festuca rubra) og vallarfoxgras (Phleum pratense) NP 1978-1983 1954-1955
6 C0 Viðmiðunarreitir
Austurhluti Ássands
7 P24 Túnvingull (Festuca rubra) NP+NPKS 1975/1976
8 P33 Túnvingull (Festuca rubra) NP+NPKS 1960-1972
9 C0-E Viðmiðunarreitir
Vesturhluti Ássands
10 P39 Túnvingull (Festuca rubrd) NP 1960
11 r—m— C0-W Viðmiðunarreitir
^Ta'þessum'árum^vaiir^ppgræðsiati í framkvæmdTþlTsáningTábur^^
Hlutar beggja rannsóknarsvæðanna höfðu ekki verið græddir upp og voru skilin
milli uppgrædds og óuppgrædds svæðis mjög skörp. Hvert uppgræðslusvæði var um
5-20 ha. og eftirtektarvert hversu einsleit þau vom gróðurfarslega. Líklegt er að mjög
svipuð umhverfisskilyrði ríki innan hvors rannsóknarsvæðis fyrir sig þar sem t.d. nær
engar mishæðir em í umhverfinu og viðmiðunarreitir vom lítið breytilegir. í
Gunnarsholti er jarðvegsyfirborðið melur, á austurhluta Ássands er fastur aur en á
vesturhluta Ássands er laus sandur á yfirborðinu. Gróðurfarssaga svæðanna er í stuttu
máli sú að talið er að þau hafi verið vaxin birki- og víðikjarri við landnám en vom
orðin gróðurlaus vegna uppblásturs og flóða (Ássandur) löngu áður en uppgræðslan
hófst (Gunnlaugsdóttir 1982). Nánari upplýsingar um svæðin, magn áburðar, aðgerðir
og fleira má finna í Grétarsdóttir (2002).
Aðferðir
Sumarið 1999 vom fimm 10 x 10 m reitir lagðir út tilviljanakennt í hverri
uppgræðsluaðferð og á viðmiðunarsvæðunum. í hverjum reit vora gróðurgreindir tíu
0,5 x 0,5 m rammar. Metin var þekja einstakra háplöntutegunda, mosa, fléttna, sinu
og lífrænar jarðvegsskánar. Einnig var heildarþekja gróðurs og ógróins yfirborðs
metinn. Þykkt mosa og sinulags var mælt á 25 stöðum í hveijum ramma.
Áhrif uppgræðslunnar miðað við það að græða ekki upp vom prófuð tölfræðilega
með fervikagreiningu með „bootstrap” prófi og pCCA-hnitun (fjölbreytugreining)
með „Monte Carlo permutation” prófi.
Niðurstöður og umræður
í stómm dráttum var lagt mat á gróðurfar svæðanna út frá heildarþekju, fjölda
tegunda, tegundasamsetningu og þekju sáðgrasa. Heildarþekja var í öllum tilvikum
marktækt meiri á uppgræðslusvæðunum samanborið við viðmiðunarsvæðin (2.tafla).
Þetta þýðir að uppgræðslan hefur leitt til myndunar langvarandi gróðurþekju. Hvers
konar þekja vemdar jarðveginn gegn roföflum og er eitt af markmiðum uppgræðslu.
Gróðurþekjan var þó mismikil eftir svæðum, 70-100% í Gunnarsholti, um 30% á
austurhluta Ássands en aðeins um 7% á vesturhluta Ássands. Óuppgræddu svæðin
höfðu hins vegar aðeins um 1-5% þekju og enga skán.