Fræðaþing landbúnaðarins - 06.02.2004, Page 318
316
2 tafla. Samanburður á gróðurfarsþáttum milli uppgræðsluaðferða. Tölumar sýna meðaltöl
uppgræðsluaðferða og er marktækur munur (**:p<0.01) milli uppgræddra og óuppgræddra svæða
sýndur feitletraður.
Gunnarsholt Austurhluti Assands Vesturhluti Ássands
Gróðurfarsþættir uppgrætt (A&P3) óuppgrætt (C3) uppgrætt (P3) óuppgrætt (C3) uppgrætt (P3) óuppgrætt (C3)
Heildarþekja (%)* 71-100** 5 27-33** 4 7** 1
Tegundafjöldi1 (# sp/0.25m2) 5.2-7.9 6.1 6.1-8.0 8.6** 3.9 2.8
Tegundasamsetning2 Marktækt (p < 0.05) frábrugðin Marktækt (p < 0.01) frábrugðin Ekki marktækt frábrugðin
ANOVA með „bootstrap” marktækniprófi (öll gögn notuð, n=300, 150, 100)
2: pCCA-fjölbreytugreining með „Monte Carlo” marktækniprófi (meðaltöl reita notuð, n=30,15, 10).
3: sjá merkingu í 1 .töflu.
Meðalfjöldi háplöntutegunda sýndi ekki svo skýrar línur. Fjöldi tegunda var t.d.
meiri í viðmiðunarreitum á austurhluta Assands heldur en í uppgræðslunni (2.tafla).
Svipað hefur komið fram í öðrum rannsóknum á lítt grónu landi (t.d. Magnusson
1994). Fjöldi tegunda er oft ekki vandamálið á uppblásnum svæðum, heldur smæð
þeirra og áhrifaleysi á umhverfi sitt, t.d. hvað varðar skjól og stöðvun fræja.
Þekja fjölæru sáðgrasanna, túnvinguls og vallarfoxgrass, var minni en 2% í öllum
uppgræðsluaðgerðunum fyrir utan einu (10%), og hafrar og bygg fundust ekki. Þetta
þýðir að gróðurþekjan samanstendur af öðrum tegundum en sáð var fyrir 20-45 árum
og það hefur orðið mikið landnám plantna í uppgræðslunum.
Niðurstöður pCCA-greiningar sýndu að tegundasamsetning í uppgræðslunum í
Gunnarsholti og á austurhluta Ássands var marktækt frábmgðin tegundasamsetningu
óuppgræddu svæðanna (2.tafla). Á óuppgræddu svæðunum vom lágvaxnar jurtir og
grös algengust. í háplöntuflóm uppgræddu svæðanna í Gunnarsholti vom aftur á móti
ríkjandi lyng, víðir, grös, mosi og sina (1. mynd). Á austurhluta Ássands var sömu
sögu að segja og í Gunnarsholti fyrir utan að í stað mikils mosa var þekja lífrænnar
jarðvegskánar mikil (1. mynd). Nýju tegundimar í sáningunum vom m.a. innlendu
víðitegundimar; fjallavíðir, gulvíðir og loðvíðir, einnig lyngtegundir eins og beitilyng
□ lífræn jarðvegsskán
□ fléttur
[Dsina
□ mosar
□jurtir
□ grös, hálfgrös og starir
■ lyng og víðir
l.mynd Þekja helstu plöntuhópa og sinu. Gunnarholt er til vinstri og Ássandur til hægri
(sjá skýringar á uppgræðsluaðferðum í 1. töflu).
og krækilyng. Engin ástæða er til að ætla að þessar tegundir hafi verið til staðar á
svæðinu fyrir aðgerðir þar sem þær finnast ekki í viðmiðunarreitunum. Það er heldur
ekki ástæða til að ætla að frædreifing inn á svæðin sé mismunandi í byrjun framvindu