Fræðaþing landbúnaðarins - 06.02.2004, Qupperneq 319
317
og hefðu því viðmiðunarsvæðin átt að fá sömu frædreifingu og uppgræðslumar. Svo
virðist sem uppgræðslan hafi ýtt gróðurframvindunni yfir landnámsþröskulda sem
fyrir em á örfoka landi. Líklegt má telja að slíkt hafi gerst á sama hátt og gerist þegar
„hjálpartegundir” era notaðar til uppgræðslu, þ.e. að grassáningamar hafi aukið
stöðugleika yfirborðsins, safnað fræjum sem fjúka um og bætt landnámskilyrðin á
ýmsan hátt.
Það sem gerir landnám víðitegundanna sérstaklega spennandi á þessum
svæðum er gróðurfarssagan. Ef svæðin þróast yfir í birki- (Ássandur) og víðikjarr má
e.t.v. flokka þessar uppgræðslur sem dæmi um endurheimt vistkerfa.
Uppgræðsla í Gunnarsholti (P16), sem notuð var lengi sem tún, hafði þó þróast
á annan hátt en þau sem á undan era rædd. Þar var um 8 cm þykkt mosalag sem að
öllum líkindum hefur einnig virkað sem landnámsþröskuldur, þó af allt öðram toga sé,
og hamlað landnámi víði- og lyngtegundanna.
Á vesturhluta Ássands var einnig aðra sögu að segja en þar var háplöntuflóra,
tegundafjöldi og heildarþekja mjög svipuð í uppgræðslurákunum og á óuppgrædda
svæðinu milli þeirra. Svo virðist sem þar hafi uppgræðslan ekki dugað til að yfirvinna
landnámsþröskuldana á erfiðu sandsvæðinu.
Lokaorð
Þessi tilteknu dæmi um langtímaáhrif grassáninga á gróðurframvindu sýna að
uppgræðslan hefur aukið landnám innlendra plantna samanborið við óuppgræddu
svæðin. Skammtímaáhrif uppgræðsluaðgerða geta verið önnur en langtímaáhrif.
Líklegt má t.d. telja að ef þessi svæði hefðu verið rannsökuð nokkram áram eftir að
aðgerðum lauk, hafi gras og sina verið ráðandi og lítið landnám. Á þetta hafa fleiri
bent, t.d. Forbes & Jefferies (1999) sem nefna að það taki e.t.v. um 25 ár til að sjá
fram í tíman hvað þetta varðar.
Þakkir
Asu L. Aradóttur, John Birks og Vigdisi Vandvik þakkað fyrir ómetanlega leiðsögn við Cand. Scient.
ritgerðina sem greinin byggir á. Verkefnið var styrkt af Markáætlun Rannís.
Heimildir
Cargill, S.M. & Chapin III, F.S. (1987) Application of successional theory to tundra restoration: a
review. Arc. Alp. Res. 19, 366-372.
Davy, A. J. 2002. Establishment and manipulation of plant populations and communities in terrestrial
systems. In: Handbook of Ecological Restoration. Volume 1. Principles of Restoration. (eds. M. R.
Perrow and A. J. Davy), pp. 223-241. Cambridge University Press, Cambridge.
Forbes, B.C. & Jefferies, R.L. (1999) Revegetation of disturbed arctic sites: constraints and
applications. Biological conservation, 88. 15-24.
Greipsson S. & El-Mayas, H. (1999) Large-scale reclamation of barren lands in Iceland by aerial
seeding. Land Degradation & Development, 10, 185-193.
Gretarsdottir J. (2002) Long-term effects of reclamation treatments on plant succession at two localities
in Iceland. Cand. Scient. Thesis, University of Bergen, 82 pp.
Gretarsdottir, J., Aradottir, A., Vandvik, V., Heegaard, E., Briks, H.J.B. (2004) Long-term effects of
reclamation treatments on plant succession in Iceland. Restoration Ecology, 12 (í prentun).
Gunnlaugsdottir, E. (1982) Vegetation development during restoration of eroded areas managed by the
Icelandic State Soil Conservation. Studies in permanent plots in and near fenced areas 1974-1980.
Meddn. Váxtbiol. Inst., Uppsala. 4, 115 pp.
Magnusson, S.H. (1994) Plant colonization of eroded areas in Iceland. Dissertation, Lund University,
Lund.
Whisenant, S.G. (1999) Repairing damaged wildlands. A process-orientated, landscape-scale approach.
Cambridge University Press, Cambridge.