Fræðaþing landbúnaðarins - 06.02.2004, Side 325
323
Niðurstöður:
Helstu niðurstöður eru dregnar saman í töflu 1. N jöfnuður búa er fenginn með því að
leggja saman N í áburði, kjamfóðri og það N sem fæst með beit í afrétti og óábomum
heimahögum og draga síðan frá N, sem fer út af búinu í formi afurða. Bú í þessu
tilfelli er skilgreint sem hús og áborið land.
Aðeins hluti þess N sem kemur inn á búin skilar sér í afurðum. Hvað verður
nákvæmlega um mismuninn liggur ekki fyrir og er eflaust einnig breytilegt frá einu
búi til annars og eins frá ári til árs.
N jöfnuður sauðfjárbúskapar
Beit á afrétti og
Kg_N/vetrarfóðraða kind Afurðir Áburður Kjarnfóður heimaiöndum N-Jöfnuður
Valin hrein sauðfjárbú 1,4 6,0 0,2 0,9 5,7
Meðal sauðfjárbú búreikninga___________1_J________6J)_______ 0,2_____________0^9________6JJ
tonn_N
Vatnasvið Miðfjarðarár 7,5 49,4 0,7 6,2 48,8
Allt landið__________________________568,0 2.841,0_______95f)___________358,0 2.726,0
Tafla 1: N jöfnuður sauðfjárbúskapar. Tölur fyrir meðalsauðfjárbú og allt landið em
byggðar á upplýsingum frá Hagþjónustu landbúnaðarins. Tölur fyrir vatnasvið
Miðfjarðarár em byggðar á upplýsingum frá Landgræðslu ríkisins.
í grófum dráttum má skipta ferli N á búinu upp í tvo hluta þ.e. ræktun og búfjárhald.
Á mynd 1 er flæði til og frá þessum einingum sýnt. Gert er ráð fyrir að nýting gróðurs
á N í tilbúnum áburði sé 60% (Hólmgeir Bjömsson o.fl. 1975). Reiknað er með að
allur búfjáráburður sé borinn á og að nýting N sé 50% miðað við tilbúinn áburð
(Sigfús Ólafsson 1978a). Af þessum 50% er gert ráð fyrir að nýtingin sé eins og úr
tilbúnum áburði. Einnig er gert ráð fyrir að N í uppskeru sé jafnt og áborinn tilbúinn
áburður. Sá hluti N í uppskemnni, sem ekki kemur beint úr áburði kemur því úr forða
jarðvegsins. Að sama skapi fer sá hluti áburðar sem ekki nýtist í þess árs uppskeru í
forða jarðvegsins eða tapast út.
Á mynd 1. er einungis sýnt nettó flæði. Reiknað er með að 1 kg N sé tekið með vor og
haustbeit á ræktuðu landi og leggst það við það, sem tekið er á formi heyfengs. Magn
og N innihald búfjáráburðar er fundið samkvæmt innistöðutíma og þurrefnisinnihaldi
fóðurs (Sigfús Ólafsson 1978b). Gengið er út frá 210 dögum og 90% þurrefni og 1%
N innihaldi (Sigfús Ólafsson 1978b).
Miðað við þessar forsendur em 15% af tapinu í ræktuninni og 85% í búfjárhaldinu.
Tap í ræktuninni getur verið sem útskolun (NO3", NH4+ eða sem lífrænt bundið N) eða
sem tap í andrúmsloftið (NH3, N20, N2) í þriðja lagi getur það safnast fyrir í jarðvegi.
Tap í búfjárhaldinu verður væntanlega að stærstum hluta úr skítnum bæði með
útskolun og sem tap í andrúmsloftið. Nauðsynlegt er að rannsaka betur hvemig N-
tapið deilist niður á einstaka þætti búrekstrarins, s.s. geymslu á búfjáráburði og heyi,
dreifingu, ræktun og vinnslu.