Fræðaþing landbúnaðarins - 06.02.2004, Page 327
325
vatnasviðsins sem nýta eyðijarðir og afrétt til beitar yfir sumarið. Hluti köfnunarefnis
(2.150 kg N) flyst þar með út af vatnasviðinu.
Heildartap og/eða uppsöfnun N, þ.e.a.s. N jöfnuðurinn, er álíka magn og sá tilbúni
áburður, sem notaður er á vatnasviðinu í tengslum við sauðfjárbúskap. Ef aðeins er
litið til nettóflæðis þá koma um 3% af tilbúnum áburði fram í afurðum. Afgangurinn
eða 97% fara því í að viðhalda bústofninum og streymir í gegnum kerfið án þess að
nýtast í afurðir. Það er því brýnt verkefni að reyna að halda sem mestu af köfnunarefni
inni í hringrás búsins þannig að sem minnstu þurfi að bæta við. Bætt áburðamýting og
leiðir til að draga úr virkni þeirra ferla, sem N tap verður um, eru leiðir sem koma þar
sterklega til álita. Nýting búfjáráburðar í úthaga kann einnig að vera vænlegur kostur.
Það köfnunarefni sem fjarlægt er með beit á óábomu landi virðist ekki bætt með
búrekstri og byggist því annars vegar á þeim forða sem fyrir er í jarðvegi og hins
vegar á N-ákomu og N-bindingu. Mikilvægt er að kanna hvað verður um það N sem
hverfur út úr kerfinu, hvort eitthvað af því N tapi, sem virðist vera, nýtist á
beitarlöndum eða sé hægt að nýta. Einnig er mikilvægt að kanna umhverfisáhrif þessa
köfnunarefnistaps og hvort og hvemig hægt væri að draga úr neikvæðum áhrifum.
Þakkir:
Sérstakar þakkir fá Emma Eyþórsdóttir, Hólmgeir Bjömsson, Friðrik Pálmason og
Hlynur Óskarsson Rannsóknastofnun landbúnaðarins fyrir margvíslegar gagnlegar
upplýsingar og ábendingar.
Heimildir:
Hólmgeir Bjömsson, Friðrik Pálmason og Jóhannes Sigvaldason (1975). Jord, gödsling og
grasproduction. Nordisk Jordbruksforskning 57:(169-174).
Sibbensen 1990: Kvælstof, fosfor og kalium í foder, animalsk produktion og husdyrgpdning í dansk
landbmg í 1980 - eme. Statens Planteavlsforpg, Tidsskrift for Planteavls Specialserie,
beretning nr. S 2054, 21 p.
Sigfús Ólafsson 1978a. Búfjáráburður. Freyr 74, 162-169.
Sigfús Ólafsson 1978b. Mikilvægi búfjáráburðar í jarðrækt. Freyr 74, 702-703.