Fræðaþing landbúnaðarins - 06.02.2004, Síða 336
334
Illgresi og bygg
Margrét Guðrún Ásbjamardóttir1) og Jónatan Hermannsson2)
1 'Landbúnaðarháskólanum á Hvanneyri og
2}Rannsóknastofnun landbúnaðarins
Inngangur
Tilgangur verkefnisins var að kanna hver áhrif illgresis eru á þroska og uppskeru
byggs og hvort notkun á illgresiseyðum bætir stöðu byggsins gagnvart illgresinu.
Áhrif mismunandi illgresiseyða á einstakar tegundir illgresis voru metin og þættir á
borð við úðunartíma og endurtekna úðun teknir til athugunar.
Fylgst var með vexti illgresis og framgangi helstu tegunda þess í öllum reitum.
Notast var við talningu, greiningu og þekjumat. Uppskera og vigtun á illgresinu í
lokin sýndi að miklu skipti fyrir illgresið hvort það óx eitt eða í samkeppni við bygg
um nauðsynlega næringarþætti.
Til frekari athugunar var notað ljósmælitæki, LAI - 2000 Plant Canopy
Analyzer, til að meta þéttleika og blaðþekju byggsins en báðir þeir þættir eru taldir
hafa áhrif á vaxtarmöguleika illgresis í sverðinum.
Lokaniðurstaða um áhrif illgresiseyða á vaxtarmöguleika byggs fékkst þegar
komið var skorið og uppskeran mæld.
Efniviður og aðferðir
Tilraun var gerð á Tilraunastöðinni á Korpu sumarið 2003. Byggyrkinu Skeglu var
sáð í 40 reiti og var hver þeirra 10 m2 að stærð. Ósánir reitir en ábomir vom
jafnmargir og reitir því 80 í allt. Þeir skiptust í 4 samreiti. Sáð var þann 28. apríl.
Allir reitir, sánir og ósánir, fengu jafnan áburðarskammt í upphafi eða 60 kg N/ha af
Græði 5. Bygg var nú ræktað í spildunni áttunda árið í röð og fræforði illgresis í
jarðvegi var gríðarmikill.
Úðunardagar vom þrír, 4., 17. og 28. júní auk þess sem einn liðurinn var
úðaður bæði 4. og 28. júní. Hlgresiseyðar vom tvenns konar, annars vegar Herbaprop
og hins vegar Herbamix. Herbaprop er mechlorprop í styrknum 500 g/1, en Herbamix
saman-stendur af mechlorprop, 300 g/1, og 2,4-dichlorophenoxy acetic acid betur
þekktri sem 2,4-D, 100 g/i. Virku efnin í eyðunum em gerviplöntuhormón sem tmfla
bæði vöxt og orkunýtingu plantna. Plöntur taka þessi efni fyrst og fremst upp gegnum
vaxtarbroddinn. Vaxtarbroddur einkímblaða plantna, eins og byggs, er vel falinn og
þessi efni valda þeim því ekki skaða. Vaxtarbroddur tvíkímblaða plantna er hins
vegar berskjaldaður og þær taka þessi efni upp hindmnarlaust og verður það þeim að
fjörtjóni. Efnin em því sérvirk.
Þroskastig gróðurs, bæði byggs og illgresis, var metið áður en úðað var í öll
skiptin. Auk þess var veður skráð, til að meta hvort áhrif þess á virkni eitursins væm
einhver.
Illgresi í sánum og ósánum reitum var bæði talið og greint. Talningin gaf
upplýsingar um heildarfjölda illgresisplantna sem spímðu í hveijum reit og hvaða
tegundir spmttu helst. Þekja einstakra tegunda var metin þegar leið á vaxtartímann.
Athugun á illgresi lauk þann 29. júlí en þá var uppskera þess mæld með því að klipptir
vom smáreitir úr hverjum reit.
í illgresistilrauninni var eingöngu byggyrkið Skegla, þannig að ljósmælingar
vom gerðar í samliggjandi tilraun. Þar vom fleiri yrki, bæði tvíraða og sexraða, og