Fræðaþing landbúnaðarins - 06.02.2004, Side 337
335
fékkst þá samanburður á því hversu vel mismunandi yrki hylja svörðinn og verjast
illgresi.
Niðurstöður og umræður
Illgresi
Illgresi var talið og greint í öllum reitum sem ekki voru úðaðir. Talningin leiddi í ljós
að sömu aðaltegundimar voru nokkuð jafnt í öllum reitunum. Innbyrðis hlutföll
tegunda vom þó breytileg milli reita auk þess sem munur var á milli tilraunablokka.
Hvort tveggja er talið hafa stafað af breytileika í jarðvegsgerð.
Helstu illgresistegundimar sem uxu í tilraunareitunum vom fimm; haugarfi,
skurfa, hjartarfi, blóðarfí og hlaðkolla. Tegundir vom þó mun fleiri og við þekjumatið
vom skráðar alls 25 tegundir. Þekja flestra þeirra var mjög lítil og í mörgum tilvikum
aðeins um að ræða einstakar plöntur.
Þegar áhrif úðunar vom könnuð kom í ljós samspil eyða og illgresistegunda.
Þær plöntur sem lifðu af úðun náðu auknum vexti þegar vaxtarrými þeirra jókst. Svo
virðist sem úðun með Herbaprop hafi náð að eyða haugarfa, hjartarfa og skurfu að
mestu. Herbamix hafði svipuð áhrif en náði ennfremur að vinna talsvert á hlaðkollu.
Þar sem hlaðkollan hvarf varð þekja annarra illgresistegunda meiri og má skýra það
svo að hún hafi haldið tegundum niðri þar sem hún var óskert en þær hafi náð sér á
strik þar sem hennar gætti minna. Það fór þó eftir blokkum hvort haugarfi eða
blóðarfi náði yfirhöndinni. Hvomgt eyðingarefnið virtist ná að vinna á blóðarfa.
Telja verður þó að illgresiseyðingin hafi tekist vel og illgresið hvarf að mestu í
bili. En í bygglausu reitunum, þar sem illgresið hafði enga samkeppni, náði það sér
nokkuð á strik aftur. Þegar illgresið var klippt 29. júlí, mánuði eftir síðustu úðun,
mældist uppskera illgresis í bygglausum reitum, sem ekki vom úðaðir, 50 hkg þe./ha.
Uppskera illgresis í reitum, sem úðaðir vom með Herbaprop, mældist 42% af því og
49% í reitum, sem úðaðir vom með Herbamix. Minnst var illgresið þar sem úðað var
tvisvar, 30% af ekki úðuðu, en mest 58% eftir fyrstu úðun með Herbamix.
í komreitunum var illgresi aftur á móti hverfandi. Við klippingu mældist það í
reitum, sem ekki vom úðaðir, aðeins 6% af því sem það var í óúðum, komlausum
reitum. í úðum komreitum fannst nánast ekkert illgresi. Þar hefur úðunin náð
tilgangi sínum og komið komið í veg fyrir endurvöxt illgresis. Niðurstaða
tilraunarinnar er þá sú að byggið er afar sterkt í samkeppni við illgresi og gefur því
lítil færi á að vaxa. Með hjálp illgresiseyða virðist mega útiloka illgresi í byggökmm,
þótt gnótt sé af illgresisfræi í jarðvegi.
Ljósmœlingar
Mælingar á ljósi við jörð undir bygginu er mælikvarði á þekju blaða. Þannig er hægt
að fá hugmynd um hversu hæf einstök byggyrki em til að verjast illgresi. Eins getur
þéttleiki byggblaða sagt fyrir um mögulega uppskem ef yrki með svipað vaxtarlag em
borin saman.
Ljósmælingar undir bygginu í illgresiseyðingartilrauninni sýndu engan mun
milli reita enda Skegla í öllum reitum. Ljósmælingar vom gerðar á 10 yrkjum í
tilraun með samanburð yrkja. Sexraða yrkin vom Arve, Olsok, Rolfi, Skúmur og
Hrútur og tvíraða yrkin vom Skegla, Kría, Filippa, Lóa og Gunilla. Skegla reyndist
hleypa næst mesta ljósi í gegn. Því má draga þá ályktun að hin yrkin hefðu verið
ennþá duglegri en Skegla í samkeppninni við illgresið.