Fræðaþing landbúnaðarins - 06.02.2004, Síða 338
336
Uppskera koms
Uppskerumunur milli liða reyndist ekki marktækur, hvorki hvað úðunartíma né
illgresis-eyða snerti. En þegar reitimir 8, sem ekki vom úðaðir, vom bomir saman við
úðuðu reitina, 32 talsins, þá reyndist uppskera af úðuðu reitunum marktækt hærri en
hinna. í 1. töflu er sýnd meðaluppskera koms eftir einstökum meðferðarliðum.
1. tafla Uppskera koms, hkg þe./ha, eftir hvem meðferðarlið. Einnig er sýnd uppskera reita
sem ekki vom úðaðir og uppskeruauki við úðun.
Úðunartími Uppskera hkg/ha Úðað með Úðað með Herbaprop Herbamix Meðaltal
4. júní 39,9 39,3 39,6
17. júní 40,5 40,5 40,5
28. júní 38,5 40,2 39,4
4. og 28. júní 40,9 42,5 41,7
Meðaltal 39,9 40,6 40,3
Óúðað 37,6
Uppskeruauki f. úðun 2,7+1,15
Úðun hafði engin áhrif á atriði eins og þurrefni koms við skurð, komþunga og
rúmþyngd, sem allt er notað sem mælikvarði á þroska komsins. Þar sem
þúsundkomaþunginn var óbreyttur eftir úðun hlýtur uppskemaukinn að koma fram
vegna þess að fleiri kom hafi fengist af úðuðum reitum en öðmm. Illgresið hefur því
að einhverju marki dregið úr myndun hliðarsprota byggsins eða komið í veg fyrir
þroska þeirra.
Að öllu þessu samanlögðu má fullyrða að geta byggs í samkeppni við illgresi
er mjög mikil. Til að hámarka samkeppnisgetu byggsins er þó nauðsynlegt að þættir
eins og framræsla, jarðvinnsla og sýmstig jarðvegs séu í lagi.
Þar sem uppskemaukning byggs eftir úðun var mjög lítil eða aðeins um 5%,
em litlar líkur á að illgresiseyðing í komrækt svari kostnaði, a.m.k. ekki þar sem
fyrmefndir ræktunarþættir em vel viðunandi. Rétt er að benda á að í tilraunalandinu
lá fyrir ofgnótt af illgresisfræi.
Þakkarorð
Verkefnið var unnið með styrk frá Nýsköpunarsjóði námsmanna og með aðstoð og
leiðbeiningum frá sérfræðingum á jarðræktarsviði Rannsóknarstofnunar
landbúnaðarins. Helst ber að þakka Hólmgeiri Bjömssyni og Guðna Þorvaldssyni.
Heimildir
Jón Guðmundsson. 2003. Illgresiseyðar og notkun þeirra. Eiturefnanámskeið 2003.
Rannsóknarstofnun Landbúnaðarins, Reykjavík.