Fræðaþing landbúnaðarins - 06.02.2004, Síða 342
340
skekkjan í raunaldri lurkanna verði ekki meiri en +/- 30 ár. Þannig fæst árið (með
vissri skekkju) sem trén drápust í hamfarahlaupinu og þar með aldur hlaupsins og
þeirra umbrota sem komu hlaupinu af stað.
Hreinn Haraldsson (1981) framkvæmdi umfangsmikla setfræðilega rannsókn á
Markarfljótsaurum á árunum 1975-1980. Hreinn rannsakaði jarðvegssnið á
Teigsaurum, u.þ.b. 3 km vestan Drumbabótar, og fann þar 40 cm sendin móajarðveg
með birkileifum undir 3,2 m þykku sandlagi. Sverustu birkilurkamir sem hann fann
eru um 15 cm í þvermál. Aldursgreining (geislakolsgreining) á þessum jarðvegi gaf
1485 +/- 65 BP (U-2807) og var sýnið tekið úr miðju laginu. Sunnar á
Markarfljótsaurum, við Lágafell I, aldursgreindi Hreinn neðsta hlutann í svipuðu lagi
sem einnig inniheldur birkileifar og gaf sú aldursgreining 1810 +/- 220 BP (U-2808)
(Hreinn Haraldsson 1981). Ef tijáleifamar í Dmmbabót em í sama móalagi og Hreinn
greinir frá og geislakolsaldurinn leiðréttur m.t.t. breytinga á magni CO2 í
andrúmslofti, má leiða líkum að því að lurkamir í Drumbabót hafi fallið í jökulhlaupi
sem átti sér stað fyrir 1345 - 2110 ámm eða á tímabilinu 605 f.kr til 160 e.kr.
Þekkt em sex jökulhlaup sem komið hafa vestur úr Mýrdalsjökli og era fjögur þeirra á
tímabilinu frá því fyrir 6200 til 1400 ámm (óleiðréttur geislakolsaldur, BP), hin tvö
em talin eldri (Smith o.fl. 2002). Yngsta hlaupið samkvæmt Smith o.fl. (2002) varð
því fyrir um 1400 ámm og er mögulegt að það hafi valdið eyðingu hina fomu skóga í
Drumbabót. Einnig greinir Guðrún Larsen o.fl. (2001) frá súm öskulagi sem talið er
eiga uppmna í gosi sem varð vestanlega í Mýrdalsjökli og olli hlaupi til vesturs niður
á Markarfljótsaura.. Guðrún Larsen o.fl. telur það vera yngsta þekkta sprengigosið
sem orðið hefur í Kötlu. Aldursgreiningar á jurtaleifum sem lágu ofan á þessu
öskulagi gáfu aldurinn 387-412 e.kr (1675 +/- 12 BP), (Guðrún Larsen o.fl. 2001).
Hugsanlega hafa þessi eldsumbrot valdið hlaupi niður Markarfljótsaura og þannig
eyðingu skógarins við Dmmbabót.
Sem framhald rannsókna á Drumbabót væri æskilegt að aldursgreina móajarðveginn
sem rætur trjánna sitja í (aldursgreina neðsta og efsta lag mósins) og fá þannig fram
aldur og myndunarsögu mósins. Þannig fæst lágmarksaldur síðasta hamfarahlaups
sem fór yfir svæðið, þ.e lágmarksaldur hlaupasetsins sem er undir móajarðveginum.
Með rannsóknum á skógarleifunum í Dmmbabót gefst tækifæri til að aldursgreina á
mjög nákvæman hátt hamfarahlaup sem fór yfir Markarfljótsaura og líklega allar
Landeyjar líklegast vegna umbrota í Kötlu. Niðurstöður beinna aldursgreininga á
skógarleifunum lágu ekki fyrir við ritun þessarar greinar.
Heimildir:
Hallsdóttir, M., 1995: On the pre-settlement history of Icelandic vegetation. Búvísindi 9. 17-29.
Haraldsson, H., 1981. The Markarfljót sandur area, Southem Iceland; Sedimentological,
Petrographical and Stratigraphical Studies. Striae 15, 65 s.
Larsen, G., Newton, A.J., Dugmore, A.J., and Vilmundardóttir, E.G., 2001. Geochemistry, dispersal,
volumes and chronology of Holocene silicic tephra layers ífom the Katla volcanic system, Iceland.
Joumal of Quatemary Science 16 (2) 119-132.
Ólafur Eggertsson og Hjalti J. Guðmundsson 2002. Aldur birkis (Betula pubescens Ehrh.) í
Bæjarstaðarskógi og áhrif veðurfars á vöxt þess og þroska. Skógrœktarritið 2002 (2) 85-89
Smith, K.T., Dugmore, A.J., Larsen, G., Vilmundardóttir, E.G., Haraldsson, H. 2002. New evidence
for Holocene Jökulhlaup routes west of Mýrdalsjökull. The 25th Nordic Geological Winter Meeting
January 6th-9th, 2002, Reykjavík, 196.