Fræðaþing landbúnaðarins - 06.02.2004, Síða 348
346
lífrænum efnum jarðvegsins. Nitur hefur einnig hvað mest áhrif á uppskerumagn. Við
romun losnar nitur sem ammóníumjón sem síðan breytist í nítrat fyrir tilstillan
niturgerla. Nítrat er vatnsleysanleg og mínushlaðin jón (NO3') og binst því ekki
neikvætt hlöðnu lífrænu efni. Nítrat skolast því auðveldlega út í grunnvatn. Ræktun
hefur löngum verið talin auka umsetningu niturs í jarðvegi en og á útskolun nítrats.
Efni og aðferðir
Sýnatökustaðir
Til þess að fá yfirlit yfir eðliseiginleika jarðvegs með einkenni móajarðvegs voru
valdir þrír staðir þar sem hægt er að finna á skömmu bili land með mismunandi
ræktunarsögu, þ.e. tún, akurland sem hafði verið plægt í skamma hríð og akurland
sem hafði verið plægt samfellt í mörg ár. Staðimir em tilraunastöð RALA á Korpu,
komræktarlandið norðan Vindheima í Skagafirði og komræktarlandið í Miðgerði í
Eyjafirði. Tún til samanburðar við komræktarlandið í Miðgerði er í landi Ysta-Gerðis
og liggur að 6 ára akri sem sýni var tekið úr. í Skagafirði er tún og 2 ára akur úr landi
Vindheima en 6 ára akur handan merkjagirðingar í landi Vallholts.
Sýnataka
Á hverri þeirra spildna, sem valdar vom, vom tekin 3 sýni af smáblettum sem vora
um 10 x 10 m. Sýni til mælinga á umsetningu lífræns efnis vora tekin með bor í 0-20
sm dýpt, 6-10 borkjamar í hverju sýni. Einnig var umsetningin mæld í sýnum úr
reitum sem ekki vora plægðir, samanburðarreitum, í jarðvinnslutilrauninni á Korpu.
Þar hafði verið gras frá 1994, en ekki var borið á síðustu 5 árin. Reitimir era fjórir og
tekið var úr þremur dýptarlögum, 0-5, 5-10 og 10-20 sm, alls 12 sýni.
Eiginleikar jarðvegs
í upphafi rannsóknarinnar vora einnig mældir valdir eiginleikar jarðvegsins á
sýnatökusvæðunum þremur. Mælt var kolefni alls í kolefnisgreiningartæki (Leco
CR-12) á RALA og nitur alls með Kjeldahl-aðferð (Bremner og Mulvaney, 1982).
Einnig var fosfór, kalsíum, magnesíum, natríum, kalíum mælt í ICP-greiningu á
Efnagreiningum Keldnaholti. Sýrastig var mælt samkvæmt aðferðum Blakemore o.fl.
(1987) á RALA.
Mælingar á umsetningu
Sýni til mælinga á losun úr jarðvegi vora geymd í kæli. Möl var sigtuð frá
jarðveginum og vatnsheldni hans mæld með því að hræra vatni saman við og láta
renna af í 2 klst. Vatni var síðan bætt í jarðveginn svo að það yrði um 60 % af
vatnsheldni eins og hún mældist með þessum hætti. Þegar vatnsinnihald hafði verið
ákvarðað vora sýni mæld með 0,01 g nákvæmni inn í lokaðan bauk.
Sýni til mælinga á losun CO2 vora um 50 g. Þau vora sett ásamt glasi með lút, 5
ml 3 M NaOH inn í lokaðan. Baukamir vora settir í hitaskáp sem var stilltur á 15°C.
Koldíoxíð sem losnaði úr jarðveginum við rotnun hvarfaðist við lútinn sem var
títraður til að mæla hve mikið CO2 hafði bundist og nýr lútur settur í baukinn að því
loknu, fyrst eftir 4-5 daga og svo eftir 1, 2, 4, 6, 9, 12 og 21 viku. Seinasta mælingin
var umfram upphaflega áætlun. I upphafi og þegar baukurinn er opnaður til að vökva
fyllist hann af lofti með CO2 sem einnig safnast í lútinn. Magn þess CO2 sem þannig
berst úr lofti umfram losun úr jarðvegi var mælt í s.k. blindsýnum. Þá var settur lútur í
bauk án jarðvegs.
Mæling á niturlosun hófst samtímis mælingum á losun C02. Vigtuð vora 8 sýni
um 5 g að þyngd úr hverju jarðvegssýni og sett í hitaskápinn. Eitt smásýni af hveiju