Fræðaþing landbúnaðarins - 06.02.2004, Qupperneq 349
347
jarðvegssýni var skolað með 25 ml af 1 M KCl lausn eftir að það hafði verið vökvað
nákvæmlega að upphaflegri þyngd og skolsýnið geymt í frysti. Þetta var endurtekið
eftir 1, 2, 4, 6, 9 og 12 vikur. í hvert sinn voru mæld 6 blindsýni. Þegar mælingum á
losun C02 lauk var sýnið vökvað að upphaflegri þyngd, um 10 g vigtuð og skoluð til
að mæla niturlosun og þurrefni mælt í afganginum af sýninu. Með því móti fékkst
endurtekin mæling á þurrefni í losunartilrauninni.
Skolsýnin voru tekin til mælingar á nítrati og ammóníum árið 2003. Um
fjórðungur þeirra var mældur með Kjeldahl-aðferð (Bremner og Mulvaney, 1982) á
rannsóknastofu RALA, en önnur sýni voru send á Efnagreiningum Keldnaholti þar
sem ammóníum og nítrat var mælt með flæðisinnspýtingu (Flow-Injection Analysis,
FIA, sjá Ruzicka og Hansen, 1978). I ljós kom í fyrstu mælingum að ammóníum var
svo lítið frá og með 1. viku borið saman við blindsýnin að það telst ekki mælanlegt.
Því var ammóníum ekki mælt í rúmlega þriðjungi sýnanna.
Niðurstöður
Meðaltöl helstu eiginleika jarðvegsins frá öllum sýnatökustöðum er að finna í 1. töflu.
1. tafla. Meðaltöl valdra eiginleika jarðvegs úr Eyjafirði, Skagafirði og Korpu. C og N er % af þurrum
jarðvegi, P mg á 100 g af þurrum jarðvegi og katjónir mj. á 100 g af þurrum jarðvegi.
Staður Ræktunar- saga C N C/N pH Ca Mg K Na P
Eyjafjörður Plægt í 6 ár 7,8 0,70 11,0 7,1 42,0 11,2 0,54 0,54 1,00
Plægt í 13 ár 12,0 0,80 12,9 6,5 34,7 9,6 0,57 1,52 1,91
Tún 10,5 0,90 11,6 7,5 58,6 13,6 0,37 2,03 0,56
Skagafjörður Plægt í 2 ár 1,8 0,15 12,4 6,7 12,8 7,5 0,21 0,96 1,10
Plægt í 6 ár 2,6 0,22 13,3 6,6 12,7 7,0 0,42 0,82 1,00
Tún 2,4 0,17 13,8 6,7 11,7 7,4 0,20 0,85 0,86
Korpa Plægt í 2 ár 5,8 0,51 12,1 6,2 11,9 3,9 0,19 0,71 0,44
Plægt í 7 ár 6,7 0,57 11,8 6,3 16,4 2,9 0,49 0,68 0,20
Tún 5,6 0,49 11,4 5,6 4,7 1,3 0,21 0,58 0,31
í Eyjafirði var að jafnaði hæst efnainnihald og sýrugildi. Jarðvegur í Skagafirði hafði
minnst af lífrænu efni en önnur efni svipuð og á Korpu. Athygli vekur að
kolefnisinnihald var alltaf mest í jarðvegi sem hafði verið plægt lengst. Þó verður að
taka tillit til þess að spildumar em ekki sambærilegar að öllu leyti þó svo að leitast
hafi verið eftir að finna sem líkastar spildur á hveiju svæði.
Nítrat (NOi)
Nítrat, sem losnaði, safnaðist í jarðvegssýnin frá því þau vom sett í hitaskápinn þar til
þau vom tekin út. Að jafnaði var því meira nítrat eftir því sem sýni hafa verið lengur í
skápnum þótt frá því vom eðlileg frávik vegna sýnatöku- og mæliskekkju. Nokkur
dæmi em þó um að mælingar gáfu mikið lægri gildi en vænta mætti þegar sýnin höfðu
verið lengi í skápnum. Einkum var það eftir 20-21 viku þar sem 18 gildi af 51 vom
mjög lág. Hugmynd til skýringar á þessu fyrirbæri er að í þessum sýnum hafi
myndast loftfirrt ástand þannig að nítrat hafi brotnað niður. Sú hætta ætti að vera mest
þar sem jarðvegur er blautastur.
Ammóníum (NH4)
Skekkja reyndist vera á ammóníumgreiningum og vom staðalfrávik flest helmingur af
meðaltali. í ljós kom í fyrstu mælingum að ammóníum var svo lítið frá og með 1.
viku borið saman við blindsýnin að það taldist vart mælanlegt. Því var ammóníum
ekki mælt í rúmlega þriðjungi sýnanna og verða ammóníum niðurstöður ekki birtar
hér.