Fræðaþing landbúnaðarins - 06.02.2004, Page 352
350
Samspil áburðargjafa í gróðrarstöð og foldu á lifun,
frostiyftingu og vöxt birkis og grenis
Sigríður Júlía Brynleifsdóttir1 og Hreinn Óskarsson2
1 Landbúnaðarháskólinn á Hvanneyri, Netfang: nem.sigridurjb@hvanneyri.is
2Skógrækt ríkisins, Austurvegi 3-5, 800 Selfoss, Netfang: hreinn@skogur.is
Útdráttur
Mikil aukning hefur verið í skógrækt hér á landi á undanfömum ámm sér í lagi vegna
ríkisstyrktrar skógræktar bænda. Allt að þriðjungi þess fjármagns sem varið er til
skógræktarverkefna er varið til ræktunar trjáplantna. Því em miklir hagsmunir í húfi
að faglega sé unnið að trjáplönturækt hér á landi. Niðurstöður úr tilraun með samspil
áburðarstyrks í vökvunarvatni og áburðargjöf við gróðursetningu í foldu, sýna að
vökvun með sterkri áburðarblöndu (leiðnitala 2) bætir lífslíkur og vöxt marktækt hjá
sitkagreni og birkiplöntum. Áburðargjöf með Grósku II við gróðursetningu jók þó
marktækt lifun og vöxt. Lyfting vegna holklaka var minni þegar áburði var dreift á
plöntur við gróðursetningu. Niðurstöður tilraunarinnar sýna fram á mikilvægi þess að
plöntur séu í góðu næringarástandi þegar þær em gróðursettar, ásamt því að mikilvægt
er að bera á þær þegar þær em gróðursettar.
Inngangur
Ljóst er plöntur em í mjög misjöfnu næringarástandi þegar þær em sendar til
gróðursetningar úr gróðrarstöðvum. Ef plöntur em vannærðar eiga þær mjög erfitt
með að mynda nýjar rætur og þar með ná í næringu úr jarðvegi. Vannærðar plöntur
eiga mjög erfitt með að mynda nýjar rætur og þar með ná í vatn og næringu úr
jarðvegi. Þetta hefur margvísleg áhrif á plöntuna, til dæmis veldur þetta oft: a)
vaxtarstöðnun, b) aukinni hættu á frostlyftingu, c) minna sambýli með svepprótum.
Á íslandi em trjáplöntur geymdar úti yfir veturinn í stað þess að geyma þær í
kæligeymslu lfkt og tíðkast víða á norðlægum slóðum. Þetta þýðir að plöntur em
famar að lifna snemma vors, t.d. í apríl eða maí. Fyrstu sjáanlegu lífsmerkin em á
rótum og sjást nýjir rótaendar í byrjun maí. Þessir rótaendar em famir að draga upp þá
næringu sem til boða er í ræktunarmold og því er líklegt að áburðargjöf á þessum tíma
bæti næringarástand plantna.
í þessari samantekt er ætlunin að segja frá tilraun þar sem prófað var hvort „hlaða" (e.
nutrient loading) mætti næringarefnum í plöntur að vori áður en þær væm sendar úr
gróðrarstöð. Prófað var hvort slík hleðsla gæti komið í stað áburðargjafar við
gróðursetningu.
Efni og aðferðir
Fyrri hluti tilraunarinnar var gerður í gróðrarstöðinni Barra hf á Egilsstöðum á birki
og sitkagreniplöntum. Vom plöntumar ræktaðar í 40 hólfa bökkum (lOOcm3). Á
tímabilinu frá 9.maí til 9. júní 2001 vom plöntumar, þá árs gamlar, vökvaðar tvisvar í
viku með þrennskonar lausnum; Viðmið=hreint vatn, Ábl=leiðni 1 (lægri) og
Áb2=leiðni 2 (hærri) (1. tafla). Leiðni var mæld einu sinni í viku á þessu tímabili í
hnaus plantnanna. 400 plöntur úr hverri meðferð vom gróðursettar á fjóra
tilraunastaði, tvo í Skriðdal og tvo í Skorradal. Á hverjum tilraunastað var hver
tilraunaliður úr gróðrastöðinni gróðursettur með (máb) eða án (ánáb) (l.tafla). Notuð
var áburðarblandan Gróska II (Áburðarverksmiðjan hf). Gróska II er blanda af
eingildu ammóníum fosfati (9-42-0) á auðleystu formi og Osmocote 32-0-0 (Scotts &