Fræðaþing landbúnaðarins - 06.02.2004, Page 359
357
þeirra á milli er farsæl leið og kannski sú eina til að stöðva gróður og jarðvegseyðingu
og gera ísland búsældarlegra. Hér er um sameiginlega hagsmuni að ræða.
Ávinningur samstarfsins gagnvart Landgræðslunni er sá að verkefnið skilar margföldu
því sem Landgræðslan gæti á beinan hátt unnið með sama fjármagni og gefur gleggri
mynd af ástandi jarða. Markmið bænda með landgræðslu eru margvísleg en yfirleitt er
undirliggjandi sá þáttur að gera jörðina betri, græða jarðveggssár og stöðva
uppblástur.
Uppgrætt land verður oft prýðilegt beitiland, og eykur þá heildar beitiland á
viðkomandi jörð sem aftur auðveldar góða beitarstýringu og eykur svigrúm til að friða
viðkvæm svæði. Oft á tíðum er uppgræðsla örfoka mela eða annars ónothæfs lands
eina leið bóndans til þess að auka nytjaland sitt. Stærra beitiland er þó ekki alltaf
markmið bænda með landgræðslu, heldur vilja þeir einfaldlega græða upp rofið land
sér og öðrum til ánægu og yndisauka og til að skila landinu betra til komandi
kynslóða. Einnig er landgræðslan stundum fyrsta skrefið til að undirbúa land undir
skógrækt. Það hefur einnig sýnt sig að þegar bændur fara að vinna markvisst að
landbótum, fara þeir að lesa land sitt á annan hátt en fyrr og taka betur eftir melum,
rofi og öðru því sem þarfnast aðhlynningar.
í upphafi eru menn stundum vantrúaðir á árangur landgræðslustarfsins, en þegar líf
færist í dauða mela og þeir taka á sig grænan lit, rofabakkar lokast og sandur og salli
minnkar í eldhúsgluggum, láta flestir sannfærast um að ýmislegt er hægt að gera til að
„sárin foldar grói” og eflir það menn til frekari dáða.
Aðferðir
Landgræðsla ríkisins leggur áherslu á að unnið sé með náttúrunni og leitast við að
færa landið aftur í það horf sem því er eiginlegt. Aðferðir við það ráðast af aðstæðum
hverju sinni og markmiðum með landgræðslunni.
Þar sem yfirborð jarðar er á hreyfingu er fyrsta skrefið að gera það stöðugt. Á
gróðurlausu landi, t.d. í moldum, rofabörðum og gróðurvana melum er ráðlegt að sá
fræjum til að flýta fyrir myndun gróðurþekju sem hindrar úrrennsli jarðvegs, fok og
stöðvar eða minnkar frostlyftingu, sem oft veldur miklum skaða. Þessi aðgerð er oft
forsenda þess að gróðurframvinda geti farið af stað. Með tíð og tíma nær staðargróður
fótfestu í uppgræðslunni, sáðgresi hopar og lokatakmarkið er að gróðurinn verði
sjálfbær og þarfnist ekki áburðargjafar. Afar misjafnt er hversu langan tíma það tekur.
Þar sem einhver gróður er til staðar, jafnvel þar sem hann er strjáll s.s. á melum nægir
að styrkja hann með lágum skammti af tilbúnum áburði og laða þannig fram þann
gróður sem býr í jörðinni. Best er að eftir að landgræðslu er lokið falli svæðið svo vel
að umhverfinu að ekki sé augljóst að mannshöndin hafi komið þar að.
Þó landgræðsla í verkefninu Bændur græða landið einskorðist við notkun tilbúins
áburðar og stundum sáningu grasfræja er notkun húsdýraáburðar og heys afar góð
aðferð og skilar oft betri árangri. Aðflutningur á lífrænu efni veldur því að vatnsheldni
eykst og betra set myndast fyrir spírun fræja. Áburðarefnin leysast hægar út í
jarðveginn og áhrifin vara lengur. Hins vegar geta aðstæður verðið þannig að illfært
eða jafnvel útilokað að komast með þann vaming á uppgræðslulandið en mögulegt að
komast þangað með tilbúinn áburð. Notkun lífræns áburðar er seinlegri, sérstaklegar
þegar flytja þarf efnið um langan veg. Ekki hefur heldur enn tekist að finna réttláta og
framkvæmanlega leið til að styrkja bændur til þess að nota lífrænan áburð til
landgræðslu.