Fræðaþing landbúnaðarins - 06.02.2004, Síða 362
360
Um 1990, þegar Húsgull-samtökin hófu baráttu sína fyrir endurreisn landkosta
Hólasands, var enn margt sauðfé á þessum slóðum. Markmið samtakanna var, og er,
að byggja upp land til fjölþættra nota þ.m.t. til beitar.
Aðferðir og leiðir
Landgræðslan setti upp girðingu um Hólasand árið 1993 og friðaði þar með svæðið í
heild, en áður höfðu verið friðuð nokkur minni svæði í jöðrum sandsins.
Hólasandur er það stór, 14.000 ha, að ekki þótti gerlegt að græða hann með
hefðabundum aðferðum, þ.e. grasfræi og áburði. Því var ákveðið að bæta skilyrði fyrir
annan gróður með sáningu lúpínu. Síðan 1994 hefur lúpínu verið sáð árlega með
raðsáðvél í 160 til 400 ha. Um 3 m bil er haft á milli ráka, sem sjálfsáningu er ætlað
að fylla. Sáningin spannar því nú um 7-8000 ha. Aætlað er að sáningu í sandinn ljúki
á árinu 2006. Eftir það er lúpínu og sjálfgræðslu ætlað að ljúka gróðurframvindunni.
Uppgræðsla með grasfræi og áburði var efld í jöðrum sandsins, m.a. til að uppfylla
þau skilyrði úrskurðar um mat á umhverfisáhrifum að lúpína bærist ekki út af
fyrirhuguðu uppgræðslusvæði.
Á undanfömum ámm hefur nokkuð verið gróðursett af birki til pmfu í skjóli
lúpínunnar. Árangur var það góður að gróðursetning birkis með plóg hófst á árinu
2000. í framhaldi af því gerðu Landgræðsla ríkisins og Skógræktarfélag Þingeyinga
samning við Skógræktarfélag Islands um að gera 1000 ha landspildu úr Hólasandi að
Landgræðsluskógasvæði. Þar verður plantað bæði birki og lerki, árlega um 50.000-
70.000 skógarplöntum. Þá er fyrirhugað að auka smám saman gróðursetningu birkis
og víðis í “eyjur” víðsvegar um sandinn, þaðan sem fræ á að berast yfir á önnur
svæði. Eins er reynt að örva víði sem fyrir er með áburðargjöf. (Stefán Skaftason
2001, 2002, 2003)
Tilraunir á Hólasandi
Árangur af lúpínusáningunni er misjafn. Ymsar ástæður em fyrir mismunandi árangri,
en þær em ekki allar ljósar. Lúpínan er viðkvæm fyrir langvarandi þurrki, en
vorsáning getur yfirleitt ekki farið fram fyrr en sandurinn er farinn að þoma. Þurrkar
að vori og framan af sumri em algeng veðurskilyrði á þessu svæði.
Rannsóknir gerðar á sandinum (Magnús H. Jóhannsson og Úlfur Óskarsson, 2002)
sýndu m.a. að sáningaraðferð og sáningartími hafa mikil áhrif (sjá 1. og 2. mynd).
Raðsáning, þar sem fræið er fellt niður við sáningu, gaf mun betri raun en dreifsáning
miðað við þéttleika plantna, hvort sem sáð var að vori eða hausti (1. mynd). Mikil
afföll vom á uppkomnum plöntum. Sáning að hausti skilaði einnig mun betri árangri
en sáning að vori og kom sú niðurstaða einnig fram í hæð plantna (2. mynd).
Yfirburðir haustsáninga sýna mikilvægi þess að fræið komist í gott jarðsamband og
geti nýtt vaxtartímabilið eins vel og kostur er. Líklegt má telja að hreyfing í
jarðvegsyfirborðinu yfir veturinn hjálpi dreifsáðu fræi að hausti að komast niður í
jarðveginn. Lakari árangur voráninga stjómast af samspili þurrka og styttri
vaxtartíma.
í kjölfar þessara rannsókna var sáningu lúpínu að vori og fyrri hluta sumars hætt.
Tímabilið sem hentar til haustsáningar hefur síðan ráðið nokkuð afköstum við
sáningu. Sé sáð of snemma hausts er viss hætta á að fræ byiji að spíra undir vetur.
Sandurinn liggur hins vegar í um 300 m hæð og er því hætt við að land fijósi snemma.