Fræðaþing landbúnaðarins - 06.02.2004, Page 369
367
Hrossabeit í skógræktargirðingu
Steinunn Anna Halldórsdóttir og Anna Guðrún Þórhallsdóttir
Landbúnaðarháskólanum á Hvanneyri
Útdráttur
Uppsöfnun á sinu er víða talið vandamál í skógrækt, þar sem ungar trjáplötur eiga í
harðri samkeppni við grasið. Beit hrossa hefur verið nefnd sem aðferð við að halda
grasvexti niðri í skógræktargirðingum, en hættan hefur verið að hrossin bitu einnig
tijáplöntumar. Skemmdir á tijáplöntum við að beita hrossum í skógræktargirðingu
vom skoðaðar á Brimnesi í Skagafirði sumarið 2003. Hrossunum var beitt þrjú
tímabil, í júní, júlí og ágúst og skemmdir á trjáplöntur skráðar. Hrossin skemmdu
mest af tröllavíði og tóku hann öll tímabilin en létu aðrar víðitegundir að mestu vera.
Lerki skemmdu þau nær eingöngu fyrsta tímabilið. Mikill breytileiki í gögnunum
kallar á frekari skoðun á áhrifum tímasetningar og tegundar á hættuna á skemmdum
við að beita hrossum í skógræktargirðingar.
Inngangur
Undanfarin ár hefur skógrækt aukist til muna hérlendis. Víða hafa stór svæði verið
friðuð og tekin til skógræktar. Með friðuninni verða miklar gróðurbreytingar og fyrstu
árin er aukinn lífmassi sýnilegasta breytingin. Sina safnast fyrir og ekki er óalgengt
að hún hálfkæfi tijáplöntumar fyrstu árin eftir gróðursetningu. Almennt er talið að
samkeppnin frá grösunum geti haft veruleg áhrif á vöxt tijáplantna, en beinar
rannsóknir á áhrifum þessum hérlendis liggja ekki fyrir. Erlendar rannsóknir hafa
hins vegar sýnt að samkeppni ungra trjáplantna við grös getur skipt sköpum um lifun
tijáplantnanna (Fensham og Kirkpatrick 1992; Holl o.fl. 2000). Til þess að halda
grasvexti niðri og minnka þar með samkeppnina frá grösunum er hægt að nota
plöntueyðingarlyf eða að slá frá tijánum. Plöntueyðingarlyf em almennt ekki talinn
æskilegur kostur og slátmr á stærri svæðum er óyfirstíganlegt verkefni. Nærtækast og
léttast er að beita svæðin til að halda grasinu niðri, en á móti koma hugsanlegar
skemmdir á tijáplöntunum vegna beitar. Hross eru almennt skilgreind sem mun meiri
grasbítar en sauðfé (Janis 1976), þ.e. að þau velja fremur grös en tré/mnna sér til
beitar. Reynsla nokkurra bænda við að beita hrossum í skógræktargirðingar hefur
verið jákvæð, þar sem hrossin hafa bitið grasið og látið tijáplöntumar að mestu
afskiptalausar. Aðrir hafa hins vegar aðra sögu að segja og hafa orðið fyrir
töluverðum skaða við beit hrossa í skógræktargirðingum. Tímasetning beitarinnar
getur verið þáttur sem skiptir máli, þar sem beitarval er mjög breytilegt eftir árstíðum
(Thorhallsdottir og Thorsteinsson 1993). í rannsókn á plöntuvali sauðfjár í
skógræktargirðingu með lerki á Héraði 1981 beit sauðféð t.d.einungis ofan af lerkinu í
byrjun rannsóknarinnar, síðustu vikuna í júní en lét það síðan alveg óáreitt það sem
eftir lifði sumars. í athugun sem fram fór í skógræktargirðingu í októbermánuði 1992 í
Borgarfirði kom í ljós að hross bitu lítið sem ekkert tijáplöntumar (Anna Guðrún
Þórhallsdóttir og Ríkharð Brynjólfsson 1993). Af þeim 225 plöntum sem athugaðar
vom, gat verið að hrossin hefðu skemmt trjáplöntur í einungis 10 tilfellum, annað
hvort með traðki eða beit. Tijáplöntumar í girðingunni vom 10 cm til 3 m á hæð, og
var fjórðungur plantnanna undir 25 cm. Með hliðsjón af fyrrgreindum upplýsingum
var ákveðið að kanna áhrif þess að beita hrossum í skógræktargirðingu sumarið 2003.
Markmið verkefnisins var að kanna áhrif þess að beita hrossum í