Fræðaþing landbúnaðarins - 06.02.2004, Page 370
368
skógræktargirðingum á þremur mismunandi tímum að sumrinu, með hliðsjón af
tegund tijáplantna.
Framkvæmd
Gagnasöfnun fór fram sumarið 2003 á Brimnesi í Skagafirði. Girt vom fjögur hólf öll
jafn stór (ca 60 x 40 m) á sama svæðinu. Áður en hrossunum var beitt á hólfin voru
ákveðin tré merkt inn á kort og ástand þeirra skráð. Tvö hólfanna (1 og 2) vom með
stærri tijám, um og yfir 2 m. en hin tvö hólfin (3 og 4) vom með minni öjám, þar sem
stærstu trén náðu ekki 1 m. Trjátegundimar í hólfunum vom tröllavíðir (Salix
alaxensis “Gústa”), viðja (Salix borealis), gulvíðir (Salix phylicifolia L.), birki
(Betula pubescens), lerki (Larix sibirica), stafafura (Pinus contorta) og nokkur lítil
grenitré (Picea engelmannii). Reynt var að velja hólfin að kostgæfni og hafa gróðurfar
sem líkast í hólfunum.
í hólfi 1 vom 599 trjáplöntur og var mest af gulvíði. Hólfið var nánast allt vel gróið
fyrir utan lítið melhom sem var að gróa upp. í hólfinu var töluvert af sinu eftir friðun
síðustu ára. Gróðurinn á svæðinu var að mestu leiti snarrót og krækilyng. í hólfi 2
vom 501 trjáplanta, þar var einnig mest af gulvíði. Hólf 2 var nokkuð vel gróið, með
snarrót, krækilyngi og mosa. í hólfi 3 vom 500 tijáplöntur, langmest af gulvíði og
tröllavíði. Hólfið var vel gróið með snarrót, mýrastör, mosa og krækilyngi. í hólfi 4
vom 505 trjáplöntur, einnig langmest af gulvíði og tröllavíði. Hólfið var mjög vel
gróið með snarrót, mýrastör, mosa og krækilyngi. Fjöldi tijáa af hverri tegund í
hólfunum er að finna í töflu 1.
Tafla 1 Tegundasamsetning og fjöldi trjáa í beittum hólfum á Brimnesi sumarið 2003
Hólf birki lerki gulvíðir tröllavíði r viðja stafafur a greni
1 28 150 400 5 6 10 0
2 30 150 300 5 6 10 0
3 10 25 210 210 10 30 5
4 10 25 205 200 10 50 5
í tilrauninni vom 10 hross og þeim var skipt í tvo hópa, með hliðsjón af aldri og kyni,
5 í hvomm hópi. Reynt var að hafa svipaða aldurssamsetningu og skiptingu eftir
kynjum á hrossunum í hvomm hóp eins og kostur var á. í hóp 1 vom 3 hryssur og
tveir hestar. Hryssumar vom 6 vetra, 7 vetra og 8 vetra. Hestamir vom 13 vetra og 7
vetra. í hóp 2 vora fjórar hryssur og einn hestur. Hryssumar vom 16 vetra, 12 vetra,
7 vetra, 6 vetra og hesturinn var 5 vetra. Hrossin vom látin bíta innan hólfanna í 3
daga í hverju hólfi í júní, frá 24-30 júní, í 2 daga í júlí, frá 24-27 júlí og í 2 daga í
ágúst, frá 28-31 ágúst. Hvor hópur beit í tveimur hólfum þar sem annarsvegar vom
stór tré, um og yfir 2 m og hins vegar þar sem vom minni tré eða undir 1 m.
Hrossahópunum var ekki beitt í hólfin á sama tíma, til þess að hrossahópamir hefðu
ekki áhrif hvor á annan. Meðan að hrossin vom á beit í hólfunum var farið til þeirra
þrisvar á dag, á morgnana, um miðjan daginn og á kvöldin, fylgst með þeim í 15 mín í
senn og skráð niður hvað þau vom að gera. Eftir að hrossin höfðu verið í hólfunum í
tilsettan tíma vom þau tekin út og hólfið yfirfarið þ.a.s. skráðar niður þær plönmr sem