Fræðaþing landbúnaðarins - 06.02.2004, Side 376
374
Svepprót eykur vöxt birkis og melgresis í landgræðslu
Úlfur Óskarsson” og Dr. Miroslav Vosátka2)
7) Landgrœðsla ríkisins, Gunnarsholti, Rangárþingi ytra; Garðyrkjuskóli ríkisins,
Reykjum, Ölfusi; Zentrumfiir Umweltforschung und Umwelttechnologie
(UFT),Universitat Bremen, Bremen, Þýskalandi.
2> Institute ofBotany, Academy ofSciences ofthe Czech Republic, Pruhonice,
Tékklandi; PlantWorks Ltd., Sittingbourne, Kent ME9 8HL, Englandi.
Útdráttur
Svepprætur skipta flestar plöntutegundir miklu máli varðandi vöxt og viðgang. Á
rofsvæðum er yfirleitt lítið um samlífissveppi og þess vegna eiga plöntur, sem eru
háðar svepprótum, þar erfitt uppdráttar. Hér er sagt frá tveimur tilraunum,
gróðursetningu ársgamalla birkiplantna við Sölvahraun á Landmannaafrétti haustið
2000 og sáningu melgresisfræs á Mýrdalssandi vorið 2003. í birkitilrauninni var notað
tvennskonar smit; moldarsmit úr nálægum birkiskógi og tilbúið TerraVital-G Ecto
Mix svepprótasmit. Smitið var prófað með og án áburðar ásamt viðmiðunarreitum.
Melgresið var smitað með TerraVital-D svepprótasmiti í þrennskonar
magnskömmtum 0, 125 og 250 L/ha í samspili við tvennskonar áburðarskammta (100
og 200 kg/ha) og tvennskonar sáðmagn af húðuðu melfræi (37,5 og 75 kg/ha).
Birkiplöntur sem fengu bæði TerraVital-smit og áburð uxu mun betur en aðrar
plöntur. f melgresistilrauninni skipti svepprótasmitið sköpum og skilaði tvöfalt meiri
uppskeru en meðferðir án smits. Niðurstöður benda til þess að verulega megi bæta
árangur í landgræðslu og landbótastarfi með réttu vali á svepprótasmiti.
Inngangur
Uppgræðsla og endurheimt landgæða er stórt viðfangsefni víða um heim. Hér á landi
er árlega unnið að uppgræðslu þúsunda hektara af rofnu landi. Að undanfömu hefur
athygli m.a. beinst að þætti samlífisörvera í árangri landgræðsluaðgerða, einkum
svepprótum.
Svepprætur em líffæri á rótum plantna sem myndast við samlífí ákveðinna sveppa- og
plöntutegunda. Svepprætur skipta flestar plöntutegundir miklu máli varðandi vöxt og
viðgang og margar geta ekki án þeirra verið. í auðnum er víða lítið um vatn, næringar-
og lífræn efni (Amalds & Kimble 2001). Þetta skapar plöntum erfið vaxtarskilyrði.
Ofan á þetta bætist að samlífissveppir em fátíðir á rofsvæðum (Greipsson o.fl. 2002).
Af þessum sökum þrífast þar fáar plöntutegundir og flestar þeirra komast af án
sveppróta (Titus & Tsuyuzaki 2002). Þrátt fyrir svepprótaleysið á fyrstu stigum
gróðurframvindu bendir flest til þess að áframhaldandi gróðurþróun sé mjög háð
samlífissveppum og plöntusamfélög mótist að miklu leyti af samsetningu
sveppaflómnnar (Koske & Gemma 1997; Tommemp 1992).
Flestar plöntutegundir sem notaðar em til landgræðslu á íslandi mynda svepprætur.
Melgresi (Leymus arenarius) og beringspuntur (Deschampsia beringensis) mynda
svokallaða “arbuscular” gerð sveppróta (arbuscular mycorrhiza), en virðast ekki vera
mjög háðar þeim, a.m.k. framan af æfi (Greipsson o.fl. 2002). Hins vegar em gulvíðir
(Salix phylicifolia), loðvíðir (S. lanata) og birki (Betula pubescens) háð svepprótum,
en þessar tegundir mynda svokallaða “ytri” gerð sveppróta (ectomycorrhiza) en
víðitegundimar mynda líka “arbuscular” gerð (Harley & Harley 1987). Takamarkaðar
tilraunir hafa verið gerðar hérlendis með að smita landgræðslugróður með
samlífissveppum. Greipsson og El-Mayas (2000) juku vöxt melgresis í pottatilraun
með dreifingu samlífissveppa og Enkhtuya og félagar (2003) juku fjölda og vöxt