Fræðaþing landbúnaðarins - 06.02.2004, Page 377
375
melgresisplantna á landgræðslusvæði. Síðastnefndu höfundamir sögðu einnig frá
fyrstu niðurstöðum úr þeirri birkitilraun sem er viðfangsefni þessarar greinar, en nú
hefur verið fylgst með henni í þijú ár.
Markmið þeirra rannsókna sem hér eru sýndar em að kanna áhrif þess að dreifa
hentugum samlífissveppum með birki og melgresi og sjá hvort bæta megi árangur
landgræðslu með þeim aðgerðum.
Aðferðir
f september árið 2000 var sumargamalt birki í fjölpottum (100 cm3 pottastærð)
gróðursett í 10-15 cm þykkan, svartan og grófann Hekluvikur frá gosinu í febrúar
2000. Tilraunareiturinn er við Sölvahraun á Landmannaafrétti og nýtur hann nokkurs
skjóls fyrir norð- og austlægum vindáttum. Gróðurþekja var innan við 1%. Með
birkinu var sett tvennskonar smit: (1) moldarsmit úr birkireit í Klofaey sem er um 4
km frá tilraunastaðnum og (2) TerraVital-G Ecto Mix (PlantWorks Ltd, Sittingbourne,
Englandi) sem innihélt tvær tegundir “ytri” gerðar samlífissveppa. Jafnframt voru
settar niður ósmitaðar viðmiðunarplöntur. Tilraunaliðunum þremur var dreift af
tilviljun á einsleitt svæði og hver þeirra endurtekinn 10 sinnum. í hverja
endurtekningu voru settar um 25 plöntur. Vorið 2001 var áburði dreift á helming
plantnanna. Fimm endurtekningar úr hverjum tilraunalið voru valdar til áburðargjafar
og 16 g af Grósku II gefin hverri plöntu. Hinar plöntumar fengu engan áburð. Hæð
plantna og vöxtur hafa verið mæld hvert haust. Einnig hefur verið fylgst með
svepprótamyndun og sýni tekin reglulega af rótum plantnanna.
Melgresi var sáð um miðjan maí 2003 í tilraun á Mýrdalssandi. Svæðið er skjóllaus
sand- og malarauðn og gróðurþekja var innan við 1%. Notuð var landgræðslusáðvél
við sáninguna sem dregin var af dráttarvél. í tilrauninni voru prófaðir þrír þættir:
smitmagn, áburðarmagn og sáðmagn. Smitinu (TerraVital-D), sem innihélt 5 tegundir
af “arbuscular” gerð samlífissveppa, var blandað í áburðinn og dreift með sáðvélinni
um leið og fræinu var sáð. Smitmagnið var þrennskonar: 0, 125 og 250 L/ha;
áburðarmagnið (Fjölmóði 2) var tvennskonar: 100 og 200 kg/ha og sáðmagnið var
tvennskonar (húðað melfræ): 37,5 og 75 kg/ha. Hærri skammturinn af fræinu og
áburðinum er venjulega notað í landgræðslu. Allar mögulegar samsetningar af þessum
tilraunaþáttum, alls 12 tilraunaliðir, voru prófaðar í aðskildum reitum, hver um 180 m2
að stærð, sem raðað var handahófskennt innan blokkar; endurtekinn fimm sinnum. I
lok ágúst voru valdir þrír smáreitir (50*50 cm) af handahófi innan hvers reits og
öllum plöntum innan þeirra safnað. I rannsóknastofu voru ofanjarðarhlutar plantnanna
þurrkaðir í 24 stundir við 70°C og síðan vigtaðir.
Tölfræðigreining á tilraunaþáttaum var gerð með fervikagreiningu (Minitab Inc.
1997). Notað var F-próf til að prófa marktækni tilraunaþátta (p<0,05) og síðan Tukey-
aðferð til að bera saman einstök meðaltöl.
Niðurstöður
Strax á fyrsta sumri tilraunarinnar komu fram skýr áhrif af áburðargjöf og dreifingu
TerraVital-smits. Abomar og smitaðar plöntur uxu mun betur en plöntur sem fengu
aðrar meðferðir og hafa enn, að þremur ámm liðnum frá gróðursetningu, mikla
yfirburði. Haustið 2003 höfðu plöntur þessarar meðferðar náð þrisvar sinnum meira
rúmmáli en aðrir plöntuhópar (1. mynd).