Fræðaþing landbúnaðarins - 06.02.2004, Side 382
380
Reynsla bænda af láglendisbeit sauðfjár - Niðurstöður könnunar
Þórey Bjamadóttir, Emma Eyþórsdóttir og Jóhannes Sveinbjömsson
Landbúnaðarháskólinn á Hvanneyri
Rannsóknastofnun landbúnaðarins
Inngangur
Hefð er fyrir því að beita sauðfé á hálendi yfir sumartímann á íslandi hvort sem það er
á afréttum eða hálendum heimalöndum. Sumar jarðir landsins em þannig í sveit settar
að þær em mjög láglendar og hafa ekki rétt til þess að reka fé á afrétt. Þar er fénu beitt
á láglendið sem einkennist oft af mýrlendi. Einnig gerist það algengara að bændur
sem eiga stórt land heima við, halda hluta af sínu fé heima til að nýta landið og sleppa
við kostnað og fyrirhöfn við að flytja fé á afrétt, sérstaklega ef hann er langt frá
bænum. Láglendisbeitin gefur bændum einnig tækifæri á því að stunda sumarslátrun
þar sem auðveldara er að smala fénu hvenær sem er.
Markmið þessa verkefnis var að afla upplýsinga hjá bændum sem:
a) halda fé sínu í heimahögum á láglendi og slátra á hefðbundnum tíma.
b) stunda láglendisbeit með sumarslátrun að markmiði.
Áhersla var lögð á að afla upplýsinga um burðartímann, beitarskipulagið og hvaða
afurðir náðust á láglendisbeitinni. Einnig var lyfjagjöf hjá ám og lömbum könnuð og
hugsanlegt álag vegna sníkjudýra.
Framkvæmd
Tekið var úrtak bænda af Suðurlandi, Vesturlandi og Norð-Vesturlandi sem voru með
100 ær eða fleiri, beittu á láglendi yfir sumartímann og slátruðu á hefðbundnum tíma..
Þeir bændur sem vildu vera með voru heimsóttir og spumingar lagðar fyrir þá um
beitina og afurðir búsins. Þátttakendur í þessum hluta könnunarinnar vom alls 24 og
skiptust jafnt milli Suðurlands annars vegar og Vestur- og Norð-Vesturlands hins
vegar. í hinum hlutanum var leitað upplýsinga hjá Bændasamtökum íslands um
bændur sem stunduðu sumarslátmn og var þátttakendafjöldi þar 14 bændur á Vestur-
og Norð-Vesturlandi og 6 á Suðurlandi. Niðurstöður frá bændum á Vestur- og Norð-
Vesturlandi verða ekki birtar hér þar sem fé þeirra gengur einnig á hálendi.
Könnunin fór fram með viðtölum þar sem spurt var staðlaðra spuminga um vorfóðmn,
sumarbeit, afurðir, heilsufar og á sumarslátmnarlistanum var spurt um tekjur og gjöld
vegna sumarslátrunarinnar. Bændur vom sóttir heim og spurðir augliti til auglitis en
rætt var í síma við þá sem ekki náðist til heima.
Niðurstöður og umræður
Meðalfallþungi lamba í haustslátrun hjá bændum í könnuninni var 15 kg, meðalgildi
fyrir gerð var 7,14 og fítu 6,6 (sjá mynd 1). Nokkur munur kom fram milli landshluta
þar sem lömbin vom heldur þyngri hjá bændum á Vesturlandi þar sem
meðalfallþunginn var 15,7 kg, meðalgildi fyrir gerð var 7,66 og fyrir fitu 6,96. Á
Suðurlandi var meðalfallþunginn 14,6 kg, meðalgildi fyrir gerð var 6,66 og 6,28 fyrir
fitu. Sumarslátmnarbændur á Suðurlandi vom með léttari og holdminni lömb um
sumarið en þeir sem slátmðu einungis á hefðbundnum tíma, en ná ágætum fallþunga
að hausti (sjá mynd 2). Hjá þeim sem slátmðu í tvennu lagi var meðalfallþungi 13,6