Fræðaþing landbúnaðarins - 06.02.2004, Page 384
382
Sunnlenskir bændur í könnuninni eru flest allir með allt sitt fé í heimahögum (91,7%)
vegna þess að þeir hafa ekki aðgang að afrétt. Á Vesturlandi er helmingurinn af
bændunum með allt féð heima en hinir em með einn til tvo þriðju hluta fjárins heima
við. Ástæða þess er sú að þeir eiga nóg land heima við.
Beitarskipulagið er mjög svipað á öllum bæjunum, einnig í sumarslátruninni.
Nokkmm dögum eftir burð fara æmar annað hvort í hólf þar sem þeim er gefið í
nokkra daga eða beint út á tún. Á flestum bæjunum em æmar á túninu í 3-4 vikur áður
en þær fara í úthagann, sunnlensku æmar lengur en þær á Vesturlandi. Skýringin gæti
verið sú að sunnlensku bændumir setja æmar fyrr út en bændur á Vesturlandi.
Allsstaðar er gefið hey með túnbeitinni eins og ærnar vilja. Sumir láta féð á úthagann
í byrjun júní og þar er það þangað til smalað er um miðjan september yfirleitt. Aðrir
skipta fénu í mismunandi hólf með ákveðnum fjölda fjár í hveiju hólfi. Nokkrir
bændur á Suðurlandi hafa skipt mýrlendinu upp í nokkur hrossheld hólf þar sem
hrossin em látin bíta vel hvert hólf áður en þau em færð í næsta, hólfin em yfirleitt
frekar stór. Þeirra reynsla er sú að æmar og lömbin em meira í hólfunum sem hrossin
em búin að bíta vel, það er í samræmi við niðurstöður tilrauna sem gerðar hafa verið
með beit hrossa og sauðfjár (Sigþrúður Jónsdóttir, 1989; Anna Guðrún Þórhallsdóttir,
2001).
Bændur á Suðurlandi hafa aðallega mýrar til að beita á en bændur á Vesturlandi hafa
fjölbreyttara land. Helsta vandamálið er að nýta mýrarbeitina betur en gert er til að ná
meiri vexti í lömbin á mýrargróðrinum. Hann fer snemma af stað á vorin og vex það
hratt að féð nær ekki að nýta hann allan þannig að gróðurinn sprettur úr sér. Þar sem
nóg er af hrossum er gott að nota þau í skiptibeit með fénu svo að féð sé alltaf að éta
næringarríkan gróður í endurvexti (Sigþrúður Jónsdóttir, 1989; Anna Guðrún
Þórhallsdóttir, 2001). Best væri að hver bóndi gerði markvisst beitarskipulag fyrir sína
jörð.
Flest allir aðspurðir bændur á Suðurlandi vom með grænfóðurbeit fyrir lömbin, sem
hófst yfirleitt um mánaðamótin ágúst/september og sum staðar fyrr. Á Vesturlandi
vom mun færri aðspurðir bændur með grænfóðurbeit fyrir lömbin. Bændur sem slátra
á hefðbundnum tíma virðast ná nokkmm ábata af grænfóðurbeitinni þar sem lömbin
em ekki mjög feit. Hjá þeim bændum sem slátmðu í tvennu lagi fitna haustlömbin
mikið frá ágúst og fram á haust (sjá mynd 2). Lömbin sem fara um sumarið em tekin
beint af úthaganum en þau sem bíða fram á haustið em tekin inn á há og fóðurkál í
byrjun september. Ef gróðurinn í mýrinni er farin að falla mikið um miðjan ágúst og
jafnvel fyrr getur það haft neikvæð áhrif á hlutfall vöðva og fitu í vexti lambanna.
Þetta gæti verið ein skýringin, en að hluta til skýrist þetta af því að hlutfall fitu í vexti
lambanna eykst almennt með auknum þroska þeirra. Þetta gerist fyrr hjá gimbmm en
hrútum, og því ættu menn e.t.v. að velta fyrir sér að láta hærra hlutfall gimbra í
sumarslátrun en almennt virðist vera raunin.
Meðalverð hjá þeim bændum sem slátra á hefðbundnum tíma, reiknað út frá
innanlandsverði hjá Slámrfélagi Suðurlands 2003 og flokkun á búunum í hverjum
landshluta með vegnu meðaltali, er 282 kr/kg á Vesturlandi og 286 kr/kg á
Suðurlandi. Sunnlensku bændumir fengu því heldur meira fyrir hvert kíló af kjöti þó
að stór hluti lambanna þar hafi flokkast í 02. Lömbin á Vesturlandi flokkuðust
yfirleitt í feitari flokka og þau vom einu kílói þyngri þannig að þau skiluðu hærra
verði á hvem dilk en á Suðurlandi, 4.422 kr. á móti 4.169 kr.
Að mati bænda á Suðurlandi var aukakostnaður við sumarslátmnina nær eingöngu
fólginn í lengingu sauðburðar. Enginn aukakostnaður var talinn vegna viðbótarfóðurs