Fræðaþing landbúnaðarins - 06.02.2004, Blaðsíða 387
385
Mynd 1. Svæðisskipting innan þjóðgarða IUCN.
(Heimild: IUCN, 1994)
SvœðiA, kjarninn (core zone): Ströng friðun, engin notkun,
almenningi einungis leyfður aðgangur á merktum stígum,
engin afskipti höfð af gangi náttúrunnar. Kjarninn er alltaf
staðsettur þar sem sérstökustu svæðin eru í þjóðgarðinum,
þess vegna geta verið margir litlir kjamar í einum þjóðgarði.
Svœði B, almennt vemdað svœði (general protected
area): Aðeins skipulögð afþreyingarstarfsemi, engin önnur
landnotkun, engin búseta.
Svœði C, landslagsvemd (protected landscape): Takmarkaður rekstur eða landnotkun
sem er í samræmi við markmið vemdunarinnar.
Svceði D; virkt/þróunar svæði, (transition zone): Arðbær landnotkun og búseta (6).
Til að þjóðgarður verði viðurkenndur af IUCN þurfa 75% af öllum þjóðgarðinum að
vera á svæði A (5).
Hohe Tauem í Austurríki er að hluta í einkaeigu og að hluta í eigu ríkisins og er skipt
upp í kjamasvæði (75%) og landslagsvemd (25%) þar sem stundaður er sjálfbær
landbúnaður og ferðaþjónusta (4). Hortobágy í Ungveijalandi er í ríkiseign og er skipt
upp í fjögur svæði með mismunandi vemdunargildi þar sem stundaður er landbúnaður
með gömul ungversk kyn og lífræna ræktun á virku svæðunum (4). Hardangervidda í
Noregi er skipt upp í fjögur svæði eftir vemdarmarkmiðum og á ríkið 48% en 52%
em í einkaeigu, en það hefur valdið svolitlum vanda við stjóm þjóðgarðsins (1,2).
„Biosphere reserve“ er alþjóðleg friðun á vegum UNESCO8 (Menningarmálastofnun
Sameinuðu þjóðanna) þar sem hver þjóð leggur inn umsókn til UNESCO um ákveðin
svæði sem þjóðin vill leggja undir friðunina. Markmiðið með stofnun „biosphere
reserve“ er að tengja saman vemdun og sjálfbæra nýtingu á náttúrulegum auðlindum
á þann hátt að umhverfið hljóti ekki skaða af. „Biosphere reserve“ í öllum heiminum
mynda heimsnet þar sem markmiðið er að efla miðlun upplýsinga, reynslu og
starfsfólk (15).
Þjóðgarðar á íslandi
Við stofnun þjóðgarða á íslandi er stuðst við lög um náttúmvemd frá 1999 nr. 44, í 51
gr. segir um stofnun þjóðgarða;
Umhverfisráðherra getur, að fengnum tillögum eða áliti Náttúruvemdar ríkisins,
Náttúrufræðistofnunar Islands og Náttúruverndarráðs, lýst landsvæði þjóðgarð, enda sé
það sérstætt um landslag eða lífríki eða á því hvfli söguleg helgi þannig að ástæða sé til
að varðveita það með náttúrufari sínu og leyfa almenningi aðgang að því efúr tilteknum
reglum.
Landsvæði þjóðgarða skulu vera í rfldseign nema sérstakar ástæður mæli með öðru og
um það náist samkomulag milli ráðherra og landeigenda.
Ráðherra er heimilt að stofna ráðgjafamefnd með þátttöku hlutaðeigandi sveitarstjóma til
að fjalla um rekstur og skipulag þjóðgarða.
Þjóðgarðurinn í Skaftafelli var stofnaður árið 1967 (8) og er allur í ríkiseign (13).
Núverandi stærð hans er um 1700 km2 og er einungis beit í litlum hluta þjóðgarðsins
(8). Skipulag fyrir þjóðgarðinn er í vinnslu og mun verða tilbúið árið 2003. Helsta
starfsemin innan þjóðgarðsins er í kringum ferðamenn, gerð göngustíga, gistiheimili í
Bölta, tjaldstæði, þjónusmmiðstöð með veitingarstað og íslenskir Fjallaleiðsögumenn
reka hluta af sinni starfsemi innan þjóðgarðsins; gönguferðir, ísklifur o.fl. Samvinna
8 United Nations Educational, Scientific and Cultural Organization