Fræðaþing landbúnaðarins - 06.02.2004, Page 388
386
við heimamenn er góð og leggur þjóðgarðsvörður áherslu á að ráða heimamenn til
starfa í þjóðgarðinum (13).
Þjóðgarðurinn í Jökulsárgljúfrum var stofnaður árið 1973 (9) og er að öllu leyti í eigu
ríMsins (14). Núverandi stærð þjóðgarðsins er 120 km2 (9) og hefur þjóðgarðurinn
verið friðaður fyrir allri beit húsdýra frá 1992 þegar hann var girtur af að ósk
Kelduneshrepps. Skipulag þjóðgarðsins gengur út á að vemda og njóta, þ.e. að vemda
svæðið en um leið að heimila fólki umferð um svæðið svo framarlega sem landið
spillist ekki. Vegna þessa er þjóðgarðinum skipt upp í: Náttúmsvæði, Þjónustusvæði,
Mannvistarsvæði og Þróunarsvæði (9,14). Samvinna er við Kelduneshrepp um
skipulag þjóðgarðsins og eiga þeir einn fulltrúa í ráðgjafanefnd þjóðgarðsins (14).
Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull er aðeins frábmgðinn hinum tveimur. Hann er svo til
nýstofnaður, árið 2001 (10), og hefur ekki enn reynt veralega á samstarf við
heimamenn þar sem ekki er enn búið að vinna deiliskipulag eða vemdaráætlun fyrir
þjóðgarðinn. Ríkið keypti upp jarðir af landeigendum eða hafði eignaskipti á landi á
þeim jörðum sem lentu innan þjóðgarðsmarkanna. Ekki er amast við beit sauðfjár
innan þjóðgarðsins en hrossabeit er með öllu bönnuð (3). Núverandi stærð
þjóðgarðsins er 170 km2 (10), en hann er ekki afgirtur(3) .
Framkvæmd
íbúar Suðursveitar vom spurðir um skoðun þeirra gagnvart Vatnajökulsþjóðgarði og
þjóðgörðum almennt í viðtalskönnun sem fór fram í lok desember 2002. Þar sem
sveitin er fámenn var ekki tekið úrtak úr þýðinu heldur vora allir íbúar Suðursveitar
eldri en 20 ára er bjuggu í sveitinni að staðaldri spurðir, 46 manns. Svarhlutfall var
89%. Upplýsingunum var safnað aðallega m.t.t. menntunar og búgreina. Þær vom
slegnar inn í Microsoft Excel og unnið úr þeim þar. Bæklingurinn sem fylgir
veggspjaldinu var unninn í Microsoft Publisher
Niðurstöður og umræður
íbúar Suðursveitar vom almennt ekki svartsýnir á ástandið með tilkomu þjóðgarðs.
Það var augljóst að margir höfðu kynnt sér málið með því að fara á þá kynningarfundi
sem haldnir höfðu verið um þjóðgarðinn. Fólk talaði um að Vatnajökulsþjóðgarður
ætti ekki að vera eins og aðrir þjóðgarðar á Islandi og að landbúnaðurinn og
ferðaþjónustan yrðu hluti af þjóðgarðinum. Þess vegna em svo fáir af yngra fólkinu
sem búast við einhverjum takmörkunum með tilkomu þjóðgarðsins. Fólk veit að það
má búast við einhveijum takmörkunum en ekki það miklum að það geti ekki haldið
áfram sínum búskap. Sú skoðun var ríkjandi hjá viðmælendum að það vildi
uppbyggingu með þjóðgarðinum, að þjóðgarðurinn laðaði að sér fólk til búsetu á
svæðinu og að hann hefti ekki atvinnustarfsemi núverandi íbúa. Ibúamir vilja að
þjóðgarður haldi sveitinni í byggð og auðgi mannlífið frekar en hitt, til þess að svo
megi verða verður fólk að hafa einhveija atvinnu hvort sem það er við þjóðgarðinn
eða í þeim greinum sem stundaðar em í Suðursveit um þessar mundir.
Almennt séð finnst fólki að þjóðgarðurinn verði lyftistöng fyrir ferðaþjónustuna en
ekki hinar búgreinamar, þó svo að þær bíði kannski engan skaða af. Það kom fram í
máli margra að það yrði að skipuleggja vel allar gönguleiðir og hvar ferðamenn mættu
vera og hvar ekki. Fólki var mjög umhugað um að ferðamennimir gengju ekki nærri
landinu og vildu að hver og einn landeigandi hagaði sinni jörð eftir því sem hann
vildi, en þó þannig að landið hlyti ekki skaða af vegna of mikils ágangs ferðamanna.