Morgunblaðið - 28.01.2021, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 28.01.2021, Qupperneq 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. JANÚAR 2021 SMÁRATORGI | KRINGLAN | GLERÁRTORGI | LINDESIGN.IS LOKADAGAR ÚTSÖLU ENNMEIRI VERÐLÆKKUN Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Meðalstyrkur flúors í hrossum hér á landi er lágur, um helmingi lægri en í sauðfé, og langt undir eitrunar- mörkum. Mesti styrkurinn í öllum aldursflokkum hrossa er á Vestur- landi og eru gildin hærri eftir því sem nær dregur iðnaðarsvæðinu á Grundartanga. Þetta er meðal niðurstaðna úr meistaraverkefni Brynju Valgeirs- dóttur í búfræði við Landbúnað- arháskóla Íslands (LBHÍ). Leið- beinendur hennar voru Charlotta Oddsdóttir, verkefnisstjóri við LBHÍ og Tilraunastöð Háskóla Ís- lands í meinafræði á Keldum, og Sigríður Björnsdóttir, sérgreina- læknir hjá Matvælastofnun. Rannsóknin var unnin að frum- kvæði nokkurra stofnana, meðal annars Umhverfisstofnunar. Char- lotta segir að tilgangurinn hafi ver- ið að afla viðmiðunargagna fyrir hross. Þau hafi ekki verið til og raunar hafi hún ekki fundið að slík rannsókn hafi verið gerð annars staðar. Safnað var kjálkasýnum úr sláturhúsum, úr hrossum víða að af landinu og á ýmsum aldri. Segir Charlotta að ekki komi á óvart að gildin séu hærri á Vesturlandi en til dæmis Suðurlandi. Þar gæti áhrifa álvers á Grundartanga og á Suður- landi virðist öskufall frá eldgosum ekki hafa haft áhrif á skepnur á beit á síðustu árum. Fylgjast þarf með kindum Segir Charlotta að unnt sé að nota þessi gögn til að fylgjast með breytingum, til dæmis þar sem ál- ver eru starfandi, sérstaklega ef mengunarslys verða í iðnaði. Flúor í umhverfi á upptök sín bæði frá náttúrulegum uppsprett- um og iðnaði og dreifist þaðan í grunnvatn og gróður. Charlotta segir að misjafnt sé hversu lífverur eru viðkvæmar. Vitað sé að jórtur- dýr safni frekar í sig flúor og hraðar en einmaga dýr eins og hross. Því komi ekki á óvart að mun minni flú- or mælist í hrossum en sauðfé. Hún segir að þess vegna sé mikilvægt að fylgjast sérstaklega með flúorstyrk í jórturdýrum eins og kindum. Áhugavert verkefni Brynja Valgeirsdóttir segir að áhugavert hafi verið að vinna að verkefninu. Sérstaklega vegna þess að slíkt verkefni hafi ekki verið unnið áður. Þá hafi verið áhugavert að sjá muninn á milli Vesturlands og annarra landshluta, vegna áhrifa álversins. Ekki hafi endilega verið búist við því fyrirfram. Stungið hefur verið upp á því við Brynju að hún fari í framhaldsrann- sókn vegna doktorsnáms. Hún seg- ist ekki hafa ákveðið neitt í því efni. Meiri flúor í nágrenni Grundartanga  Í fyrsta skipti gerð heildstæð rannsókn á styrk flúors í hrossum  Meðalstyrkur er lágur og langt undir eitrunarmörkum  Meiri styrkur mældist í hrossum á Vesturlandi en í öðrum landshlutum Mesti styrkur flúors í hrossum er á Vesturlandi Styrkur flúors (ppm) Heimild: Meistaraverkefni Brynju Valgeirsdóttur Landið Suðurland Vesturland Norðurland Austurland Hæsti styrkur 1.583 377 1.583 563 464 Meðalstyrkur – allir aldurshópar 244 182 295 234 248 Meðalstyrkur – veturgömul og eldri 286 226 336 294 270 Meðalstyrkur – folöld 60 47 97 43 49 Ísland er í 7. sæti á lista yfir árangur þjóða við að ná tökum á faraldri kór- ónuveirunnar, samkvæmt nýjum samanburði áströlsku hugveitunnar Lowy Institute. Nýja-Sjáland er í efsta sætinu. Rannsóknin nær til 98 ríkja heims og er Ísland langefst meðal Evrópuþjóða og eina Evrópu- landið sem er á meðal efstu tíu land- anna. Finnland er í 17. sæti og Nor- egur í 18. sæti. Í samanburði Lowy Institute á að- gerðum og árangri við að ná faraldr- inum niður er lagt mat á 36 vikna tímabil frá því 100 smit höfðu greinst í hverju landi um sig. Bornar eru saman staðfestar smittölur og dauðsföll af völdum veirunnar, fjöldi smita á hverja milljón íbúa, dauðsföll á hverja milljón íbúa, hlutfall virkra smita úr sýnatökum og fjöldi sýna- taka á hverja þúsund íbúa. Víetnam er í 2. sæti á listanum, Taívan í 3. sæti og því næst koma Taíland, Kýp- ur, Rúanda, Ísland, Ástralía, Lett- land og Srí Lanka. Svíþjóð er í 37. sæti, Írland í 43. sæti, Þýskaland í 55. sæti, Bretland í 66. sæti og Bandaríkin eru meðal neðstu þjóða í 94. sæti. omfr@mbl.is Ísland í 7. sæti yfir við- brögð við faraldrinum  Áströlsk hug- veita ber saman árangur 98 þjóða Landspítali/Þorkell Þorkelsson Greining Ísland fær 80,1 í einkunn á kvarða sem sýna á árangur þjóða. Um sex þúsund nemendur úr 136 skólum tóku þátt í Lestrarkeppni grunn- skólanna árið 2021. Alls lásu nemendur 776 þúsund setningar á vefnum samromur.is. Samanlagt hefur safnast 1,1 milljón setninga frá því verk- efnið hófst. Verðlaunaafhending fór fram á Bessastöðum í gær. Smáraskóli, Greni- víkurskóli og Setbergsskóli unnu keppnina í sínum flokki en Höfðaskóli, Gerðaskóli og Myllubakkaskóli fengu verðlaun fyrir framúrskarandi ár- angur. Ljósmynd/Golli Lásu alls 776 þúsund setningar Ef skerðingarákvæði sem sett var inn í rammasamning árið 2017 vegna talmeinafræðinga verður fellt niður þarf að hækka fjár- framlög til málaflokksins um allt að 60%, eða í kringum 180 milljónir króna. Þetta segir María Heimisdóttir, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands (SÍ). Talmeinafræðingar hafa lýst yfir óánægju með ákvæðið og segja þeir óásættanlegt að langir biðlist- ar séu eftir þjónustu þeirra á sama tíma og einkastofur mega ekki ráða strax inn nýútskrifað fólk. Vegna fárra starfa í boði á það erfitt með að öðlast þá tveggja ára reynslu sem krafist er áður en það má fara á samning hjá SÍ. Aðspurð segir María gagnrýni talmeinafræðinga koma SÍ spánskt fyrir sjónir því ákvæðið hafi komið inn í rammasamninginn að tillögu þeirra. Ákvæðið hafi átt að skila auknum gæðum í þjónustunni. Á síðasta ári greiddu SÍ um 305 milljónir króna í þjónustuna. Að- spurð segist María ekki hafa upp- lýsingar um að nýtt fé sé að koma inn í málaflokkinn. freyr@mbl.is 180 milljónir þyrftu að bætast við  Segir gagnrýnina koma SÍ á óvart
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.