Morgunblaðið - 28.01.2021, Page 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. JANÚAR 2021
Verkalýðsfélagið VR ætlar aðsögn formannsins ekki að sitja
þegjandi hjá í aðdraganda þing-
kosninganna í haust. Ragnar Þór
Ingólfsson segir í samtali við Morg-
unblaðið: „Við erum
að undirbúa okkur
undir kosningarnar
og hvaða áherslur
verkalýðshreyf-
ingin mun vera með
í aðdraganda
þeirra.“ Hann segir
að þetta sé eins og
alltaf hafi verið
gert, verkalýðshreyfingin reyni „að
gera sig gildandi með sín áherslu-
mál í aðdraganda kosninga“.
Nú er það auðvitað svo að ýmsirhagsmunahópar reyna að láta
í sér heyra, ekki síst fyrir kosn-
ingar, en það má setja stórt spurn-
ingarmerki við það sem formaður
VR virðist vera að boða í ljósi
reynslunnar af því hvernig sumir
núverandi forystumanna í verka-
lýðshreyfingunni hafa beitt fé-
lögum sínum.
Ef forysta verkalýðshreyfing-arinnar ætlar í stjórnmál þá á
hún að stofna stjórnmálaflokk og
berjast með eðlilegum hætti fyrir
stefnumálum sínum.
Henni líst líklega ekki á það þvíað stjórnmálaflokkar hér á
landi búa við ströng skilyrði um
fjáröflun og hafa litla burði til að
stunda stjórnmálabaráttu, enda
fyrst og fremst á framfæri ríkisins
núorðið, illu heilli.
Verkalýðshreyfingin býr hinsvegar að digrum sjóðum fé-
lagsmanna sinna, en þeir hafa ekki
greitt í þessa sjóði til stuðnings
stjórnmálabaráttu forystumann-
anna. Eigi að misnota þetta fé verð-
ur að endurskoða margt sem snýr
að þessum félögum hér á landi.
Ragnar Þór
Ingólfsson
Á að misnota
fé félagsmanna?
STAKSTEINAR
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Ylskottu hefur farið hægt fjölgandi á
höfuðborgarsvæðinu, en veldur þó
sjaldnast skaða, er frekar til óþurftar
með nærveru sinni og til að hrella
viðkvæma, segir m.a. í pistli Erlings
Ólafssonar skordýrafræðings um yl-
skottu og frænku hennar silfurskott-
una á Facebook-síðunni Heimur smá-
dýranna.
„Flestir hafa heyrt getið um silfur-
skottuna, margir kynnst sambúðinni
með henni og ekki glaðst yfir sér-
staklega! Árið 1983 fannst hér ný teg-
und af hennar meiði í húsi í Reykja-
vík, Thermobia domestica, sem fékk
þegar heitið ylskotta því hitakompur
með vatnslagnagrindum eru kjörnar
vistarverur hennar. Hún er sem sagt
hitasækin og þolir betur þurrk en
silfurskottan. Fljótlega kom í ljós að
ylskottan var komin til að vera,“
skrifar Erling.
Ylskottu verður margt að næringu,
svo sem sykru- og sterkjurík fæða,
einnig prótínrík, svo og pappír, bók-
band og hvaðeina tilfallandi. Hún er
áþekk silfurskottunni en öllu stærri
og áberandi loðin þegar að er gætt.
Og ekkert vantar upp á spretthrað-
ann verði hún ónáðuð, að því er fram
kemur á síðunni.
Á pödduvef Náttúrufræðistofnunar
kemur fram að ylskotta lifir alfarið
innanhúss hér á landi eins og almennt
á norðlægum slóðum. Hún fjölgar sér
hratt við kjöraðstæður. aij@mbl.is
Til óþurftar og hrellir viðkvæma
Hitasækin ylskotta Hægt fjölgandi
Ljósmynd/Erling Ólafsson
Ylskotta Ekkert vantar upp á
spretthraðann ef hún er ónáðuð.
„Við erum ágætlega sett og von-
umst til að geta þraukað þetta út.
Nú er hart í ári, sem er eins og
gengur og gerist í þessum bransa,“
segir Haukur Sverrisson, fjár-
málastjóri bílaleigunnar Happy
Campers. Fyrirtækið býður upp á
margar útgáfur af húsbílum, en
bifreiðarnar hafa notið mikilla vin-
sælda meðal erlendra ferðamanna.
Líkt og hjá fjölmörgum ferða-
þjónustufyrirtækjum hefur verið á
brattann að sækja hjá Happy
Campers undanfarna mánuði. Hef-
ur heimsfaraldur kórónuveiru þar
mikið að segja, en fyrirtækið er
með nokkur hundruð bifreiðar á
sínum snærum. Aðspurður segir
Haukur að búið sé að taka stóran
hluta umræddra ökutækja af núm-
erum. „Við tökum allt af númerum
og tryggingum og þess háttar. Það
er allt sett í dvala til að minnka út-
flæðið. Ergo og fleiri hafa staðið
vel með okkur og við eigum í góðu
sambandi við okkar lánardrottna.
En það er auðvitað þannig að það
kemur alltaf að skuldadögum.“
Að sögn Hauks gekk vel að
leigja bifreiðar út til Íslendinga
síðasta sumar. Hann vonast til að
framhald verði á því í ár. „Það var
mikið að gera hjá Íslendingum síð-
asta sumar og gekk í raun vonum
framar. Að vissu leyti hafa lands-
menn haldið uppi umferð, en að
sama skapi krefjast þeir lægra
verðs og bóka með styttri fyrir-
vara. Við munum klárlega verða
með tilboð handa Íslendingum
þegar nær dregur sumri og boltinn
fer að rúlla,“ segir Haukur og bæt-
ir við að hann sé ekki mjög bjart-
sýnn á sumarið að öðru leyti. „Við
erum að horfa til þess að seinni
hluti sumars skili einhverju, en við
erum ekkert gasalega bjartsýn.
Óvissan er svolítið að fara með
mann.“
Starfsemin í dvala
um þessar mundir
Verða með tilboð
handa Íslendingum í
aðdraganda sumars
Húsbíll Bæði er hægt að fá leigða
litla og stóra húsbíla.
Baðinnréttingar
Fríform ehf.
Askalind 3,
201 Kópavogur.
562–1500
Friform.is.
2
0
0
0
—
2
0
2
0
Tímabundin opnunartími
vegna Covid–19
Mán. – Föst. 10–17
Laugardaga 11–15