Morgunblaðið - 28.01.2021, Blaðsíða 10
Jón Kolbeinn Guðjónsson, deildar-
stjóri hjá Isavia, kynnti á útboðs-
þingi SI áform um uppbyggingu á
Keflavíkurflugvelli í ár.
Heildarkostnaður sé tæpir 12
milljarðar. Í fyrsta lagi 7,3 millj-
arðar vegna uppbyggingar austur-
álmu (sjá graf) með 10 þúsund fer-
metra nýbyggingu og endurgerð á
4.000 fermetrum í eldri byggingum.
Viðbyggingin verður á einni hæð
og er henni meðal annars ætlað að
bæta afgreiðslu á komufarangri.
Áformað er að hefja framkvæmdir
í ár og ljúka þeim á næsta ári.
Í öðru lagi fari milljarður í bygg-
ingu viðbyggingar á tveimur hæðum
(sjá graf) en hún á að bæta aðstöðu
fyrir farþega í brottfararhliðum í
austurenda suðurbyggingar (stæði
10). Í þriðja lagi kosti 2,4 milljarða
að gera 1.200 metra akbraut fyrir
flugvélar sem tengir saman flughlað
við flugbraut. Ljúka á verkinu í ár.
Í fjórða lagi muni 650 milljónir
fara í viðhald og í fimmta lagi muni
kosta 320 milljónir að leggja nýjan
1.500 metra þjónustuveg. Í sjötta
lagi kosti um 200 milljónir að gera
nýja hringtengingu að flugstöðinni.
Ljúka á vegagerðinni á þessu ári.
Uppbygging við Leifsstöð
Isavia kynnir
áform sín í ár
Ný austurálma
við aðalbyggingu
Viðbygging
við stæði 10
Framkvæmdir við fl ugstöðina í Kefl avík
H
e
im
ild
: I
sa
vi
a
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. JANÚAR 2021
Þegar frost
er á fróni
Þinn dagur, þín áskorun
100% Merino
ullarnærföt
fyrir dömur og herra
Stærðir: S–XXL
Höfðabakka 9, 110 Reykjavík | run@run.is | www.runehf.is
OLYMPIA
Sölustaðir:
Hagkaup • Fjarðarkaup • Útilíf • N1 • Vesturröst • Verslun Guðsteins Eyjólfssonar • Verslunin Bjarg, Akranesi
Herrahúsið, Ármúla 27 • JMJ, Akureyri • Lífland, Hvolsvelli og Blönduósi • Verslunin Blossi, Grundafirði • Efnalaug Vopnafjarðar
Kaupfélag Skagfirðinga, Sauðárkróki • Verslun Grétars Þórarinssonar, Vestmannaeyjum • Borgarsport, Borgarnesi
Kaupfélag V-Húnvetninga, Hvammstanga • Verslun Bjarna Eiríkssonar, Bolungarvík • Þernan, Dalvík • Siglósport, Siglufirði
Bókaverslun Breiðarfjarðar, Stykkishólmi • Vaskur, Egilsstöðum • Skóbúð Húsavíkur • Efnalaug Suðurlands, Selfossi • run.is
BAKSVIÐ
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Samkvæmt samantekt Samtaka iðn-
aðarins (SI) hyggst hið opinbera ráð-
ast í framkvæmdir fyrir samtals
139,3 milljarða
króna í ár, borið
saman við 131,9
milljarða í fyrra.
Eins og sýnt er á
grafinu hér til
hliðar skýrist
munurinn ekki
síst af framlagi
Samtaka sveitar-
félaga á höfuð-
borgarsvæðinu,
SSH, en þau skil-
uðu auðu í þessu efni í fyrra.
Fjallað var um áformin á árlegu
útboðsþingi SI sem fram fór í gær.
Sigurður segir umfang opinberra
framkvæmda samsvara 4,5% af
landsframleiðslu í ár, borið saman
við 4,6% í fyrra. Á þann mælikvarða
sé umfangið sambærilegt.
Brugðist við faraldrinum
Spurður hvaða þýðingu þessar
framkvæmdir muni hafa fyrir iðnað-
inn í ár segir Sigurður mjög jákvætt
að vissir aðilar séu að auka fram-
kvæmdir, á borð við Framkvæmda-
sýsluna, en í því birtist aðgerðir
stjórnvalda til að bregaðst við niður-
sveiflu í kórónuveirufaraldrinum.
Sama megi segja um borgina.
„Við höfðum þó væntingar um að
umfang annarra opinberra aðila
væri kannski heldur meira. Þar má
nefna Vegagerðina en þar er lækkun
milli ára. Við teljum að þar sé ekki
aðeins svigrúm heldur brýn þörf.
Þess ber þó að geta að fyrirhuguð
vegagerð í einkaframkvæmd er ekki
í þessum tölum en gert er ráð fyrir
að verkefni fari af stað á þessu ári,“
segir Sigurður.
Meðal annars hefur Sigurður Ingi
Jóhannsson, samgöngu- og sveitar-
stjórnarráðherra, boðað tíðindi af
Sundabraut á næstu dögum.
Verður aldrei mikil í ár
Meðal annarra slíkra verkefna eru
tvöföldun Hvalfjarðarganga, vegur
um Hornafjarðarfljót og um Öxi.
Sigurður tekur þó fram að fjárfest-
ing vegna Sundabrautar verði aldrei
mikil í ár og verði þá fyrst og fremst
vegna hönnunar.
Dregið hefur úr uppbyggingu í
ferðaþjónustu en hótelgeirinn var
drjúg uppspretta fjárfestingar.
Spurður hvernig atvinnustigið
verði hjá iðnaðinum í ár, ef útboð op-
inberra aðila og hagspár ganga eftir,
segir Sigurður að greinin hafi dreg-
ist saman frá árinu 2019. Launþegar
séu færri og veltan minni.
„Það jákvæða er að höggið sem
greinin tekur á sig er nú miklu
minna en áður. Venjulega hefur
byggingariðnaðurinn sveiflast mikið
meira en viðskiptahagkerfið í heild.
Þegar þensla er í hagkerfinu al-
mennt er mikil þensla í byggingar-
iðnaðinum. Sömuleiðis hefur höggið
verið mikið ef það er slaki í hagkerf-
inu. Við erum ekki að sjá það núna og
það má meðal annars þakka við-
brögðum stjórnvalda við faraldrin-
um,“ segir Sigurður.
Vegur á móti niðursveiflu
Samtök iðnaðarins, undir forystu
Sigurðar, færðu rök fyrir því fyrir
nokkrum misserum að nota ætti
fyrirséðan slaka í hagkerfinu, þegar
glitti í lok hagvaxtarskeiðsins, og
byggja upp innviði. Síðan varð slak-
inn enn meiri vegna faraldursins en
það var ófyrirséð.
Spurður hvernig horfurnar í iðn-
aðinum í ár rími við þær væntingar
segir Sigurður að samtökin hefðu
viljað sjá meiri kraft í innviða-
uppbyggingunni.
„Það eru auðvitað ákveðin von-
brigði að þegar slakinn loksins
myndaðist, sem var fyrirséð því hag-
vaxtarskeið taka almennt enda,
skyldu ekki vera fleiri verkefni tilbú-
in til framkvæmda. Það eru vísbend-
ingar um að á síðasta ári hafi þurft
að fara í hönnun á verkefnum, í stað
þess að þeim áfanga væri lokið og
hægt væri að ráðast í framkvæmd-
ir,“ segir Sigurður.
Lítil breyting á atvinnuleysi
Varðandi atvinnustigið í iðnaði
bendi fátt til að atvinnuleysi muni
minnka verulega á þessu ári.
„Það er hins vegar hægt, ef viljinn
er fyrir hendi, að fara í meiri inn-
spýtingu og fjárfestingar sem skapa
störf við nauðsynlega uppbyggingu
innviða. Það eru allar forsendur fyrir
hendi en það er undir stjórnvöldum
komið hvernig þau standa að því.
Varðandi ferðaþjónustuna eru að-
stæður óviðráðanlegar. Við höfum
ekki í hendi okkar hvernig þau mál
þróast,“ segir Sigurður.
Athygli vekur að Isavia hyggst
auka fjárfestingu milli ára en mikill
samdráttur er í fluginu. Spurður um
þessa aukningu bendir Sigurður á að
Isavia hafi boðað fjárfestingu fyrir
21 milljarð í fyrra en reyndin hafi
verið innan við milljarður.
Undirbúningsleysið til tafar
Framkvæmdastjóri SI harmar að ekki skyldu fleiri verkefni hafa verið komin af undirbúningsstigi
Hið opinbera hefði getað unnið enn meira gegn slakanum Framkvæmt fyrir 139 milljarða í ár
Áætlað heildarverðmæti framkvæmda opinberra aðila
Milljarðar króna, 2020 og 2021
40
30
20
10
0
H
e
im
ild
: S
a
m
tö
k
ið
n
a
ð
a
ri
n
s
Reykjavíkur-
borg
Vegagerðin FSR ISAVIA Veitur Landsnet NLSH SSH Landsvirkjun Orka
náttúrunnar
Faxafl óa-
hafnir
19,6
38,7
9,3
21,0
8,8
11,7 12,0
0
4,1 4,5
2,2
28,6 27,5
22,8
13,5
12,0 11,9 11,0
6,6
3,6
1,4
0,2
Útboðsþing 2020
Samtals 132 ma.kr.
Útboðsþing 2021
Samtals 139 ma.kr.
Sigurður
Hannesson