Morgunblaðið - 28.01.2021, Page 30
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. JANÚAR 2021
Eltak sérhæfir sig í sölu
og þjónustu á vogum
Bjóðum MESTA úrval
á Íslandi af smáum
og stórum vogum
Afurðaverð á markaði
26. janúar 2021, meðalverð, kr./kg
Þorskur, óslægður 476,72
Þorskur, slægður 450,03
Ýsa, óslægð 537,27
Ýsa, slægð 393,73
Ufsi, óslægður 165,60
Ufsi, slægður 171,87
Gullkarfi 195,06
Blálanga, óslægð 175,00
Blálanga, slægð 227,76
Langa, óslægð 244,01
Langa, slægð 225,98
Keila, óslægð 60,37
Keila, slægð 88,71
Steinbítur, óslægður 123,16
Steinbítur, slægður 213,74
Skötuselur, slægður 603,83
Grálúða, slægð 374,00
Skarkoli, slægður 332,50
Þykkvalúra, slægð 521,14
Sandkoli, óslægður 136,00
Bleikja, flök 1.444,29
Regnbogasilungur, flök 3.176,00
Gellur 903,21
Hlýri, óslægður 174,00
Hlýri, slægður 298,94
Hrogn/þorskur 509,32
Lúða, óslægð 372,00
Lúða, slægð 458,84
Lýsa, óslægð 15,00
Lýsa, slægð 93,00
Rauðmagi, óslægður 342,19
Skata, slægð 102,73
Stóra brosma, slægð 39,00
Undirmálsýsa, óslægð 10,00
Undirmálsýsa, slægð 181,00
Undirmálsþorskur, óslægður 197,26
Undirmálsþorskur, slægður 269,00
Gunnlaugur Snær Ólafsson
gso@mbl.is
Tíðindi urðu fyrr í mánuðinum fyrir
fiskeldisfyrirtækið ÍS 47 ehf. þegar
Matvælastofnun (MAST) gaf út
stækkað rekstr-
arleyfi sem fimm-
faldar leyfilegt
eldismagn félags-
ins í Önundar-
firði. Fyrir var
Gísli Jón Krist-
jánsson, eigandi
fiskeldisfyrirtæk-
isins, með heim-
ild til sjókvíaeldis
á 150 tonnum af
þorski og 50
tonnum af regnbogasilungi en hefur
nú 1.000 tonna hámarkslífmassa af
regnbogasilungi og þorski.
„Ég er bara mjög bjartsýnn á að
þetta sé að takast hjá mér. Mjög
ánægjulegt að leyfið sé komið þó
það hafi tekið tíma, en það er bara
eðlilegt eins og staðan er í dag eins
og lög og reglugerðir eru,“ segir
Gísli, en umsókn um nýtt rekstr-
arleyfi var móttekin af MAST 23.
mars 2015.
Stefnt að frekari stækkun
Spurður hver séu næstu skref í
kjölfar nýs rekstrarleyfis svarar
hann: „Það er verið að leita að fjár-
magni í uppbyggingu og það er
stefnt að útsetningu seiða í vor. Lík-
lega gæti þetta verið tvö til þrjú ár
þangað til að maður er búinn að fylla
upp í þetta leyfi, en svo verður farið
í það að óska eftir stækkun í 2.500
tonn þar sem búið er að stækka
burðarþolið í firðinum. Vonandi tek-
ur það styttri tíma að fá það leyfi.“
Fyrirtækið hefur lagt áherslu á
eldi regnbogasilungs og þorsks.
Kostur regnbogasilungs hefur verið
að Hafrannsóknastofnun og Skipu-
lagsstofnun hafa verið sammála um
að lítil hætta stafi af slysaslepp-
ingum þar sem hrygnuseiði regn-
bogasilungs eru ekki talin geta
tímgast í íslenskum ám. Þá er
þorskurinn í sjókvíunum villtur og
ekki séð að hætta fylgi því að hann
kunni að sleppa.
Það er óhætt að segja að leyfis-
veitingin hafi för með sér töluverðar
breytingar fyrir reksturinn en Gísli
hefur til þessa séð sjálfur um að
sækja fiskinn í kvíar, slátra honum
og slægja. Starfsmenn hafa verið frá
tveimur og upp í fimm, allt eftir
álagi. „Ég sé það alveg fyrir mér, ef
mér tekst það á þessum stutta tíma,
að ég set út seiði í vor og þá stefni ég
að því að ráða fleiri starfsmenn en
eftir því hversu mörg seiði verða
sett út. Það tekur að vísu átján mán-
uði fyrir stofninn að komast í slát-
urstærð, en þetta mun hafa góð
áhrif,“ segir Gísli og vísar til þess að
Byggðastofnun hafi fyrir nokkru
metið það svo að fyrir hver þúsund
tonn af eldisfiski verða til tíu til tólf
störf.
Fjölgar stoðum
Hann telur fiskeldi mikilvæga við-
bót í flóru atvinnulífsins og segir það
fjölga stoðum samfélagsins.
„Þetta eykur fjölbreytnina á Flat-
eyri, í Önundarfirði og á Vest-
fjörðum. Eldið er vopn okkar Vest-
og Austfirðinga núna. Þetta er allt
mjög gleðilegt og svo eru vísbend-
ingar um að eitthvað sé að gerast í
Djúpinu. Við erum bara bjartsýn
hérna fyrir vestan,“ segir hann.
„Það er kraftur í fólki bæði hér fyrir
vestan og fyrir austan. Ef við bara
fáum að nýta þau tækifæri sem við
höfum þá komumst við áfram,“ bæt-
ir Gísli við að lokum.
Aukið eldi í Önundarfirði í vor
MAST heimilar fimmföldun eldis ÍS 47 Eigandinn stefnir að frekari stækkun og fjölgun starfa
Gísli Jón
Kristjánsson
Ljósmynd/Ingvar Jakobsson
Sókn Það getur skipt Flateyri máli að störfum fjölgar í Önundarfirði.
Hagræðingaraðgerðir Hafrann-
sóknastofnunar skiluðu tilætluðum
árangri samkvæmt drögum að yf-
irliti um afkomu stofnunarinnar
2020 sem hefur verið birt á vef-
svæði hennar.
Fram kemur að tekjur stofnun-
arinnar voru 4,2 milljarðar á síð-
asta ári en það er 212 milljónum
króna minna en árið 2019. Hins
vegar tókst að lækka kostnaðarliði
um 229 milljónir króna og skilaði
stofnunin jákvæðri afkomu sem
nam 49 milljónum króna.
Hafrannsóknastofnun fékk 3.115
miljónir króna á fjárlögum, þar af
voru 2.907 miljónir ætlaðar í rekst-
ur og 208 miljónir í fjárfestingar.
Tekjur voru 1.085 miljónir en þar
af voru 279 milljónir króna vegna
vörusölu, andvirði seldrar þjónustu
skilaði um 78 miljónum króna og
ýmsar aðrar tekjur og framlög
voru um 728 miljónir.
Breyttar aðstæður
Þá segir að kórónuveirufaraldur-
inn hafi þyngt rekstur stofnunar-
innar og er meðal annars vísað til
þess að tvö leiguverkefni rann-
sóknaskipsins Árna Friðrikssonar
féllu niður og nam tekjutap vegna
þessa 140 milljónum króna. Annars
vegar var um að ræða 30 daga leigu
til norsku hafrannsóknastofnunar-
innar en hins vegar leigu á skipinu í
8 daga í gegnum Evrópuverkefnið
Eurofleet.
Þá féll ekki út nokkur túr þrátt
fyrir að teknir væru upp breyttir
verkferlar vegna kórónuveirufar-
aldursins, svo sem skimun áhafna
sem og sóttvarnir um borða rann-
sóknaskipanna.
„Úthaldsdagarnir urðu mun
fleiri en ráðgert hafði verið eða 362
miðað við 326 árið 2019. Árna Frið-
rikssyni var haldið úti í 218 daga og
Bjarna Sæmundssyni í 144 daga.
Auk tveggja leiguverkefna sem
féllu niður og áður var getið um
varð sú breyting á upphaflegri
skipaáætlun að Árni Friðriksson
var notaður í haustrallið vegna
þess að ekki fékkst leiguskip í það
verkefni. Skip stofnunarinnar voru
því notuð mun meira í eigin rann-
sóknir en áætlað hafði verið,“ segir
á vef Hafrannsóknastofnunar.
gso@mbl.is
Hafró hagræddi í rekstri
Nýsköpun og
tækni leiðir af sér
þörf á enn fleiri
nýjungum og
lausnum. Nú hef-
ur íslenska fyrir-
tækið D-Tech,
sem sérhæfir sig í
þróun sótthreins-
andi þokukerfa
fyrir fiskvinnslur,
kynnt til leiks sérhannaðan hreins-
unarbúnað fyrir lokaðar fiskvinnslu-
vélar eins og vatnsskurðarvélar. Ger-
ir fyrirtækið ráð fyrir því að fá
einkaleyfi á hugmyndinni á næstunni.
„Við höfum rekið okkur á það að
upp hafa komið einangruð vandamál
innan í þessum vélum með örveru-
smit og höfum við þurft að takast sér-
staklega á við það. Þetta fékk okkur
til að setjast niður og afraksturinn er
nú kominn í ljós,“ segir Óli Björn
Ólafsson, sölu- og markaðsstjóri D-
Tech.
Tækið er einfalt í notkun og upp-
setningu og hentar vel fyrirtækjum
sem eru ekki tilbúin í stór heildstæð
kerfi en vilja lágmarka áhættuna á
vandamálum enda hefur það sýnt sig
að hitastigið innan í vatnsskurðarvél-
unum er kjörið fyrir örveruvöxt, stað-
hæfir Óli. Hann segir kerfið nú þegar
til staðar í nokkrum lokuðum fisk-
vinnsluvélum sem eru hluti af stærri
vinnslukerfum. gso@mbl.is
Sótthreinsunarkerfi
fyrir vatnsskurðarvélar
Óli Björn Ólafsson