Morgunblaðið - 28.01.2021, Síða 36

Morgunblaðið - 28.01.2021, Síða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. JANÚAR 2021 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Það er nán-ast gull-grafara stemning yfir slagnum um bóluefni gegn kórónuveirunni. Bretar sem loksins eru sloppnir úr ESB hrósa nú happi, því að sláandi er hversu miklu betur þeim gengur nú í bólukeppn- inni en raunin hefði verið ef þeir hefðu enn verið hangandi aftan í ESB. Núverandi stjórnarflokk- ar á Íslandi þurfa á hinn bóginn alls ekki að hanga aftan í ESB-sleðanum en gera það samt! Og enginn veit hvers vegna í ósköp- unum. Þau skrítnu tilþrif minna Íslendinga óneit- anlega á slysið um orku- pakkann, er þjóðin fjarri því að vera búin að bíta úr nálinni þar. Og ekki þarf að minnast á stóra slysið um Icesave. Æðsti strumpur komm- issaranna í Brussel, Ursula von der Leyen, gerir sér fulla grein fyrir því að klaufagangur Evr- ópusambandsins í bólu- efnabaráttunni hangir eins og skammarverðlaun á heimsvísu um háls kommissaranna í Brussel. Það voru jú þeir sem bönnuðu þjóðunum að bjarga sér og skikkuðu alla meðlimina undir sinn pilsfald. Þangað lufsuðust þeir eins og vant er. Það sætti engum tíðindum. En hitt var skrítnara að þangað skreið Ísland óvænt líka, rétt eins og Jóhönnu og Steingrími hefði þrátt fyrir allt tek- ist að troða landinu inn í sambandið. Takist Kára Stefánssyni og Þórólfi sóttvarnalækni ekki að rétta vitlausa kúrsinn af er augljóst að hin óþarfa þjónkun ís- lensku ríkisstjórnarinnar við Brussel hefur þegar valdið þjóðinni stórtjóni. Heiftin í bólustríðinu er nú komin á það stig að fjölmiðlar í Evrópu full- yrða að kommissararnir með Ursulu niðurlægða í fararbroddi hafi nú sett stærstu klíputangir sínar á framleiðandann Astra- Zeneca með kröfum um að framleiðslu fyrirtækisins í Bretlandi verði komið til þeirra í Brussel! Bretum gengur vel með efnin fyrir sitt leyti og telja þeir sig verða komna eftir aðeins örfáar vikur vel á veg með að klára bólusetningu á við- kvæmustu hópunum, og öllum mikilvægustu heilbrigðisstéttum og einnig við að bólusetja alla almenna borgara, sem eru eldri en sjötugir. Það myndi í einni svip- hendingu breyta stöðunni gersamlega. Það er ekki ofmælt að Breta vantaði svo sann- arlega góðar fréttir í bar- áttunni við veiruna ein- mitt núna. Í byrjun vikunnar sló veiruskratt- inn þar enn eitt met þeg- ar töflurnar og línuritin sýndu að svo væri komið að 100 þúsund Bretar teldust nú hafa látist af völdum kórónuveirunnar. Og dagana á eftir birtust svo glænýjar tölur sem sýndu að ekkert lát virt- ist á. En það er þekkt að dánartíðnin í þessum far- aldri er langhæst hjá þeim sem veikastir eru fyrir og í hópnum sem er eldri en 70 ára og fara neikvæðu tölurnar all- hratt hækkandi eftir því sem þær sýna hærra ald- ursstig. Bretar hafa þegar kom- ist yfir að bólsetja þá sem orðnir eru 80 ára og eldri svo ætla má að mikið fall verði fljótlega í smitum í elstu hópum landsins og þar með hjá þeim sem eiga erfiðara með að vinna bug á veikinni fyrir vélarafli eigin mótstöðu. Væntanlega verða bresk yfirvöld ekki ginn- keypt fyrir því að láta bóluefni sem framleidd eru í Bretlandi úr sínum ranni fyrr en bresku þjóðinni hefur verið kom- ið fyrir vind. Og allra síst til þeirra sem gerðu allt sem þeir gátu til að eyði- leggja niðurstöðu bresku þjóðarinnar. Það er ekki fögur sjón að sjá heims- veldin slást um bólusetningar- dreitilinn} Bólar lítt á bóluefni Evrópusambandsins Í heilbrigðisstefnu til ársins 2030 kem- ur fram það markmið að árið 2030 verði byggingaframkvæmdum við Landspítala við Hringbraut og Sjúkrahúsið á Akureyri lokið og að þar verði góð aðstaða til að veita bráða og val- kvæða heilbrigðisþjónustu og öfluga þjónustu á dag- og göngudeildum. Efling göngudeildarþjónustu á Landspítala hófst á fyrri hluta embættistíðar minnar sem heilbrigðisráðherra, þegar undirbúningur að opnun göngudeilda á Eiríksstöðum hófst í október 2018. Þá var húsnæði við Skaftahlíð tekið á leigu undir starfsemi Landspítala og húsnæði á Eiríksstöðum, sem hefur hýst skrifstofur Landspítala, breytt til þess að þar væri mögulegt að hefja göngudeildar- starfsemi. Skrifstofur Landspítala voru flutt- ar í Skaftahlíð á síðasta ári, samhliða framkvæmdum við Eiríksstaði. Húsnæðið á Eiríksstöðum hefur nú tekið gagngerum breytingum. Sem dæmi má nefna að lyftu hefur verið bætt í húsið, sett hefur verið upp loftræstikerfi sem upp- fyllir sjúkrahúskröfur, sérhæfð rými útbúin, s.s. skurð- stofur, röntgenstofur og skimunaraðstaða fyrir brjósta- krabbameini, auk viðhalds og breytinga á húsinu í heild sinni. Framkvæmdum lýkur bráðlega og starfsemi mun hefjast í hluta hússins á næstu vikum og í síðustu viku tók Landspítali á ný við húsnæðinu að Eiríksgötu 5 Eiríksstaðir munu hýsa fjölbreytta klíníska starfsemi á vegum Landspítala og þegar hún hefst eflist þjónusta og göngudeildarstarfsemi spítalans með marg- víslegum hætti. Í hinu breytta húsnæði á Eiríksstöðum verð- ur göngudeildarþjónusta fyrir gigtarsjúk- dóma, innkirtlasjúkdóma, erfðaráðgjöf, augn- sjúkdóma, skimun og greiningu krabbameins og sérstök brjóstamiðstöð. Á Eiríksstöðum verður jafnframt heildstæð göngudeildarþjón- usta við konur með krabbamein í brjósti, allt frá skimun til eftirlits eftir meðferð. Göngudeildarhúsið Eiríksstaðir er ómiss- andi hluti endurnýjunar húsnæðis við Land- spítala sem nú stendur yfir og felst meðal ann- ars í nýbyggingu meðferðarkjarna við Hringbraut. Við viljum geta boðið okkar góða heilbrigðisstarfsfólki og sjúklingum spítalans fyrsta flokks aðstæður sem uppfylla kröfur nú- tímans um gæði og öryggi. Endurbætur og breytingar á húsnæði og nýbyggingar eru þar veigamikill þáttur. Heilbrigðisþjónustan tekur breytingum dag frá degi í samræmi við auknar þarfir fyrir sveigjanleika og fjölbreytni. Heilbrigðisstefnan okkar gerir ráð fyrir sífellt öflugri Landspítala og ný þjónusta á Eiríksstöðum er skref í þá átt. Efling göngudeildarþjónustu við þjóðarsjúkrahúsið okkar felur í sér eflingu hins opinbera heilbrigðiskerfis. Það er stóra markmið ríkisstjórnar Katrínar Jakobs- dóttur að styrkja og efla hið opinbera heilbrigðiskerfi og hver áfangi á þeirri vegferð er fagnaðarefni. Svandís Svavarsdóttir Pistill Aukin göngudeildarþjónusta Höfundur er heilbrigðisráðherra STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen BAKSVIÐ Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Breiðafjarðarnefnd hefursent umhverfis- og auð-lindaráðherra erindi meðtillögum sínum um framtíð verndar, nýtingar og stjórnunar verndarsvæðis Breiðafjarðar. Í til- lögunum leggur Breiðafjarðarnefnd áherslu á að endurskoða þurfi lög um vernd Breiðafjarðar, þau verði gerð sterkari og skýrari, og það verði gert sem fyrst. Um leið verði horft sér- staklega til þess möguleika að stækka svæðið svo það nái frá Bjarg- töngum að Öndverðarnesi. Lög um vernd Breiðafjarðar tóku gildi 1995 og er tilgangur þeirra að stuðla að verndun Breiðafjarðar, einkum landslags, jarðmyndana, líf- ríkis og menningarminja. Ákvæði laganna taka til allra eyja, hólma og skerja á Breiðafirði ásamt fjörum í innri hluta fjarðarins sem markast af línu dreginni frá Ytranesi á Barða- strönd við fjörðinn norðanverðan í Hagadrápssker um Oddbjarnarsker, Stagley og Höskuldsey í Vallabjarg að sunnanverðu. Breyting á lögunum og fleiri þáttum varðandi vernd Breiðafjarðar hefur verið í deiglunni í nokkurn tíma og 2010 var t.d. skipaður starfshópur sem falið var að gera úttekt á lög- unum og framkvæmd þeirra. Flókið eignarhald Nefndin leggur einnig til við ráðherra að hann beiti sér fyrir því að Breiðafjörður verði skráður á lista yfir Ramsarsvæði. Nefndin óskar að auki eftir því að ráðherra hefji vinnu við að skoða og kynna á næstu miss- erum kosti og galla stofnunar þjóð- garðs á Breiðafirði, á hluta svæðisins eða í heild, og skráningar svæðisins á heimsminjaskrá UNESCO. Segir í skýrslunni að tilnefning á heims- minjaskrá sé stórt skref sem þarfnist ítarlegs og vandaðs undirbúnings. Um stofnun þjóðgarðs segir í skýrslunni að þar sem eignarhald á svæðinu sé flókið sé ólíklegt að það takist á næstu árum ef þjóðgarðurinn ætti að ná yfir allan Breiðafjörð. Því væri rétt að skoða möguleika á að skipta svæðinu í undirsvæði þar sem mismunandi reglur gilda. Þjóðgarður í sjó væri mögulegt fyrsta skref þar sem ríkið fari með eignarhald utan netlaga. Tekið er fram að undirbún- ingur þjóðgarðs á Breiðafirði gæti orðið tímafrekt verkefni sem ekki megi hægja á endurskoðun laga um verndarsvæði Breiðafjarðar. Í ítarlegri skýrslu er greint frá tillögum nefndarinnar sem byggja á upplýsingaöflun og samráði síðustu tveggja ára. Þar er m.a. að finna um- sagnir sveitarfélaga, félagasamtaka, útgerðarfélaga, landeigenda og frá öðrum áhugasömum um framtíð svæðisins. Voru þær ýmist jákvæðar eða neikvæðar. Umsagnir bárust frá öllum sjö sveitarfélögunum sem að firðinum liggja og taka þau undir með Breiðafjarðarnefnd um að tíma- bært væri að endurskoða lög um vernd Breiðafjarðar, segir í skýrsl- unni. Þarna er Stykkishólmsbær undanskilinn en sveitarfélagið fjallar ekki sérstaklega um endurskoðun á lögunum í sinni umsögn. Stefnubreyting óþörf Í fundargerð bæjarstjórnar Stykkishólmsbæjar frá 10. desember segir meðal annars: „Bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar telur að það sé ekkert í núverandi aðstæðum, í sam- spili manns og náttúru, sem kalli á stefnubreytingu á þessum tíma- punkti, líkt og nefndin telur þörf á og hefur stefnt að frá árinu 2014, hvorki með stofnun þjóðgarðs, skráningu svæðisins sem Ramsarsvæði og/eða á Heimsminjaskrá Menningar- málastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNESCO).“ Víða kemur fram í skýrslunni áhersla aðila málsins á að í áfram- haldandi vinnu verði þátttaka sveit- arstjórna, íbúa, landeigenda, at- vinnulífs og annarra hagsmunaaðila tryggð. Breytt lög og þjóðgarður á Breiðafirði á dagskrá Í nokkrum rammagreinum í skýrslu Breiðafjarðarnefndar er að finna spurningar, sem komu upp í samráðsferlinu, og svör við þeim. Meðal annars var spurt hvort þörf væri á aukinni vernd á Breiðafirði. „Tilgangur nefndarinnar með þessari vinnu við mótun fram- tíðar Breiðafjarðar er að tryggja góða framtíð svæðisins. Í því felst meðal annars að við fjörð- inn þrífist áfram öflugt samfélag sem nýtir auðlindir á sjálfbæran hátt. Aukin ásókn á svæðið er óhjákvæmileg og það er mat Breiðafjarðarnefndar að m.a. sé mikilvægt að koma á skilvirkri stýringu umferðar fólks um svæðið. Núgildandi lög gera það ekki,“ segir m.a. í svarinu. Spurt er hvort fiskveiðar verði bannaðar á Breiðafirði ef þar verði stofnaður þjóðgarður. Svarið er nei, engin breyting sé fyrirhuguð á fiskveiðistjórnun og fiskveiðum enda feli þjóðgarður ekki endilega í sér boð og bönn. Önnur spurning er um hvort landeigendur missi yfirráð lands ef fjörðurinn verði gerður að þjóðgarði, skráður á lista Rams- ar eða á heimsminjaskrá. Þar er svarið einnig nei. Er þörf á meiri vernd? SPURT OG SVARAÐ Verndarsvæði Breiðafjarðar Núverandi mörk verndarsvæðis Ytranes Valla- bjarg Stagley Öndverðarnes Fyrirhuguð mörk verndarsvæðis Bjargtangar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.