Morgunblaðið - 28.01.2021, Qupperneq 56
VIÐTAL
Helgi Snær Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
Ný hrollvekja eftir Emil Hjörvar
Petersen, Ó, Karítas, er komin út á
hljóðbókaveitunni Storytel og var
bókin skrifuð sérstaklega fyrir veit-
una og gefin út í flokknum Storytel
Original. Er þetta fyrsta íslenska
skáldsagan sem samin er sérstak-
lega fyrir veituna og aðeins hugsuð
til útgáfu sem hljóðbók. Er henni
lýst sem hrollvekju og dulrænum
trylli sem fái hárin til að rísa og ríg-
haldi hlustendum frá fyrstu sek-
úndu. Leikarinn Guðmundur Ingi
Þorvaldsson les söguna en prufur
voru haldnar fyrir leikara og hann
valinn á endanum.
Kortlagði þorpið
Emil segir Storytel hafa leitað til
sín um að skrifa bókina. „Þau sögð-
ust vera að fara af stað með Storytel
Original sem eru þá sögur sérstak-
lega skrifaðar sem hljóðbækur og
þær eru framleiddar og ritstýrt af
Storytel og sérstaklega gefnar út af
þeim,“ segir Emil. Hann hafi sent
inn nokkrar hugmyndir og ein þeirra
verið Ó, Karítas. „Þeim leist vel á
hana og báðu mig um beinagrind og
ég skrifaði hana, settist niður og
gerði grófa áætlun fyrir söguna.
Þeim leist vel á það og þá skrifuðum
við undir samning,“ segir Emil frá.
Skömmu síðar hafi hann haldið til
Búðardals, sögusviðs bókarinnar, og
dvalið þar, kortlagt þorpið, tekið
myndir og spjallað við fólk sem þar
býr.
Emil segir ástæðuna fyrir því að
sagan gerist í Búðardal þá að hann
hafi átt leið um dalinn fyrir nokkrum
árum þegar hann var í rannsóknar-
ferð fyrir aðra bók. „Ákveðið hús við
fjöruna fangaði athygli mína og svo
hafði ég verið að lesa þjóðsögur sem
gerast á þessu svæði. Það er til þjóð-
saga sem heitir Karítas í Búðardal
og er ein mest uggvekjandi þjóðsaga
sem ég hef lesið af því hún skilur svo
mikið eftir sig. Hún fjallar um unga
konu sem fer út úr baðstofunni, er
með hníf og er að fara að skera vað-
mál. Það tekur einhver í höndina á
henni, huldumaður, og hún sker í
höndina á honum. Einhverju síðar
sofnar hún úti á túni og þá kemur
huldukona og tekur í hana og segir
„nú skal ég launa þér fyrir son
minn“. Undir lok sögunnar er skrif-
að að Karítas hafi aldrei verið söm
eftir þetta,“ segir Emil. Karítas
missti sumsé vitið.
Hrollvekjuaðdáandi
Ó, Karítas gerist árið 2018 og
fjallar um meistarakokkinn Braga
sem rekið hefur veitingastað í
Reykjavík og á glæsilegt hús á Álfta-
nesi en hefur unnið svo mikið að
hann þekkir varla börnin sín, Elísu
og Láka, sem orðin eru unglingar.
Eiginkona og barnsmóðir Braga
skilur við hann og yfirgefur fjöl-
skylduna og Bragi þarf þá að endur-
hugsa líf sitt og selur veitingastað-
inn. Hann er ættaður úr Dölunum og
selur veitingastaðinn og húsið sitt,
kaupir sér hús í Búðardal og tekur
við rekstri veitingastaðar og gisti-
heimilis í þorpinu. Hann kynnist dul-
arfullri konu, Karítas, og heillast af
henni en ekki líður á löngu þar til
undarlegir atburðir fara að gerast í
húsinu þar sem Bragi og börn hans
búa. „Þetta er saga af þeirra lífi
líka,“ segir Bragi um hrollvekjuna
sem ætluð er fullorðnum, að hans
sögn, þótt unglingar muni eflaust
líka hafa gaman af því að hlusta.
Emil segir takmark sitt undan-
farin tíu ár hafa verið að skrifa fanta-
síur og vísindaskáldsögur fyrir eldri
lesendur á íslensku. „Ég hef lagt mig
í líma við að skrifa á þann hátt og það
hefur tekist vel til en ég ákvað að
fara yfir í hrollvekjuna því ég hef
alltaf verið hrollvekjuaðdáandi og í
mínum seinni bókum hafa sögurnar
orðið dálítið myrkar. Ég ákvað því að
fara alla leið í hrollvekjuna því það er
meiri samtímalýsing í henni, fleiri
sem geta tengt við hana. Hún gerist
algjörlega í nútímanum og er um
venjulegt fólk og svo er einhver
undirliggjandi óhugnaður sem læðir
sér inn í söguna og stigmagnast,“ út-
skýrir Emil.
Frjálsar hendur
„Munurinn á því að skrifa venju-
lega skáldsögu og þessa er ekki mjög
mikill en ég þurfti að hafa í huga
uppbyggingu fyrir hvern kafla, að
það væri alltaf eitthvað spennandi og
áhugavert að gerast í hverjum kafla
til að fanga athygli hlustenda. Það
þarf að huga að því að hafa samtölin
lifandi og sannfærandi. Mér fannst
þetta spennandi form,“ segir Emil
um hljóðbókarskrifin miðað við skrif
á bókum til hefðbundinnar útgáfu.
Munurinn á skrifunum sé þó ekki
mikill á heildina litið. „Þegar maður
byrjar að skrifa breytast hlutirnir og
ég hafði þá samband við ritstjórann
og sagði að sagan þyrfti að fara
meira í þessa eða hina áttina og það
var allt í lagi. Ég fékk alveg frjálsar
hendur,“ útskýrir hann. Hann hafi
þó stundum þurft að breyta ein-
hverju formsins vegna, til dæmis
leggja meira upp úr lýsingum til að
hafa textann sem sjónrænastan.
Mögulega flutt á
öðrum tungumálum
„Takmarkið var að skrifa ekta
hrollvekju sem væri samt ramm-
íslensk,“ segir Emil um söguna og
tekur fram að sagan sé skrifuð með
fullri virðingu fyrir Búðardal. Sam-
félagið þar sé lítið og tilvalið sögu-
svið fyrir hrollvekju. „Hún er skrifuð
á íslensku fyrir íslenska hlustendur
en Storytel mun láta þýða hana fyrir
öll útibú fyrirtækisins sem eru í
mörgum löndum. Útvaldar sögur
eru þýddar á ensku og þá getur
Storytel annars staðar tekið ákvörð-
un um hvort þýða eigi söguna yfir á
fleiri tungumál,“ segir Emil. Það er
því aldrei að vita nema Karítas hrelli
fleiri þjóðir en Íslendinga.
Þótt Ó, Karítas sé nýkomin á
Storytel er strax komin stjörnugjöf
frá hlustendum, fjórar af fimm
mögulegum, sem er harla gott. Emil
segir gaman að fá viðbrögð strax frá
hlustendum, ólíkt því að vita ekki
hvernig bók leggst í lesendur. „Ég sé
að fólk er byrjað að hlusta þannig að
maður fær beint í æð að sagan sé að
lifna við meðal hlustenda. Það er
skemmtileg tilbreyting og upplifun,“
segir Emil. Hljóðbókaveitur séu
komnar til að vera og spennandi
form en hann muni þó ekki hætta að
skrifa bækur til prentunar. „Þetta er
viðbót og fjölbreyttur hópur sem er
að hlusta. Það er svo gaman,“ segir
Emil að lokum.
Morgunblaðið/Eggert
Ánægður Emil í bækistöðvum Storytel á Íslandi. Hann er ánægður með góðar viðtökur hjá hlustendum Ó, Karítas.
„Fannst þetta spennandi form“
Storytel hefur gefið út hrollvekju Emils Hjörvars Petersen, Ó, Karítas Skrifuð að beiðni Storytel
„Takmarkið var að skrifa ekta hrollvekju sem væri samt rammíslensk,“ segir Emil um hljóðbókina
56 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. JANÚAR 2021
Enska dagblaðið The Guardian
greinir frá því að skapandi greinar í
löndum Evrópusambandsins hafi orð-
ið hvað mest fyrir barðinu á Covid-19
og aðeins fluggeirinn hafi orðið verr
úti. Nýleg könnun leiddi þetta í ljós
og að mikillar fjárfestingar væri þörf
í skapandi greinum og þá bæði með
einkaframtaki og opinberu.
Skýrsla sem unnin var út frá könn-
uninni leiðir í ljós að atvinnugreinar
innan mengis hinna skapandi greina,
þ.á m. kvikmyndagerð, fjölmiðlun og
bókaútgáfa, hafa orðið fyrir um 31%
tekjufalli árið 2020 miðað við árið á
undan sem er meiri tekjumissir en
varð í ferðabransanum. Fluggeirinn
einn varð fyrir meira tapi en munar
þó litlu.
Franski raftónlistarmaðurinn
Jean-Micel Jarre er meðal þeirra
sem komu að könnuninni og segir
hann að tapið sé ekki aðeins fjár-
hagslegt heldur líka menningarlegt,
eins og gefur að skilja.
Skapandi Frakkinn Jean-Michel Jarre.
Þungt högg fyrir skapandi greinar
AFP
Djasspíanistinn Junior Mance, sem
lék með mörgum þekktustu djass-
tónlistarmönnum sögunnar, er lát-
inn, 92 ára að aldri. Meðal þeirra
sem Mance lék með á fyrri hluta
ferilsins voru Lester Young, Dizzy
Gillespie, Cannonball Adderley og
Dinah Washington. Hann stofnaði
síðar hljómsveitir sjálfur við góðan
orðstír. Banamein Mance var heila-
blæðing og hafði hann auk þess
glímt við alzheimers-sjúkdóminn.
Mance var einnig mikill blústón-
listarmaður og skrifaði bók um blú-
spíanóleik, How to Play Blues
Piano, sem kom út árið 1967. Þótti
blúsinn alltaf nálægur í píanóleik
hans þótt hann væri í raun ekki að
leika blús, eins og einn gagnrýn-
andi The New York Times komst
að orði árið 1982.
Fingrafimur Mance var fær píanóleikari.
Junior Mance látinn, 92 ára að aldri
Vagnhöfði 7, 110 Reykjavík | Sími: 517 5000 | stalogstansar.is
2012
2020
HJÁ OKKUR FÁST
VARAHLUTIR
Í AMERÍSKA BÍLA