Morgunblaðið - 28.01.2021, Side 58

Morgunblaðið - 28.01.2021, Side 58
58 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. JANÚAR 2021 MOKKAKÖNNUR SMÁRALIND – KRINGLAN DÚKA.IS Frí heimsending á duka.is Sendum um allt land Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Klængur Gunnarsson opnar í dag sýninguna Krókótt í D-sal Lista- safns Reykjavíkur í Hafnarhúsi en sýningarstjóri er Edda Halldórs- dóttir. Klængur er 42. listamað- urinn til að sýna í sýningaröð safnsins í þessum sal, fæddur árið 1985 og býr nú og starfar í Gauta- borg í Svíþjóð. Klængur nam myndlist við Listaháskóla Íslands, var skiptinemi við ljósmyndadeild Hochschule für Grafik und Buch- kunst í Leipzig í Þýskalandi og stundaði framhaldsnám í Akademin Valand í Gautaborg í Svíþjóð og út- skrifaðist úr því árið 2019. „Með samsnúningi af heim- ildagerð og skáldskap reynir Klængur að ná fram hlykkjóttu sjónarhorni á hversdagslega at- burði og athafnir. Þaðan vill hann vekja upp spurningar hjá áhorf- endum sem snúa meðal annars að mikilvægi þess að staldra við í hringrás daglegs lífs,“ segir um listamanninn í tilkynningu og að dagleg skrásetning hversdagsleik- ans í nánasta umhverfi leiði af sér frekari úrvinnslu þar sem listamað- urinn endurgeri raunverulega at- burði eða setji þá á svið með skáld- legum hætti. Þessi skrásetning fari fram með ýmsum hætti og þá til dæmis með ljósmyndun eða texta- gerð en úrvinnsla fari fram í gegn- um kvikmyndaverk og innsetn- ingar. Býr sér til ramma Klængur ræddi í byrjun viku við blaðamann en þá var sýningin ekki komin upp í salnum og listamað- urinn því beðinn um að lýsa því sem fyrir augu ber nú þegar sýn- ingin er tilbúin. „Ég hef síðustu þrjú ár verið að vinna með staði í borgarumhverfinu sem mér finnst stinga svolítið í stúf. Þegar maður og náttúra ná ekki alveg að passa saman og þetta er eiginlega þriðja verkið sem ég finn á þennan hátt. Ég bý til einhvern ramma sem ég vinn innan í, hvort heldur er lengd borgarumhverfisins eða eitthvað annað,“ útskýrir Klængur. Hann segist hafa tekið upp verkið í D- salnum í Gautaborg þar sem hann býr og starfar. „Þegar ég var að byrja að vinna þetta ákvað ég að hljóla eins langt og ég gæti, fram og til baka, á rafmagnshjólinu mínu sem drífur x kílómetra. Það er byrjunarreitur og svo finn ég eitt- hvað innan þessa ramma og í þetta skiptið var það nýbyggt hverfi inn- an Gautaborgar sem er rammað inn af járnkörfuvegg á ákveðinn hátt. Þetta virkar eins og hálfgert virki,“ útskýrir Klængur en vegg- ina kannast Reykvíkingar við, til dæmis er einn sem skilur að Klam- bratún og Miklubraut en slíkir veggir eru hér kallaðir grjótkörfu- veggir, vírvirki sem fyllt er með grjóti. „Þessi veggur vakti athygli mína og ég ákvað að vinna þarna,“ heldur Klængur áfram, „og ég vinn yfirleitt úti við og mikið á ákveðnum stað. Það er mikil endur- tekning, ég fer á staðinn og mynda og mynda með vídeóvél og reyni að komast að því hvað þessi staður er og hvað hann getur sagt um sjálfan sig, á einhvern hátt. Svo spinnst kannski út frá þessu einhver veru- leiki af því að ég þekki ekkert fólk- ið sem á heima þarna en þessi veggur er sögupersóna í verkinu. Þetta er þriggja rása vídeóverk, hvert vídeó er 2-4 mínútur að lengd og veggurinn sjálfur er sögumaður. Hann er karakter sem er í ein- hvers konar leit, leit að því að skilja hversdagsleikann og hvað það er að vera staður. Að skilja fólkið sem er í kringum hann.“ Smávægilegt og spaugilegt Klængur segir að til að fá líf í verkið hafi hann bætt við annarri vinnuaðferð sem hann noti mikið. Hann reyni að hafa augun opin fyr- ir litlum breytum í hversdagsleik- anum, einhverju sem virðist smá- vægilegt en þó spaugilegt. Stundum séu þetta hljóð, stundum texti, einhver lítil og fyndin frávik. „Í þessu verki er til dæmis maður að hjóla niður brekku við þetta virki og hann er í allt of stórum fötum, vindbuxum og vindjakka þannig að hann blæs upp eins og segl. Þetta sá ég annars staðar, gaur að fara á fullu niður göngu- stíg og svo blés hann upp. Ég endurgeri þrjú svona svipuð augna- blik á staðnum, í raun mjög líkt því sem var í raunveruleikanum,“ út- skýrir Klængur. Í endurgerðinni reyni hann að endurskapa augna- blikið eins nákvæmlega og hann geti. „Fáránleiki hversdagsins hef- ur alltaf verið mér hugleikinn og mér finnst það fyndið. Það er mik- ilvægt að horfa á hversdagslegar athafnir kómískum augum. Húm- orinn er leið til að skilja heiminn í kringum sig.“ Titill sýningarinnar vísar bæði til krókaleiðarinnar sem Klængur hjólaði á rafhjólinu sínu og hinna endursköpuðu augnablika. „Þessa litlu króka sem fólk lendir í eða býr til sjálft,“ útskýrir Klængur. Sýningin verður opin gestum í D-sal frá og með deginum í dag, 28. janúar, en vegna sam- komutakmarkana verður ekki um hefðbundna sýningaropnun að ræða. Listasafn Reykjavíkur í Hafnarhúsi er opið alla daga vik- unnar kl. 10-17 og til kl. 22 á fimmtudögum. Morgunblaðið/Árni Sæberg Nr. 42 Sýningaröðin í D-sal hóf göngu sína árið 2007. Í henni er listamönnum sem hafa mótandi áhrif á íslenska myndlistarsenu boðið að halda sína fyrstu einkasýningu í opinberu safni. Klængur er 42. listamaðurinn sem sýnir. Grjótkörfuveggir Stilla úr verki Klængs sem sjá má í D-sal Hafnarhúss. Lítil og fyndin frávik  Klængur Gunnarsson sýnir í D-sal  Grjótkörfuveggur í Gautaborg verður að persónu í þriggja rása vídeóverki  „Fáránleiki hversdagsins hefur alltaf verið mér hugleikinn,“ segir Klængur Þjóðleikhúsið efnir nú í fyrsta sinn til rafrænna áheyrnarprufa fyrir menntaða leikara og hefur kallað eftir umsóknum um leikarastöður með það að markmiði að auka fjöl- breytni í leikhópnum, eins og segir í tilkynningu. Eru leikarar af öllum kynjum og mismunandi uppruna hvattir til að sækja um en Þjóðleik- húsið vinnur nú að undirbúningi næsta leikárs og í þeim tilgangi er kallað eftir umsóknum um stöður leikara við húsið. Leikarar geta nú í fyrsta sinn sent stuttar upptökur af sér auk al- mennra umsóknargagna og er þetta gert til að auka aðgengi nýrra leik- ara að húsinu en jafnframt lagar leikhúsið sig með þessum hætti að ríkjandi aðstæðum, eins og því er lýst í tilkynningu. Eftir að listrænir stjórnendur í nýju listrænu teymi leikhússins hafa farið yfir umsóknir verður hluta hópsins boðið í ítarlegri prufur með sambærilegum hætti og gert var í fyrra þegar ellefu leik- urum var boðið til ítarlegra prufa fyrir hlutverk Rómeós og er þá unn- ið með leikstjóra við húsið. Skráning á umsóknum og inn- sending á prufugögnum fer fram í gegnum skráningarform á vefsíðu leikhússins á slóðinni leikhusid.is og skal senda gögn með því að fylgja nánari leiðbeiningum á vefnum, þ.e. upplýsingar um feril, ljósmynd og stutt myndband. Öllum umsóknum verður svarað en þó verða ekki allir boðaðir í framhaldsprufur, segir í til- kynningunni. Tekið hefur verið við umsóknum frá því í desember í fyrra en skila- frestur er til og með 1. febrúar næst- komandi. Fjölbreytni Þjóðleikhúsið efnir til rafrænna áheyrnarprufa fyrir leikara og hefur kallað eftir umsóknum um leikarastöður til að auka fjölbreytni. Rafrænar áheyrnarprufur

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.