Morgunblaðið - 28.01.2021, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 28.01.2021, Blaðsíða 64
MÁNUDAGINN 8. FEBRÚAR ALLT AÐ 60% AF VÖLDUM VÖRUM Útsölulok ILVA Korputorgi, s: 522 4500 - www.ILVA.is laugardaga og sunnudaga 12-18 mánudaga - föstudaga 11-18:30 Daníel Bjarnason og horndeild Sin- fóníuhljómsveitar Íslands verða í aðalhlutverkum á tónleikum í Eld- borg í kvöld kl. 20. Horndeildin flyt- ur fjörugt verk fyrir fjögur horn eft- ir Robert Schumann undir stjórn Daníels Bjarnasonar. Einnig verður flutt Over Light Earth eftir Daníel frá árinu 2012 og er um frumflutn- ing á Íslandi að ræða. Verkið er inn- blásið af málverkum Marks Rothkos og Jacksons Pollocks og var samið að beiðni Fílharm- óníusveitarinnar í Los Angeles og frumflutt þar undir stjórn Johns Adams en á efnisskrá kvöldsins er einnig verk eftir hann sem nefnist Shaker Loops og er frá árinu 1983. Telst það eitt af meistaraverkum naumhyggju í tónlist. Í samræmi við sóttvarnalög er sætaframboð á tónleikana takmarkað við 100 tónleikagesti í fjórum sóttvarnahólfum í Eldborg og eru minnst tvö auð sæti á milli allra pantana til að tryggja nálægðarmörk milli gesta. Gestum ber skylda til að vera með grímu. Tónleik- unum verður einnig útvarpað beint á Rás 1. Horndeildin í aðalhlutverki FIMMTUDAGUR 28. JANÚAR 28. DAGUR ÁRSINS 2021 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 697 kr. Áskrift 7.530 kr. Helgaráskrift 4.700 kr. PDF á mbl.is 6.677 kr. iPad-áskrift 6.677 kr. Íslandsmeistaralið Vals í fótbolta karla hefur stigið skref í átt að atvinnumennsku með því að æfa eins og atvinnulið tvo daga í viku. Leikmenn Vals mæta í vinn- una á Hlíðarenda klukkan níu á morgnana, æfa fyrir og eftir hádegi, fá morgunmat og hádegismat og eru farn- ir heim klukkan hálffimm. Morgunblaðið ræddi við Heimi Guðjónsson þjálfara og Birki Má Sævarsson, leik- mann Vals, um þessa tilraun og báðir lýsa þeir yfir ánægju með hvernig hún fer af stað. »55 Valsmenn æfa eins og atvinnulið tvo daga í hverri viku ÍÞRÓTTIR MENNING Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Völundurinn Einar S. Sigurjónsson tekur daginn snemma og býr til ýmsa muni í bílskúrnum sér og öðr- um til gagns og gamans. „Ég er núna að búa til litla kertastjaka,“ segir Einar, en hann hefur meðal annars rennt skálar af ýmsum gerð- um, til dæmis prjónaskálar, og smíð- að brauð-, kjöt- og ostabretti, einnig tvenns lags spil, sem notið hafa mik- illa vinsælda hjá öllum aldurshópum. Selfyssingurinn, sem bjó 14 fyrstu árin á Eyrarbakka, hefur komið víða við. Hann vann á trésmíðaverkstæði í heimabænum, ók m.a. í mörg ár með Moggann til blaðbera eftir að hann flutti til Reykjavíkur, keyrði strætó og rútur, og var leigubílstjóri í yfir 20 ár áður en hann tók við starfi forsetabílstjóra og ók Ólafi Ragnari og Guðna samtals í 16 ár. Hann hætti síðastnefnda starfinu vegna veikinda fyrir ríflega tveimur árum og einhenti sér í sköpunina skömmu síðar. „Ég vildi hafa eitt- hvað fyrir stafni, var orðinn of gam- all á vinnumarkaðnum, en neyðin kennir naktri konu að spinna og timbrið hefur alltaf átt ítök í mér enda má segja að hamarinn hafi ætíð verið innan seilingar.“ Kynntust hjá forsetanum Vigdís Bjarnadóttir, eiginkona Einars, vann í 39 ár á skrifstofu for- seta Íslands og þar kynntust þau. Hún hætti 2007, fór aftur í skóla, brautskráðist með BS-próf í um- hverfisskipulagi í Landbúnaðar- háskólanum á Hvanneyri, lauk námi í Leiðsöguskólanum og starfaði sem leiðsögumaður í tæp átta ár, en fór á fullt í myndlistina þegar Einar hætti að vinna. „Við erum heppin að hafa góða vinnuaðstöðu fyrir þessi hugðarefni okkar,“ segir Einar. Ánægjan er fyrir öllu og réttu tól- in og tækin auðvelda vinnuna. Einar nýtur þess að eiga góðar vélar og er sérlega hreykinn af trérennibekk sínum. „Hérna er ég líka með verk- færi sem ég hef átt síðan ég var 17 ára,“ segir hann hreykinn. Hugmyndirnar fær hann ekki síst á netinu. „Finna má allt á Youtube og þar eru góðar leiðbeiningar, manni er nánast kennt allt,“ segir Einar. Hann fór á námskeið hjá Trausta Bergmann Óskarssyni í Handverkshúsinu fyrir um tveimur árum og þeir eru reglulega í sam- bandi. „Hann er frumkvöðull í þessu renniverki og hefur farið á milli landa til þess að dæma í keppni í rennismíði.“ Einar smíðar einkum úr íslensku birki, sem hann kaupir frá Hall- ormsstað, eik og lerki. Hann reynir að nýta allt efni sem hann fær og fær stöðugt nýjar hugmyndir. „Það eina sem ég hendi er spænir og afsag,“ segir hann og bætir við að hann lími kubba saman til að búa síðan til muni. „Það kraumar alltaf eitthvað í hausnum þótt ekki verði allar hugs- anir að veruleika.“ Selfyssingurinn lítur ánægður yfir farinn veg. „Ég er mjög stoltur af því að hafa starfað fyrir forseta Íslands. Það var mjög viðburðaríkt og erilsamt starf, en alltaf eitthvað skemmtilegt og spennandi í gangi, en auðvitað er margs að minnast þegar maður lítur til baka. Það var til dæmis mikið hlegið þegar ég keyrði snillingana í Spaugstofunni á milli upptökustaða á árum áður, almennur hlátur allan daginn, og ekki var gleðin minni þegar ég var rótari hjá Mánum um tíma. Það lá við að ég ynni fyrir ekki neitt, svo gaman var þetta.“ Ætíð gleði og ánægja Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Í bílskúrnum Einar S. Sigurjónsson við nokkra muni sem hann hefur gert.  Einar fór úr forsetabílnum í völundarsmíði í bílskúrnum Nákvæmni Einar er vandvirkur til allra verka og einbeitir sér að vinnunni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.