Morgunblaðið - 19.02.2021, Side 28
28 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. FEBRÚAR 2021
✝ Gestur Guð-mundsson, raf-
virkjameistari og
söngvari, fæddist í
Gullbringu í Svarf-
aðardal 21. október
1931. Hann lést á
gjörgæsludeild
Sjúkrahúss Ak-
ureyrar 3. febrúar
2021.
Foreldrar Gests
voru Sigurbjörg
Stefanía Hjörleifsdóttir, f. 10.
mars 1898 á Ingvörum í Svarf-
aðardal, d. 22. október 1975 og
Guðmundur Guðmundsson, f.
29. ágúst 1886 í Háakoti í Fljót-
um, d. 11. febrúar 1966, síðast
búsett á Karlsá við Dalvík.
Systkini Gests voru: 1) Sig-
urrós, f. 1919, d. 1919. 2) Har-
aldur Ingvar, f. 1920, d. 2001. 3)
Sigurrós Lára, f. 1921, d. 2012.
4) Jón Marvin, f. 1922, d. 2018.
5) Leifey Rósa, f. 1924, d. 1970.
6) Guðmundur, f. 1925, d. 2005.
7) Anna Freyja, f. 1926, d. 2013.
8) Hjörleifur Bjarki, f. 1928, d.
2010. 9) Guðrún Hulda, f. 1930,
d. 2014. 10) Gestur, f. 1931, d.
2021. 11) Ragnar, f. 1933, d.
1980. 12) Vilhelm Jónatan, f.
1937, d. 2013, eftirlifandi eru
Snjólaug Birna, f. 1936 og Að-
lá leiðin til Þýskalands í tækni-
fræðinám en úr varð sex ára
nám á fullum skólastyrk við
tónlistarskóla í Mainz í Þýska-
landi. Gestur söng mikið alla
tíð, við leik og störf, með Karla-
kór Akureyrar, Karlakór
Bólstaðarhlíðarhrepps,
Einsöngvarakórnum, á
söngskemmtunum og ein-
söngstónleikum. Hann var kór-
stjóri Karlakórs Bólstaðarhlíð-
arhrepps frá 1987-1993 og fyrir
þann tíma í samstarfi við góðan
vin, Jón Tryggvason í Ártúnum.
Platan Liðnar stundir kom út
árið 2001, þar er samantekt á
liðnum söngstundum og laga-
smíðum Gests.
Alla tíð var hann náttúruunn-
andi, hraustmenni og íþrótta-,
veiði- og hestamaður, stundaði
m.a. frumtamningar á hrossum
fram yfir áttrætt og netaveiði í
sjó allt fram á síðasta sumar,
m.a. í góðu skjóli feðganna í
Garði í Hegranesi. Gestur átti
Eyjafjarðarmetin í kúluvarpi og
kringlukasti lengi og varð m.a.
landsmótsmeistari í þeim grein-
um. Starfaði Gestur sem raf-
virkjameistari fram yfir sjötugt.
Hann ritaði jafnframt greinar í
Húnavökuritið og Norðurslóð
auk ábendinga í dagblöð um
málefni líðandi stundar, um al-
þjóðstjórnmál en helst þó um
náttúruna.
Útför Gests fer fram frá
Grensáskirkju í dag, 19. febrúar
2021, kl. 11 að viðstöddum ætt-
ingjum og vinum.
alheiður, f. 1940.
Gestur kvæntist
11. mars 1967 eig-
inkonu sinni Sig-
rúnu Sigurðar-
dóttur, f. 1945 í
Reykjavík, áttu þau
heimili á Melabraut
7, Blönduósi í 50
ár. Þau eiga þrjár
dætur: 1) Guð-
björg, f. 1967, maki
Daníel Magnússon,
börnin hennar eru Sigrún Íris,
Írena Ösp og Ágúst Gestur,
barnabörnin eru tvö. 2) Anna
Rósa, f. 1971, maki Eiríkur
Halldór, börn hennar eru Mekk-
ín, Gestur, Elísabet og Óðinn og
eitt barnabarn. 3) G. Sunna, f.
1976, maki Héðinn Sigurðsson,
börn þeirra eru Anna Rósa og
Guðmundur Ágúst. Áður átti
Sigrún Eyþór Inga, f. 1963,
maki Kärstin Irene Trygg, hann
á Ingþór Jónas, f. 1984, og eitt
barnabarn.
Gestur lauk sveinsprófi í raf-
virkjun frá Iðnskólanum á Ak-
ureyri og síðar framhaldsnámi í
raftækni við Vélskólann í
Reykjavík 1958. Samhliða
stundaði hann söngnám, fyrst á
Akureyri og síðar við Tónlistar-
skólann í Reykjavík. Árið 1959
Elsku pabbi minn, Gestur Guð-
mundsson, er nú látinn, en hann
hefði orðið níræður í október.
Hann kemur úr stórum systkina-
hópi. Hann var þeim kostum
gæddur að hann var mjög hrein-
skilinn, sagði við fólk það sem
honum fannst, en var ekki að bak-
tala það. Hann var mikið hraust-
menni og stundaði áhugamálin
sín langt fram eftir aldri, sum
þeirra fram á síðasta dag, ótrú-
lega duglegur alltaf. Í æsku fór
ég mikið með honum um allar
sveitir, bæði þegar hann var að
vinna og eins eru ógleymanlegar
hesta- og veiðiferðirnar, en börn-
in mín nutu þess einnig að fara
með honum að veiða þegar þau
höfðu aldur til. Hann gaf mér
mitt fyrsta hross þegar ég var
átta ára að verða níu, það var
mánaðartamin hryssa á fjórða
vetur og var mér strax skellt á
bak og þar með varð ekki aftur
snúið. Hann hafði alltaf mjög
mikinn áhuga á hrossunum hjá
mér og verður skrítið að geta
ekki sýnt honum hrossin og feng-
ið álit hjá honum.
Mikið rosalega fannst mér
gaman sem krakki þegar hann
leyfði mér að vera á toppnum á
Landrovernum þegar við fórum í
Þingeyrarsandinn að veiða, eða
þegar hann setti langan kaðal aft-
an í bílinn og dró mig á snjóþotu
eða skautum á eftir honum þegar
það átti við. Þetta var sko gaman í
minningunni og mamma hefur
ekki alltaf vitað hversu miklir
glannar við vorum, en þetta þætti
sjálfsagt ekki viðeigandi í dag.
Hann kom mjög oft í sveitina
til mín og var mikið náttúrubarn,
þekkti alla fugla og hafði sérstak-
an áhuga á að fylgjast með öllu
fuglalífi.
Ég trúi því að hann sé nú kom-
inn til vina sinna sem hann hefur
þurft að horfa á eftir hverjum á
fætur öðrum, bæði systkinum og
góðum vinum, þau hafa öll tekið
vel á móti honum trúi ég.
Þó í okkar feðrafold
falli allt sem lifir
enginn getur mokað mold
minningarnar yfir.
(Bjarni Jónsson frá Gröf)
Þakklát er ég fyrir allar góðu
stundirnar og hans er verulega
sárt saknað.
Bestu kveðjur í sumarlandið.
Þín dóttir,
Guðbjörg (Didda).
Óvenjulegur pabbi, hann var
ævintýrapabbi. Við gengum til
rjúpna og alltaf virtist hann eiga
miklu auðveldara með þessar
göngur en ég. Svo átti ég fullt í
fangi með að komast hraðar yfir
en hann þegar við tókum sprett-
inn niður að Hnausatjörn að vitja
um minkaboga. Við gengum
stundum með net upp að Grund-
artjörnum, þó svo að ég væri
heldur léleg við að bera aflann
niður. Hestaferðirnar voru marg-
ar, eftirminnilegastar á Laxár-
dalinn. Í einhver skipti drógum
við fyrir í Litlu-Vatnsgarðstjörn.
Skellt á bak á lítt tömdu, þurfti
bara að halda mér fast á meðan
teymt var undir mér svona þang-
að til klárarnir róuðust, þá var
mér réttur taumurinn og ég látin
sjá um mig sjálf. Mamma tilbúin
með nestið og hlý föt. Skák átti
hug hans allan um tíma. Fylgdist
ég með taflinu bæði heima og
þegar farið var í önnur hús að
tefla. Við spiluðum hins vegar
myllu og hann lét okkur systur
reisa horgemling.
Þegar ég komst til vits þá var
hann eiginlega hættur að syngja
opinberlega en áfram söng hann
mikið og hátt. Fyrstu minningar
hans um söng voru frá því að
systkinahópurinn í Gullbringu
rólaði sér á þurrkloftinu og æfði
röddun. Þegar ég gekk heim úr
skólanum vissi ég þó nokkrum
húsalengdum frá heimilinu að
pabbi var kominn heim. Hann sat
við píanóið, tvær aríur fyrir há-
degismatinn var regla. Af fjöl-
breyttu lífshlaupi fannst mér sem
lítilli stelpu merkilegt að heyra af
balletttímum hans í söngnáminu í
Þýskalandi. Góður þar líka,
sprengikraftur nægur enda vann
hann Silfurmanninn í þrístökki
mörgum árum áður. Hann gerði
alltaf lítið úr afrekum sínum og
líka mínum í íþróttunum síðar. Þú
verður að setja þetta í samhengi
við lífið, sagði hann. Það er ekki
langt síðan ég áttaði mig á hvað
hann meinti og svo er langt í land
með margt annað.
Afbragðsgóða nótt, pabbi
minn.
Sunna Gestsdóttir.
Elsku afi minn. Ég sé varla á
skjáinn fyrir tárum. Ég á góðar
stundir þar sem minningarnar
um þig verma og svo á ég slæmar
þar sem minningarnar eru
íþyngjandi vegna þess hve mikið
ég sakna þín.
Þú varst mér svo mikils virði,
þú og amma óluð mig upp og
kennduð mér svo ótalmargt. Ég á
ykkur svo margt að þakka.
Við gátum endalaust brasað
saman alveg frá því að ég var
pínulítil, amma sagði að við hefð-
um náð vel saman í brasinu þar
sem við þurftum alltaf að vera í
einhverju brasi. Þú keyrðir með
mig um sveitirnar og við heim-
sóttum hina og þessa, fórum í
ótalmargar veiðiferðir og ennþá
fleiri hestaferðir. Ég man svo vel
þegar ég fór fyrst á Laxárdalinn
með þér, ég var mjög ung, senni-
lega ekki nema 7-8 ára. Ég réð lít-
ið við hestinn sem ég var á en mér
var alveg sama, ég naut þess í
botn. Ég man gleðina sem skein
frá þér, þetta var hápunktur
haustsins. Þessi ferð var hefðin
okkar, mamma kom oft með líka
og jafnvel Anna Rósa og Sunna
líka. Amma kom alltaf upp í
Kirkjuskarð með nesti og við
settumst niður og borðuðum. Ég
man líka fyrstu ferðina sem þú
fórst ekki með þar sem þú treyst-
ir þér hreinlega ekki til að fara.
Það var ákveðinn skellur þegar
ég áttaði mig á því að afi minn
sem gerði allt með mér var að eld-
ast og gæti þar af leiðandi ekki
lengur gert allt sem hann áður
gat og farið allt sem hann áður
fór. Í huganum varstu samt alltaf
ódauðleg vera fyrir mér, mér
fannst ég ekki geta misst þig þó
að innst inni hafi ég alltaf vitað að
þessi dagur kæmi. Dagurinn sem
ég hefði aldrei getað undirbúið
mig fyrir hvort sem þú værir
gamall maður eða ekki, það er
alltaf jafn sárt að missa einhvern
sem er jafn stór hluti af manni
eins og þú varst af mér.
Ég veit að þú myndir ekki vilja
að sorgin yfir því að missa þig yf-
irbugaði mig, ég ætla að lifa og
vera til, ég ætla að halda áfram að
gera allt sem við gerðum saman
vitandi það að þú verður alltaf
með mér. Ég veit þú fylgir mér
hvert sem ég fer því þú lifir í
minningunni og hjarta mínu þar
til ég dreg minn síðasta andar-
drátt.
Elsku afi, ég gæti skrifað um
þig endalaust en þegar öllu er á
botninn hvolft þá á ég helling af
fallegum minningum um þig sem
verma inn að hjartarótum. Þú
varst kletturinn okkar allra, þessi
óbrjótanlegi sem alltaf stóð, sama
hvaðan á hann stóð veðrið. Ég gat
alltaf leitað til þín og það var allt-
af gott að tala við þig en dropinn
holar harðan stein og að endingu
tóku veikindin yfir. Við eigum það
eitt sameiginlegt, hvert og eitt
mannsbarn, að við fæðumst og
við deyjum og ég er að eilífu
þakklát fyrir hvert og eitt ár sem
ég fékk að eiga með þér því það er
ekki sjálfgefið að fá að eldast.
Takk fyrir allt elsku afi, ég verð
að eilífu þakklát og stolt af því að
hafa fengið að kalla þig afa minn.
Með tár í augum kveð ég þig að sinni.
Ég veit þú býrð í mér um alla tíð.
Jafnvel þó að erfiðleika finni,
þú verður þar og huggar mig um hríð.
Ég elska þig að eilífu, þín
Íris.
Elsku besti afi Gestur.
Þakklæti er orð sem er mjög
ofarlega í huga þegar farið er yfir
allan þann tíma sem við áttum
með þér. Þakklæti fyrir að hafa
kynnst svona ótrúlega stórum og
sterkum karakter sem virtist
vera endalaus hafsjór af fróðleik
um allt milli himins og jarðar.
Það eru ótal margar minningar
sem við eigum um þig. Þar á með-
al allar ævintýraferðirnar hvort
sem þær voru uppi í fjöllum eða
niðri í fjöru. Allt dýraríkið og
náttúran sem þú varst svo enda-
laust fróður um og varst alltaf
tilbúinn að setjast niður og út-
skýra hvað bæði allt og allir hétu,
þetta kveikti svo mikinn áhuga
hjá okkur frá unga aldri um um-
hverfið, náttúruna og þá sérstak-
lega alla fuglana. Allar veiðiferð-
irnar hvort sem var á stöng eða í
net, allir bíltúrarnir þar sem þú
flautaðir margraddað og enginn
skildi hvernig í ósköpunum þú
gerðir þessi hljóð og allar ferð-
irnar upp í dal með nesti að fylgj-
ast með hvernig gengi hjá
gangnamönnum.
Erum ekki frá því að þú vissir í
alvörunni allt, alveg ótrúlegt að
hugsa til þess að allur þessi fróð-
leikur og allar þessar skemmti-
legu sögur og frásagnir alveg frá
því að þú varst smástrákur í Gull-
bringu voru svo ótrúlega skýrar
og hvert smáatriði fylgdi hverri
einustu sögu ár eftir ár.
Þú ert og verður alltaf í huga
okkar og hjarta.
Írena Ösp og Ágúst Gestur.
Nú er fallinn frá einn af mínum
bestu æskuvinum, Gestur frá
Gullbringu í Svarfaðardal.
Stutt var á milli okkar æsku-
heimila. Leiðir okkar lágu því
saman þegar við vorum smápoll-
ar. Gestur var m.a. fenginn til að
annast smáverkefni, t.d. að reka
kýrnar í hagann og sækja þær á
kvöldin. Góð vinátta var á milli
foreldranna og man ég vel eftir
jólaboðum og var þá glatt á hjalla
þar sem Gestur átti stóra fjöl-
dkyldu. Nokkrar ferðir átti ég
einnig suður í Gullbringu til að
biðja Guðmund föður Gests að
brýna skærin hennar mömmu.
Við Gestur deildum með okkur
risherberginu að norðanverðu
heima í Syðra-Holti og voru rúm-
in undir súð, hvort sínu megin. Þá
var mikið spjallað og brosað.
Síðan liðu nokkur ár og við
báðir að læra og síðan að stofna
heimili. Gestur á Blönduósi og ég
í Reykjavík. Hann kom oft til
okkar hjóna þegar hann kom til
borgarinnar og voru það glaðar
stundir. Gestur spilaði á harmon-
ikku og ég hvíldi hann, en Anna
spilaði á gítar og Gestur söng.
Gestur var söngmaður góður.
Héldum við síðan alltaf góðu
sambandi með bréfum eða síma
og skammt er síðan það var síð-
ast.
Með Gesti er farinn góður
drengur og er mér efst í huga
þakklæti fyrir ævilanga vináttu.
Aðstandendum votta ég samúð
mína.
Sveinn B. Ólafsson.
Ýmis þröng var æ á seiði
átti af göngum stopul kynni.
Þó hefur löngum leynst í sinni
ljúfur söngur vors á heiði.
(JT)
Gestur Guðmundsson birtist
norður á Blönduósi, ungur raf-
virkjameistari með söngnám að
baki og bjó yfir mikilli orku og
listfengi. Það kom eins og af
sjálfu sér að hann kynntist Jónasi
Tryggvasyni þegar til Blönduóss
kom, hjá honum í Björk gistu
ýmsir einhleypingar á fyrstu vik-
um sínum eða mánuðum nyrðra,
en hann tengdist einnig snemma
bróður Jónasar og föður mínum,
Jóni í Ártúnum söngstjóra, sem
og kórnum þeirra kæra sem þeir
bræður lögðu flest í sölurnar fyr-
ir.
Tryggvi afi í Tungu, formaður
kórsins frá fyrstu stundu, lagði
drögin að því.
Og Gestur tók þátt virkan þátt
í kórstarfinu upp úr 1970, var
söngstjóri nokkur ár eftir að Jón
hætti 1987, en hann samdi líka
ágæt sönglög, söng einsöng með
kórnum og minnisstætt er mér
sem lék á orgelið með kórnum við
útför Ásgeirs heitins Björnssonar
á Ytrahóli þegar beðið var um
sálminn gamla og sterka, Heyr
himnasmiður, minnisstætt hve
Gestur leysti það verkefni vel og
eftirminnilega.
Gestur rafvirki var uppáfinn-
ingasamur, hafði frjóan hug,
gekk stundum nokkuð langt í
ærslum en hlýja og sterkt vinar-
þel batt hann við þessa vini sína
og tónlistarmenn úr fjölskyldu
minni sem hann kynntist á fyrstu
misserum sínum í Húnaþingi.
Margar ferðir fóru þeir pabbi
til heiða eða sátu yfir kaffibolla og
sögum þegar súldin sat á fjöllun-
um. Jónas föðurbróðir og Þor-
björg kona hans áttu líka ýmis
ferðalög með þessum heimilis-
vini, þau skruppu með honum um
sumarkvöldin, kannski út á
Skaga eða fram í dalina.
Gestur var mikill söngvari og
kórprýði.
Hann flutti eftirminnilega ljóð
og lag Jónasar vinar síns, Þú vor-
gyðja ljúf á sólvængjum silfur-
björtum – ert svifin í garð er vetr-
arins skuggi flýr. Þátttaka hans í
Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps
varð dýrmæt sönglífinu heima í
sveitunum eins og á Blönduósi.
Eftir að Jónas Tryggvason
flutti út eftir 1959 og fór að starfa
að söngmálum þar á Blönduósi,
komu Blönduósingar til liðs að
taka þátt í gamla kórnum hans –
eins og Gestur.
Þessum minningarorðum um
góðan og traustan vin vil ég ljúka
með áðurnefndu ljóði Jónasar
sem Gestur söng svo glæsilega:
Á morgunsins hörpu heyri ég streng
þinn óma.
Mér hlýnar í geði, birtir um farna slóð.
Við árdagsins skin og heiðríkju þinna
hljóma
ég hylli þig, vor, og syng þér mín
gleðiljóð.
(JT)
Ingi Heiðmar Jónsson.
Ein fegursta sveit landsins,
Svarfaðardalur, býr yfir kynngi-
magnaðri náttúru. Þeir er þar
alast upp hafa fyrir augum sér
fegurð fjallanna og magnaða sýn
á alla þá náttúru sem dalurinn
býður upp á. Undir nið lækja
dalsins hefur drengurinn sem þar
ólst upp og kveður sitt jarðlíf í
dag getað sungið við þann undir-
leik sína fegurstu tóna. Læri-
meistari minn, Gestur Guð-
mundsson, var einstakur maður
að öllu leyti. Sambland af snill-
ingi, sem elskaði náttúruna og
söng lífinu óð. Hjálpaði þeim sem
voru illa sjálfbjarga ekki með
peningum heldur með liðsinni,
bæði til orðs og æðis. Sá er þetta
ritar fór ferðir með Gesti á
sveitabæ til liðsinnis í heyskap
vegna þess að aldur búanda var
orðinn honum til vandræða svo
dæmið sé tekið.
Gestur kenndi nemanda sínum
því ekki bara að fást við rafmagn
heldur miðlaði hann reynslu sinni
sem veiðimaður, bæði um lax og
skotveiði. Það að læra rafvirkjun
hjá Gesti var einstakt. Hann hafði
bæði lært iðn sína á Íslandi og
Þýskalandi en í Þýskalandi nam
hann líka söng. Hann miðlaði af
þekkingu sinni án þess að maður
tæki eftir því. Kenndi manni þá
virðingu sem maður þarf að hafa
til að umgangast rafmagn, hver
er hættan og hvað má. Söngvar-
inn Gestur Guðmundsson hefði
getað náð langt en hann valdi iðn-
aðarmanninn sem sitt ævistarf að
mestu. Vera má að hann hafi talið
það öruggara sér og sínum til lífs-
viðurværis. Gestur var alinn upp í
stórum systkinahópi, sennilega
ekki við mikil efni, og hefur upp-
eldið því kennt honum að liðsinna
þeim sem þess þurfa. Hann hafði
í raun skömm á þeim sem mikið
hafa en lítið gefa. Mat hans á ein-
staklingum einkenndist því af
þessu lífsviðhorfi.
Nú síðustu árin lágu leiðir okk-
ar sjaldan saman. Hann kom við á
æskustöðvum mínum nú í sumar
en ég var ekki mættur. Lét þar
falleg orð falla um mitt fólk, hafi
Gestur þökk fyrir það. Svana-
söngurinn hefur verið sunginn,
tenórinn hefur sungið sitt síðasta
lag. Hver á sér fegra föðurland
verður ekki oftar sungið af söngv-
aranum Gesti Guðmundsyni frá
Gullbringu í Svarfaðardal. Læri-
meistari minn, hafir þú þökk fyrir
þinn þátt í því að ég varð rafvirki
og þinn þátt í mínu menningar-
lega uppeldi.
Fallinn er höfðingi. Ég sendi
Sigrúnu og fjölskyldunni allri
mínar innilegustu samúðarkveðj-
ur vegna fráfalls hins mæta
manns Gests Guðmundssonar.
Örn Friðriksson.
Gestur
Guðmundsson
Í dag kveð ég
elskulegu ömmu
mína og nöfnu, Ingi-
björgu Þorkelsdótt-
ur, sem við systkinin töluðum allt-
af um sem ömmu í Grundó. Ég var
svo heppin að njóta hennar í rúm
47 ár og börnin mín kynntust
langömmu sinni vel. Það er svo
margt sem fer í gegnum hugann
þegar ég lít til baka en það sem
yljar mér mest um hjartarætur
eru allar þær yndislegu stundir
sem ég átti með henni og afa í
Grundargerðinu. Mér þótti svo
notalegt að vera hjá þeim og fékk
ég oft að fara til þeirra og vera í
nokkra daga. Amma var svo hlý
Ingibjörg
Þorkelsdóttir
✝ Ingibjörg Þor-kelsdóttir
fæddist 20. júlí
1923. Hún andaðist
4. febrúar 2021.
Útför Ingibjarg-
ar fór fram 12.
febrúar 2021.
og góð, mér fannst
hún vera hin full-
komna amma. Heim-
ilið alltaf svo snyrti-
legt og notalegt,
garðurinn svo falleg-
ur, að koma til þeirra
var eins og að detta
inn í annan heim. Ég
elskaði að fá að sofna
uppi í hjá þeim,
amma las fyrir mig,
ég fékk hlýjuna frá
þeim báðum og sofnaði vært, þetta
voru notalegar stundir. Amma
hjálpaði mér líka oft með lærdóm-
inn og var hún mjög þolinmóður
kennari. Mér fannst amma glæsi-
leg kona og ég varð alltaf pínu upp
með mér þegar fólk sagði að ég
líktist henni. Síðustu daga vissum
við í hvað stefndi og er ég þakklát
fyrir að hafa náð góðu spjalli við
hana í síma nokkrum dögum áður
en hún kvaddi. Minning lifir í huga
mínum um dásamlega ömmu.
Ingibjörg Þorvaldsdóttir.